Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. janúar 2025 16:46 Cole Palmer hefur slegið í gegn síðan að hann var keyptur til Chelsea frá Manchester City. Getty/Julian Finney Tengsl eins besta leikmanns ensku úrvalsdeildarinnar til eyríkis í Karíbahafi hefur vakið forvitni margra. Cole Palmer hefur verið frábær síðan að Chelsea keypti hann frá Manchester City. Hann er algjör lykilmaður í sóknarleik liðsins. Frammistaðan hans hefur vakið mikla athygli og honum miklar vinsældir meðal ungra fótboltaáhugamanna. Hver þekkir ekki kuldafagnið hans þegar hann lætur eins og honum sé svo kalt enda alveg ískaldur í og kringum vítateig mótherjanna. Það vita líka flestir að Palmer er enskur landsliðsmaður og væntanlega framtíðarstjarna enska landsliðsins. Færri þekkja aftur á móti sterk tengsla hans við litla þjóð í Karabíska hafinu. Palmer er svo ánægður með tengsl sín þangað að hann spilar í skóm sem á eru fáni Sankti Kitts og Nevis. Fáni eyríkisins er við hlið enska fánans. Ástæðan er að hann er þarna að heiðra fjölskyldu sína. Afi hans, Sterry, fæddist á Sankti Kitts og Nevis en hann flutti síðan til Manchester árið 1960. Breska ríkisútvarpið sendi útsendara sinn til eyjanna Sankti Kitts og Nevis sem er tveggja eyja eyríki í Karíbahafi. Þeir komust að því að Chelsea er vinsælasta fótboltafélagið á eyjunni en þar búa tæplega 48 þúsund manns. Það er meira pláss á sjö leikvöngum í ensku úrvalsdeildinni. Krakkarnir á Sankti Kitts og Nevis eru vissir um það að Palmer sé besti fótboltamaður heims og jafnvel betri en sjálfur Messi. Hvað varðar landslið Sankti Kitts og Nevis þá er það í 144. sæti á FIFA-listanum. Einn frægasti leikmaður liðsins er Lois Maynard sem er frændi Marcus Rashford. Forsætisráðherrann á eyjunum er líka gríðarlega stoltur af Palmer og afrekum hans. „Þegar Cole Palmer stígur inn á völlinn þá er ég viss um að hann heyrir rödd afa sína í huganum: ‚Mínar rætur, þínar rætur',“ sagði Dr. Terrence Drew, forsætisráðherra Sankti Kitts og Nevis. „Rætur hans eru á lítill eyju í Karíbahafi. Fjölskylda hans fluttist til Bretlands og hann hefur náð að koma sér upp metorðastigann í enska fótboltanum. Það er mikill innblástur fyrir alla hér. Þetta er áhrifamikil saga,“ sagði Drew. Á þessu tímabili er Palmer með fjórtán mörk og sex stoðsendingar í 22 leikjum í ensku úrvalsdeildinni en á fyrsta tímabili hans með Chelsea var hann með 22 mörk og 11 stoðsendingar í 34 leikjum í ensku úrvalsdeildinni. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) Enski boltinn Sankti Kitts og Nevis Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Sjá meira
Cole Palmer hefur verið frábær síðan að Chelsea keypti hann frá Manchester City. Hann er algjör lykilmaður í sóknarleik liðsins. Frammistaðan hans hefur vakið mikla athygli og honum miklar vinsældir meðal ungra fótboltaáhugamanna. Hver þekkir ekki kuldafagnið hans þegar hann lætur eins og honum sé svo kalt enda alveg ískaldur í og kringum vítateig mótherjanna. Það vita líka flestir að Palmer er enskur landsliðsmaður og væntanlega framtíðarstjarna enska landsliðsins. Færri þekkja aftur á móti sterk tengsla hans við litla þjóð í Karabíska hafinu. Palmer er svo ánægður með tengsl sín þangað að hann spilar í skóm sem á eru fáni Sankti Kitts og Nevis. Fáni eyríkisins er við hlið enska fánans. Ástæðan er að hann er þarna að heiðra fjölskyldu sína. Afi hans, Sterry, fæddist á Sankti Kitts og Nevis en hann flutti síðan til Manchester árið 1960. Breska ríkisútvarpið sendi útsendara sinn til eyjanna Sankti Kitts og Nevis sem er tveggja eyja eyríki í Karíbahafi. Þeir komust að því að Chelsea er vinsælasta fótboltafélagið á eyjunni en þar búa tæplega 48 þúsund manns. Það er meira pláss á sjö leikvöngum í ensku úrvalsdeildinni. Krakkarnir á Sankti Kitts og Nevis eru vissir um það að Palmer sé besti fótboltamaður heims og jafnvel betri en sjálfur Messi. Hvað varðar landslið Sankti Kitts og Nevis þá er það í 144. sæti á FIFA-listanum. Einn frægasti leikmaður liðsins er Lois Maynard sem er frændi Marcus Rashford. Forsætisráðherrann á eyjunum er líka gríðarlega stoltur af Palmer og afrekum hans. „Þegar Cole Palmer stígur inn á völlinn þá er ég viss um að hann heyrir rödd afa sína í huganum: ‚Mínar rætur, þínar rætur',“ sagði Dr. Terrence Drew, forsætisráðherra Sankti Kitts og Nevis. „Rætur hans eru á lítill eyju í Karíbahafi. Fjölskylda hans fluttist til Bretlands og hann hefur náð að koma sér upp metorðastigann í enska fótboltanum. Það er mikill innblástur fyrir alla hér. Þetta er áhrifamikil saga,“ sagði Drew. Á þessu tímabili er Palmer með fjórtán mörk og sex stoðsendingar í 22 leikjum í ensku úrvalsdeildinni en á fyrsta tímabili hans með Chelsea var hann með 22 mörk og 11 stoðsendingar í 34 leikjum í ensku úrvalsdeildinni. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport)
Enski boltinn Sankti Kitts og Nevis Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Sjá meira