Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 10. mars 2025 07:01 Eins og oft er sagt, er aldur afstæður. Ein mesta gæfa í lífi fólks er að finna ástina og eins og allir vita spyr ástin ekki um aldur. Hér að neðan er listi yfir þekkta einstaklinga í samfélaginu þar sem aldursmunurinn er allt að 45 ár. Kári og Eva Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, og Eva Bryngeirsdóttir, jógakennari og einkaþjálfari, opinberuðu samband sitt á Instagram í byrjun júlímánaðar í fyrra. Nokkrum mánuðum síðar, eða þann 22. nóvember var greint frá því að Kári og Eva hefðu gengið í hjónaband. Kári er 38 árum eldri en Eva en hann er fæddur árið 1949 en hún árið 1987. Sjá: Eva segir lífið betra með Kára Stefáns Aníta og Hafsteinn Tólf ára aldursmunur er á leikkonunni Anítu Briem og sambýlismanni hennar, Hafþóri Waldorff. Hún er fædd 1982 en hann er fæddur 1994. Parið opinberaði samband sitt síðastliðið haust þegar Aníta birti mynd af Hafþóri á samfélagsmiðlum sínum í tilefni af þrítugsafmæli hans. Í nóvember síðastliðnum eignuðust þau sitt fyrsta barna saman, Lúnu. Fyrir á Aníta eina dóttur. Hilmir Snær og Vala kristín Leikaraparið Vala Kristín Eiríksdóttir og Hilmir Snær Guðnason byrjuðu að stinga saman nefjum í fyrra. Fyrsta fréttin af sambandi þeirra birtist í júní, en þá höfðu þau verið samna í nokkra mánuði og ítrekað sést til þeirra saman. Nokkur aldursmunur er á parinu. Vala er fædd árið 1991 og Hilmir árið 1969, sem gerir 22 ára aldursmun. Parið á von á sínu fyrsta barni saman síðar á árinu. Skúli og Gríma Athafnamaðurinn Skúli Mogensen og innanhússhönnuðurinn Gríma Björg Thorarensen byrjuðu saman árið 2017 og eiga saman tvo drengi. Tuttugu og þrjú ár skilja þau að í aldri en Skúli er fæddur árið 1968 og Gríma árið 1991. Fyrir á Skúli þrjú börn. Lína og Gummi kíró Athafnakonan Lína Birgitta Sigurðardóttir og kírópraktorinn Guðmundur Birkir Pálmason, betur þekktur sem Gummi kíró, eru búin að vera saman í rúmlega fimm ár og virðist lífið vera að leika við þau. Parið trúlofaði sig í október árið 2022 þegar Gummi fór á skeljarnar í Tuileries Garden í París. Ellefu ára aldursmunur er á parinu. Gummi er fæddur árið 1980 og Lína árið 1991. Sjá: Husgar vel um sig til að vera aðlaðandi fyrir Línu Lína Birgitta og Gummi Kíró hafa verið par í fimm ár.Instagram Balti og Sunneva Leikstjórinn Baltasar Kormákur og Sunneva Weishappel, myndlistakona og leikmyndahönnuður, byrjuðu saman í ársbyrjun 2019. Saman eiga þau eina stúlku sem kom í heiminn þann 5. ágúst í fyrra, Kilju Kormák. Fyrir á Baltasar fjögur börn. Tuttugu og þrjú ár aðskilja þau en hann er fæddur 1966 en hún 1989. Baltasar Kormákur og Sunneva Ása Weisshappel voru ástfangin á rauða dreglinum.Getty/Nina Westervelt Þorleifur og Erna Mist Erna Mist Yamagata, listakona og pistlahöfundur, og Þorleifur Örn Arnarsson leikstjóri opinberuðu samband sitt í byrjun ársins. 20 ára aldursmunur er á parinu, Þorleifur er fæddur árið 1978 og Erna Mist árið 1998. Í byrjun árs eignuðust þau sitt fyrsta barn saman. Ásgeir Kolbeins og Hera Ásgeir Kolbeinsson, athafna- og fjölmiðlamaður, og Bryndís Hera Gísladóttir, heilsumarkþjálfi og stjörnuspekingur, byrjuðu saman árið 2013 og eiga saman einn son. Parið trúlofaði sig tveimur árum síðar í London þegar Ásgeir bað um hönd hennar á steikhúsinu Gaucho í Lundúnum, uppáhalds steikhúsinu þeirra. Hera er fædd árið 1992 og Ásgeir árið 1975. Fyrr á þessu ári fagnaði Ásgeir fimmtugsafmæli sínu með veglegri veislu í glæsivillu á Tenerife. Parið rekur fyrirtækið Orkugreining og halda úti vinsælu hlaðvarpinu, Stjörnuspeki, ásamt stjörnuspekingnum Gunnlaugi Guðmundssyni. Egill og Gurrý Einkaþjálfarinn og fjölmiðlamaður Egill Einarsson, betur þekktur sem Gillz, og kærasta hans Guðríður Jónsdóttir, kölluð Gurrý, hafa verið saman um árabil. Ellefu ára aldurmunur er á parinu en Egill er fæddur árið 1980 og Gurrý 1991. Saman eiga þau tvö börn, stúlku og dreng. Garðar Gunnlaugs og Fanney Sandra Fyrrverandi knattspyrnumaðurinn Garðar Gunnlaugsson og Fanney Sandra Albertsdóttir, fegurðardrottning, flugfreyja og förðunarfræðingur, hafa verið saman um árabil. Hjónin gengu í hnapphelduna þann 27. júlí árið 2023 hjá Sýslumanninum í Kópavogi. Saman eiga þau tvo drengi. Fimmtán ára aldursmunur er á þeim hjónum. Hann er fæddur árið 1983 og hún árið 1998. Garðar og Fanney létu pússa sig saman hjá Sýslumanninum í Kópavogi í gær.Fanney Sandra Arnar Gunnlaugs og María Builien Arnar B. Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari karla í fótbolta, og María Builien Jónsdóttir, líffræðingur og tölvunarfræðingur byrjuðu saman árið 2017. Sextán ár skilja þau að í aldri en Arnar er fæddur árið 1973 og María árið 1989. Saman eiga þau tvær dætur. Mari og Njörður Ofurhlaupakonan Mari Jaersk og Njörður Lúðvíksson verkefnastjóri hjá Össuri. Parið byrjaði saman í lok árs 2022. Ellefu ár skilja þau að í aldri. Mari er fædd árið1987 og Njörður árið 1976. Simmi Vill og Hafrún Sigmar Vilhjálmsson, athafna- og veitingamaður, og Hafrún Hafliðadóttir opinberuðu samband sitt síðasta sumar eftir að hafa haldið því fyrir utan sviðsljósið í nokkra mánuði. Fjórtán ára aldursmunur er á parinu þar sem Hafrún er fædd árið 1991 og Simmi árið 1977. Hafrún og Simmi eiga samtals sex drengi úr fyrri hjónaböndum. Heimir og Dagmar Silja Heimir F. Hallgrímsson lögmaður, fasteignasali og ævintýramaðu, og Dagmar Silja Kristjönu Svavarsdóttir, nemi við Háskólann í Reykjavík, opinberuðu samband sitt í mars í fyrra. Nokkur aldursmunur á parinu eða átján ár, en Heimir er fæddur 1981 og Diljá 1999. Þess má geta að tengdamóðir Heimis er einu ári yngri en hann. Frosti og Helga Fjölmiðlamaðurinn Frosti Logason og kokkurinn Helga Gabríella Sigurðardóttir trúlofuðu sig árið 2016 og gengu í hjónaband þann 31. janúar 2021 við fallega athöfn í Háteigskirkju. Þrettán ár skilja þau að í aldri en Helga er fædd árið 1991 og Frosti 1978. Saman eiga þau þrjú börn. Milla og Einar Einar Þorsteinsson fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur og Milla Ósk Magnúsdóttir, rekstrarstjóri og yfirframleiðandi hjá framleiðslufyrirtækinu ACT4, eru með glæsilegustu hjónum landsins. 12 ár aðskilja hjónakornin, Einar er fæddur árið 1978 og Milla Ósk árið 1990. Ástin og lífið Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Sjá meira
Kári og Eva Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, og Eva Bryngeirsdóttir, jógakennari og einkaþjálfari, opinberuðu samband sitt á Instagram í byrjun júlímánaðar í fyrra. Nokkrum mánuðum síðar, eða þann 22. nóvember var greint frá því að Kári og Eva hefðu gengið í hjónaband. Kári er 38 árum eldri en Eva en hann er fæddur árið 1949 en hún árið 1987. Sjá: Eva segir lífið betra með Kára Stefáns Aníta og Hafsteinn Tólf ára aldursmunur er á leikkonunni Anítu Briem og sambýlismanni hennar, Hafþóri Waldorff. Hún er fædd 1982 en hann er fæddur 1994. Parið opinberaði samband sitt síðastliðið haust þegar Aníta birti mynd af Hafþóri á samfélagsmiðlum sínum í tilefni af þrítugsafmæli hans. Í nóvember síðastliðnum eignuðust þau sitt fyrsta barna saman, Lúnu. Fyrir á Aníta eina dóttur. Hilmir Snær og Vala kristín Leikaraparið Vala Kristín Eiríksdóttir og Hilmir Snær Guðnason byrjuðu að stinga saman nefjum í fyrra. Fyrsta fréttin af sambandi þeirra birtist í júní, en þá höfðu þau verið samna í nokkra mánuði og ítrekað sést til þeirra saman. Nokkur aldursmunur er á parinu. Vala er fædd árið 1991 og Hilmir árið 1969, sem gerir 22 ára aldursmun. Parið á von á sínu fyrsta barni saman síðar á árinu. Skúli og Gríma Athafnamaðurinn Skúli Mogensen og innanhússhönnuðurinn Gríma Björg Thorarensen byrjuðu saman árið 2017 og eiga saman tvo drengi. Tuttugu og þrjú ár skilja þau að í aldri en Skúli er fæddur árið 1968 og Gríma árið 1991. Fyrir á Skúli þrjú börn. Lína og Gummi kíró Athafnakonan Lína Birgitta Sigurðardóttir og kírópraktorinn Guðmundur Birkir Pálmason, betur þekktur sem Gummi kíró, eru búin að vera saman í rúmlega fimm ár og virðist lífið vera að leika við þau. Parið trúlofaði sig í október árið 2022 þegar Gummi fór á skeljarnar í Tuileries Garden í París. Ellefu ára aldursmunur er á parinu. Gummi er fæddur árið 1980 og Lína árið 1991. Sjá: Husgar vel um sig til að vera aðlaðandi fyrir Línu Lína Birgitta og Gummi Kíró hafa verið par í fimm ár.Instagram Balti og Sunneva Leikstjórinn Baltasar Kormákur og Sunneva Weishappel, myndlistakona og leikmyndahönnuður, byrjuðu saman í ársbyrjun 2019. Saman eiga þau eina stúlku sem kom í heiminn þann 5. ágúst í fyrra, Kilju Kormák. Fyrir á Baltasar fjögur börn. Tuttugu og þrjú ár aðskilja þau en hann er fæddur 1966 en hún 1989. Baltasar Kormákur og Sunneva Ása Weisshappel voru ástfangin á rauða dreglinum.Getty/Nina Westervelt Þorleifur og Erna Mist Erna Mist Yamagata, listakona og pistlahöfundur, og Þorleifur Örn Arnarsson leikstjóri opinberuðu samband sitt í byrjun ársins. 20 ára aldursmunur er á parinu, Þorleifur er fæddur árið 1978 og Erna Mist árið 1998. Í byrjun árs eignuðust þau sitt fyrsta barn saman. Ásgeir Kolbeins og Hera Ásgeir Kolbeinsson, athafna- og fjölmiðlamaður, og Bryndís Hera Gísladóttir, heilsumarkþjálfi og stjörnuspekingur, byrjuðu saman árið 2013 og eiga saman einn son. Parið trúlofaði sig tveimur árum síðar í London þegar Ásgeir bað um hönd hennar á steikhúsinu Gaucho í Lundúnum, uppáhalds steikhúsinu þeirra. Hera er fædd árið 1992 og Ásgeir árið 1975. Fyrr á þessu ári fagnaði Ásgeir fimmtugsafmæli sínu með veglegri veislu í glæsivillu á Tenerife. Parið rekur fyrirtækið Orkugreining og halda úti vinsælu hlaðvarpinu, Stjörnuspeki, ásamt stjörnuspekingnum Gunnlaugi Guðmundssyni. Egill og Gurrý Einkaþjálfarinn og fjölmiðlamaður Egill Einarsson, betur þekktur sem Gillz, og kærasta hans Guðríður Jónsdóttir, kölluð Gurrý, hafa verið saman um árabil. Ellefu ára aldurmunur er á parinu en Egill er fæddur árið 1980 og Gurrý 1991. Saman eiga þau tvö börn, stúlku og dreng. Garðar Gunnlaugs og Fanney Sandra Fyrrverandi knattspyrnumaðurinn Garðar Gunnlaugsson og Fanney Sandra Albertsdóttir, fegurðardrottning, flugfreyja og förðunarfræðingur, hafa verið saman um árabil. Hjónin gengu í hnapphelduna þann 27. júlí árið 2023 hjá Sýslumanninum í Kópavogi. Saman eiga þau tvo drengi. Fimmtán ára aldursmunur er á þeim hjónum. Hann er fæddur árið 1983 og hún árið 1998. Garðar og Fanney létu pússa sig saman hjá Sýslumanninum í Kópavogi í gær.Fanney Sandra Arnar Gunnlaugs og María Builien Arnar B. Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari karla í fótbolta, og María Builien Jónsdóttir, líffræðingur og tölvunarfræðingur byrjuðu saman árið 2017. Sextán ár skilja þau að í aldri en Arnar er fæddur árið 1973 og María árið 1989. Saman eiga þau tvær dætur. Mari og Njörður Ofurhlaupakonan Mari Jaersk og Njörður Lúðvíksson verkefnastjóri hjá Össuri. Parið byrjaði saman í lok árs 2022. Ellefu ár skilja þau að í aldri. Mari er fædd árið1987 og Njörður árið 1976. Simmi Vill og Hafrún Sigmar Vilhjálmsson, athafna- og veitingamaður, og Hafrún Hafliðadóttir opinberuðu samband sitt síðasta sumar eftir að hafa haldið því fyrir utan sviðsljósið í nokkra mánuði. Fjórtán ára aldursmunur er á parinu þar sem Hafrún er fædd árið 1991 og Simmi árið 1977. Hafrún og Simmi eiga samtals sex drengi úr fyrri hjónaböndum. Heimir og Dagmar Silja Heimir F. Hallgrímsson lögmaður, fasteignasali og ævintýramaðu, og Dagmar Silja Kristjönu Svavarsdóttir, nemi við Háskólann í Reykjavík, opinberuðu samband sitt í mars í fyrra. Nokkur aldursmunur á parinu eða átján ár, en Heimir er fæddur 1981 og Diljá 1999. Þess má geta að tengdamóðir Heimis er einu ári yngri en hann. Frosti og Helga Fjölmiðlamaðurinn Frosti Logason og kokkurinn Helga Gabríella Sigurðardóttir trúlofuðu sig árið 2016 og gengu í hjónaband þann 31. janúar 2021 við fallega athöfn í Háteigskirkju. Þrettán ár skilja þau að í aldri en Helga er fædd árið 1991 og Frosti 1978. Saman eiga þau þrjú börn. Milla og Einar Einar Þorsteinsson fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur og Milla Ósk Magnúsdóttir, rekstrarstjóri og yfirframleiðandi hjá framleiðslufyrirtækinu ACT4, eru með glæsilegustu hjónum landsins. 12 ár aðskilja hjónakornin, Einar er fæddur árið 1978 og Milla Ósk árið 1990.
Ástin og lífið Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Sjá meira