Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Aron Guðmundsson skrifar 21. janúar 2025 08:31 Sölvi Geir Ottesen er nýr þjálfari Víkings Reykjavíkur. Eftir farsælt samstarf sem aðstoðarþjálfari liðsins undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar sem nú er tekinn við íslenska landsliðinu. Vísir/Samsett mynd Sölvi Geir Ottesen er nýr þjálfari karlaliðs Víkings Reykjavíkur í fótbolta og fær hann það verðuga verkefni að taka við stjórn liðsins af hinum sigursæla Arnari Gunnlaugssyni sem er tekinn við íslenska landsliðinu. Arnar rak Sölva, í góðu, úr landsliðsteyminu en ekki kveiktu allir á því að allt var þetta gert í góðu og sátt allra hlutaðeigandi. Sölvi hefur reynslu af því að stýra leikjum hjá Víkingi í leikbönnum Arnars frá síðustu leiktíð í starfi sínu sem aðstoðarþjálfari en núna stendur hann einn í stafni og þarf að takast á við risastóra áskorun, að viðhalda þeim góða árangri sem náðst hefur í Víkinni. „Ég er virkilega stoltur af þessu og þakklátur fyrir traustið sem stjórn Víkings sem og aðrir sem koma að þessu hafa sýnt mér,“ segir Sölvi Geir en ráðning hans hefur verið eytt verst geymda leyndarmál íslenskrar knattspyrnu undanfarnar vikur. „Það er mikil tilhlökkun í mér fyrir því að vinna með strákunum. Ég er mjög sáttur og stoltur af þessu.“ Byrjað að ræða þetta í fyrra Aðdragandinn að því að hann fær starfið er hins vegar lengri en mönnum kannski grunaði því strax á síðasta ári var byrjað að ræða þann möguleika að hann myndi taka við þjálfun Víkings Reykjavíkur við brotthvarf Arnars. „Þetta hefur verið töluvert langur aðdragandi. Í fyrra, eins og við vitum flest, var Arnar í viðræðum við Norrköping um að fara út. Þá voru þannig séð viðræður við mig hafnar varðandi það að taka við liðinu. Ég var búinn að setja mig í startholurnar þegar að hann var að ræða við þá.“ „Þetta er búinn að vera langur aðdragandi en núna þegar að landsliðið kom upp á borð núna hafði maður það á tilfinningunni að þeir væru að fara velja hann. Ég er bara mjög sáttur með að hann sé kominn í landsliðið, þar af leiðandi fékk ég starfið hjá Víkingi. Og þá er ég sáttur fyrir Íslands hönd því hann er frábær þjálfari og ég veit líka að teymið sem hann er að vinna með í landsliðinu er skipað frábærum þjálfurum. Ég vona bara svo innilega að þeir nái vel saman og geri góða hluti fyrir Ísland.“ Frá blaðamannafundi gærdagsins þar sem greint var frá ráðningu Sölva Geirs til næstu þriggja áraVísir/EINAR „Afi hringdi alls ekki sáttur“ Samhliða því að starfa sem aðstoðarþjálfari Víkings Reykjavíkur á síðasta ári var Sölvi Geir hluti af þjálfarateymi íslenska landsliðsins undir stjórn Age Hareide. Nú þegar að Arnar er tekinn við bjuggust kannski margir við því að Skagamaðurinn myndi halda Sölva í teyminu en svo er nú aldeilis ekki. Segja má að Arnar hafi rekið Sölva úr teyminu í beinni útsendingu á Stöð 2 Vísi á dögunum á blaðamannafundi þegar að hann var kynntur sem nýr landsliðsþjálfari. Sölvi Geir tók vel í þetta útspil Arnars á fundinum en afi hans var ekki alveg með á hreinu að um góðan húmor þeirra á milli væri að ræða þó vissulega verði Sölvi ekki áfram í teymi landsliðsins. „Það var góður banter hjá honum. Ég hafði mjög gaman af því. Afi minn hringdi í mig alls ekki sáttur með þetta. Ég held hann hafi ekki lesið fréttina alveg í gegn. Hann skildi ekkert í því hvernig hann gat rekið mig í beinni útsendingu. Þetta var bara skemmtilegur banter. Ég tók vel í þetta.“ Smávægilegar breytingar í farvatninu Fyrsta starf Sölva sem aðalþjálfari hjá einu sigursælasta liði Íslands undanfarin ár. „Þetta gerist ekki stærra en akkúrat þetta starf. En ég tek því bara fagnandi. Nú er ég, eins og kannski flestir vita, að stíga mín fyrstu skref sem aðalþjálfari. Ég get því ekki tekið því rólega og komið mér rólega af stað. Ég hoppa út í djúpu laugina og verð að gjöra svo vel að standa mig. Ég held líka að það ýti mér upp á næsta stig mun fljótar. Að þurfa að takast á við svo stórt verkefni. Þá kannski tek ég framförum í starfi mun hraðar í kjölfarið. Síðan að ég tók við þessu er hausinn ekki búinn að stoppa. Það hafa margar hugmyndir fengið að fljúga. Sölvi Geir Ottesen stýrði Víkingum í fjarveru Arnars Gunnlaugssonar sem var í leikbanni.Vísir/Anton Brink En er hann að fara breyta miklu út frá vananum frá því hvernig Arnar setti upp hlutina? „Það eru ákveðin áhersluatriði. Hvernig ég sé fótboltann þegar kemur að varnar- eða sóknarleik. Þetta eru ekki miklar breytingar sem munu eiga sér stað, allavegana ekki til að byrja með. Við erum í raun og veru enn í keppni sem er áframhald af keppni sem við hófum leik í á síðasta ári. Til að byrja með verða ekki það miklar drastískar breytingar á þessu. En vissulega koma inn lítil smáatriði hér og þar, aðeins öðruvísi áherslur á fasa innan leiksins. Við munum bara halda áfram að spila eins og við höfum verið að gera.“ Frá blaðamannafundi gærdagsins þar sem greint var frá ráðningu Sölva Geirs til næstu þriggja áraVísir/EINAR Markmiðið að sækja báða titla Þjálfarar liða í efstu deild hér á landi þurfa að vera með KSÍ A þjálfaragráðuna. Enn sem komið er býr Sölvi að UEFA B þjálfaragráðunni en innan tíðar verður A-gráðan komin í hús. „Ég kláraði hluta af henni í Danmörku og lokaverkefnið í þeirri gráðu tek ég núna í febrúar. Ég ætti því að klára A gráðuna þá.“ Víkingar eru komnir langt í Evrópu, eiga fyrir höndum einvígi gegn Panathinaikos í Sambandsdeildinni en hér heima á síðasta tímabili, sem ríkjandi meistarar, lutu þeir í lægra haldi fyrir Breiðabliki í deildinni og KA í úrslitaleik Bikarsins. Stefnan er að kvitta fyrir það á komandi tímabili. „Það er klárlega okkar markmið og við erum ekkert feimnir við að segja það. Þú vilt alltaf gera betur heldur en á síðasta tímabili og það þýðir bara eitt. Við viljum vinna Íslandsmeistara- og bikarmeistaratitilinn. Það eru klárlega okkar markmið.“ Fótbolti Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Sjá meira
Sölvi hefur reynslu af því að stýra leikjum hjá Víkingi í leikbönnum Arnars frá síðustu leiktíð í starfi sínu sem aðstoðarþjálfari en núna stendur hann einn í stafni og þarf að takast á við risastóra áskorun, að viðhalda þeim góða árangri sem náðst hefur í Víkinni. „Ég er virkilega stoltur af þessu og þakklátur fyrir traustið sem stjórn Víkings sem og aðrir sem koma að þessu hafa sýnt mér,“ segir Sölvi Geir en ráðning hans hefur verið eytt verst geymda leyndarmál íslenskrar knattspyrnu undanfarnar vikur. „Það er mikil tilhlökkun í mér fyrir því að vinna með strákunum. Ég er mjög sáttur og stoltur af þessu.“ Byrjað að ræða þetta í fyrra Aðdragandinn að því að hann fær starfið er hins vegar lengri en mönnum kannski grunaði því strax á síðasta ári var byrjað að ræða þann möguleika að hann myndi taka við þjálfun Víkings Reykjavíkur við brotthvarf Arnars. „Þetta hefur verið töluvert langur aðdragandi. Í fyrra, eins og við vitum flest, var Arnar í viðræðum við Norrköping um að fara út. Þá voru þannig séð viðræður við mig hafnar varðandi það að taka við liðinu. Ég var búinn að setja mig í startholurnar þegar að hann var að ræða við þá.“ „Þetta er búinn að vera langur aðdragandi en núna þegar að landsliðið kom upp á borð núna hafði maður það á tilfinningunni að þeir væru að fara velja hann. Ég er bara mjög sáttur með að hann sé kominn í landsliðið, þar af leiðandi fékk ég starfið hjá Víkingi. Og þá er ég sáttur fyrir Íslands hönd því hann er frábær þjálfari og ég veit líka að teymið sem hann er að vinna með í landsliðinu er skipað frábærum þjálfurum. Ég vona bara svo innilega að þeir nái vel saman og geri góða hluti fyrir Ísland.“ Frá blaðamannafundi gærdagsins þar sem greint var frá ráðningu Sölva Geirs til næstu þriggja áraVísir/EINAR „Afi hringdi alls ekki sáttur“ Samhliða því að starfa sem aðstoðarþjálfari Víkings Reykjavíkur á síðasta ári var Sölvi Geir hluti af þjálfarateymi íslenska landsliðsins undir stjórn Age Hareide. Nú þegar að Arnar er tekinn við bjuggust kannski margir við því að Skagamaðurinn myndi halda Sölva í teyminu en svo er nú aldeilis ekki. Segja má að Arnar hafi rekið Sölva úr teyminu í beinni útsendingu á Stöð 2 Vísi á dögunum á blaðamannafundi þegar að hann var kynntur sem nýr landsliðsþjálfari. Sölvi Geir tók vel í þetta útspil Arnars á fundinum en afi hans var ekki alveg með á hreinu að um góðan húmor þeirra á milli væri að ræða þó vissulega verði Sölvi ekki áfram í teymi landsliðsins. „Það var góður banter hjá honum. Ég hafði mjög gaman af því. Afi minn hringdi í mig alls ekki sáttur með þetta. Ég held hann hafi ekki lesið fréttina alveg í gegn. Hann skildi ekkert í því hvernig hann gat rekið mig í beinni útsendingu. Þetta var bara skemmtilegur banter. Ég tók vel í þetta.“ Smávægilegar breytingar í farvatninu Fyrsta starf Sölva sem aðalþjálfari hjá einu sigursælasta liði Íslands undanfarin ár. „Þetta gerist ekki stærra en akkúrat þetta starf. En ég tek því bara fagnandi. Nú er ég, eins og kannski flestir vita, að stíga mín fyrstu skref sem aðalþjálfari. Ég get því ekki tekið því rólega og komið mér rólega af stað. Ég hoppa út í djúpu laugina og verð að gjöra svo vel að standa mig. Ég held líka að það ýti mér upp á næsta stig mun fljótar. Að þurfa að takast á við svo stórt verkefni. Þá kannski tek ég framförum í starfi mun hraðar í kjölfarið. Síðan að ég tók við þessu er hausinn ekki búinn að stoppa. Það hafa margar hugmyndir fengið að fljúga. Sölvi Geir Ottesen stýrði Víkingum í fjarveru Arnars Gunnlaugssonar sem var í leikbanni.Vísir/Anton Brink En er hann að fara breyta miklu út frá vananum frá því hvernig Arnar setti upp hlutina? „Það eru ákveðin áhersluatriði. Hvernig ég sé fótboltann þegar kemur að varnar- eða sóknarleik. Þetta eru ekki miklar breytingar sem munu eiga sér stað, allavegana ekki til að byrja með. Við erum í raun og veru enn í keppni sem er áframhald af keppni sem við hófum leik í á síðasta ári. Til að byrja með verða ekki það miklar drastískar breytingar á þessu. En vissulega koma inn lítil smáatriði hér og þar, aðeins öðruvísi áherslur á fasa innan leiksins. Við munum bara halda áfram að spila eins og við höfum verið að gera.“ Frá blaðamannafundi gærdagsins þar sem greint var frá ráðningu Sölva Geirs til næstu þriggja áraVísir/EINAR Markmiðið að sækja báða titla Þjálfarar liða í efstu deild hér á landi þurfa að vera með KSÍ A þjálfaragráðuna. Enn sem komið er býr Sölvi að UEFA B þjálfaragráðunni en innan tíðar verður A-gráðan komin í hús. „Ég kláraði hluta af henni í Danmörku og lokaverkefnið í þeirri gráðu tek ég núna í febrúar. Ég ætti því að klára A gráðuna þá.“ Víkingar eru komnir langt í Evrópu, eiga fyrir höndum einvígi gegn Panathinaikos í Sambandsdeildinni en hér heima á síðasta tímabili, sem ríkjandi meistarar, lutu þeir í lægra haldi fyrir Breiðabliki í deildinni og KA í úrslitaleik Bikarsins. Stefnan er að kvitta fyrir það á komandi tímabili. „Það er klárlega okkar markmið og við erum ekkert feimnir við að segja það. Þú vilt alltaf gera betur heldur en á síðasta tímabili og það þýðir bara eitt. Við viljum vinna Íslandsmeistara- og bikarmeistaratitilinn. Það eru klárlega okkar markmið.“
Fótbolti Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti