Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Sindri Sverrisson skrifar 21. janúar 2025 08:00 Brottrekstur Ives Serneels virðist hafa komið eins og þruma úr heiðskíru lofti en Elísabet Gunnarsdóttir er tekin við af honum og mun stýra Belgum næstu árin. Samsett/Getty/RBFA Ives Serneels, forveri Elísabetar Gunnarsdóttur í starfi landsliðsþjálfara Belgíu í fótbolta, hafði verið í fjórtán ár í starfi þegar honum var óvænt sagt upp með myndsímtali á föstudaginn. Belgíski miðillinn Het Laatste Nieuws greinir frá þessu og virðist uppsögn Serneels hafa verið afar óvænt. Ljóst er að forráðamenn belgíska knattspyrnusambandsins hafa verið komnir með Elísabetu í sigtið því hún var svo formlega tilkynnt sem nýr þjálfari kvennalandsliðs Belgíu í gær. Elísabet kvaðst í samtali við Vísi ekki vilja ræða brotthvarf Serneels en viðtal við hana birtist í Sportpakkanum á Stöð 2 í kvöld. Var að fylgjast með landsliðskonum í Mílanó Serneels var staddur í Mílanó þegar hann var rekinn, og hafði kvöldið áður fylgst með fimm belgískum landsliðskonum spila í bikarleik Inter og Sassuolo. HLN segir að Serneels hafi verið í óða önn við að undirbúa belgíska liðið sem best fyrir Evrópumótið í Sviss í sumar, eftir að hafa stýrt því til sigurs gegn Úkraínu í umspili í byrjun desember. Eins og fyrr segir hafði Serneels verið lengi þjálfari belgíska liðsins og komið því inn á fyrstu stórmót þess; EM 2017 í Hollandi og EM 2022 í Englandi, þar sem liðið var einmitt í riðli með Íslandi og komst áfram í 8-liða úrslitin en féll svo úr leik. Elísabet heldur Onzia í teyminu HLN segir að vídjósímtalið við Serneels hafi verið stutt og honum einfaldlega tjáð að hans krafta væri ekki lengur óskað. Í kjölfarið var svo fleirum úr starfsliðinu í kringum belgíska landsliðið sagt upp, þar á meðal aðstoðarþjálfaranum Kris Van Der Haegen, þar sem það var þegar ljóst að nýr, erlendur þjálfari, sem nú er ljóst að er Elísabet, kæmi með sinn eigin aðstoðarþjálfara. Sá er sænskur og heitir Magnus Palsson. Fyrrverandi landsliðskona Belgíu, Lenie Onzia, heldur hins vegar sæti sínu í þjálfarateyminu. Belgía og Ísland gerðu 1-1 jafntefli á síðasta EM, en Belgar komust áfram í 8-liða úrslitin, undir stjórn Ives Serneels sem nú hefur verið rekinn.Getty Á föstudaginn var einnig tilkynnt að þjálfari karlalandsliðs Belgíu, Domenico Tedesco, hefði verið rekinn. HLN bendir á það að í þeirri tilkynningu hafi birst ummæli frá Tedesco þar sem hann sagði meðal annars að „fallegri sögu væri því miður núna lokið“, en að í tilkynningunni um brotthvarf Serneels væru engin ummæli frá honum. Gæti mætt Íslandi á EM Elísabetu er ætlað að koma belgíska kvennalandsliðinu, sem er í 19. sæti heimslistans, upp á næsta stig. Hún á krefjandi verkefni fyrir höndum á EM í Sviss í sumar þar sem Belgía er í riðli með heimsmeisturum Spánar, Ítalíu og Portúgal. Sá möguleiki er fyrir hendi að Elísabet stýri svo Belgum gegn Íslandi í 8-liða úrslitum, ef bæði lið komast upp úr sínum riðli. Belgíski boltinn Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sjá meira
Belgíski miðillinn Het Laatste Nieuws greinir frá þessu og virðist uppsögn Serneels hafa verið afar óvænt. Ljóst er að forráðamenn belgíska knattspyrnusambandsins hafa verið komnir með Elísabetu í sigtið því hún var svo formlega tilkynnt sem nýr þjálfari kvennalandsliðs Belgíu í gær. Elísabet kvaðst í samtali við Vísi ekki vilja ræða brotthvarf Serneels en viðtal við hana birtist í Sportpakkanum á Stöð 2 í kvöld. Var að fylgjast með landsliðskonum í Mílanó Serneels var staddur í Mílanó þegar hann var rekinn, og hafði kvöldið áður fylgst með fimm belgískum landsliðskonum spila í bikarleik Inter og Sassuolo. HLN segir að Serneels hafi verið í óða önn við að undirbúa belgíska liðið sem best fyrir Evrópumótið í Sviss í sumar, eftir að hafa stýrt því til sigurs gegn Úkraínu í umspili í byrjun desember. Eins og fyrr segir hafði Serneels verið lengi þjálfari belgíska liðsins og komið því inn á fyrstu stórmót þess; EM 2017 í Hollandi og EM 2022 í Englandi, þar sem liðið var einmitt í riðli með Íslandi og komst áfram í 8-liða úrslitin en féll svo úr leik. Elísabet heldur Onzia í teyminu HLN segir að vídjósímtalið við Serneels hafi verið stutt og honum einfaldlega tjáð að hans krafta væri ekki lengur óskað. Í kjölfarið var svo fleirum úr starfsliðinu í kringum belgíska landsliðið sagt upp, þar á meðal aðstoðarþjálfaranum Kris Van Der Haegen, þar sem það var þegar ljóst að nýr, erlendur þjálfari, sem nú er ljóst að er Elísabet, kæmi með sinn eigin aðstoðarþjálfara. Sá er sænskur og heitir Magnus Palsson. Fyrrverandi landsliðskona Belgíu, Lenie Onzia, heldur hins vegar sæti sínu í þjálfarateyminu. Belgía og Ísland gerðu 1-1 jafntefli á síðasta EM, en Belgar komust áfram í 8-liða úrslitin, undir stjórn Ives Serneels sem nú hefur verið rekinn.Getty Á föstudaginn var einnig tilkynnt að þjálfari karlalandsliðs Belgíu, Domenico Tedesco, hefði verið rekinn. HLN bendir á það að í þeirri tilkynningu hafi birst ummæli frá Tedesco þar sem hann sagði meðal annars að „fallegri sögu væri því miður núna lokið“, en að í tilkynningunni um brotthvarf Serneels væru engin ummæli frá honum. Gæti mætt Íslandi á EM Elísabetu er ætlað að koma belgíska kvennalandsliðinu, sem er í 19. sæti heimslistans, upp á næsta stig. Hún á krefjandi verkefni fyrir höndum á EM í Sviss í sumar þar sem Belgía er í riðli með heimsmeisturum Spánar, Ítalíu og Portúgal. Sá möguleiki er fyrir hendi að Elísabet stýri svo Belgum gegn Íslandi í 8-liða úrslitum, ef bæði lið komast upp úr sínum riðli.
Belgíski boltinn Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sjá meira