Handbolti

Líkurnar á að Ís­land komist í átta liða úr­slit aukist um 66 prósent

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ýmir Örn Gíslason fagnar í leiknum gegn Slóveníu. Ísland vann hann, 18-23.
Ýmir Örn Gíslason fagnar í leiknum gegn Slóveníu. Ísland vann hann, 18-23. vísir/vilhelm

Í tilefni þess að íslenska karlalandsliðið í handbolta hefur leik í milliriðli á HM í dag var Háskólinn í Reykjavík með sérstaka HR stofu. Gestir hennar voru Patrekur Jóhannesson og Arnar Pétursson auk þess sem Dr. Peter O'Donoghue kynnti uppfært spálíkan sitt.

HR stofan hófst klukkan 14:00 en upptöku frá henni má sjá hér fyrir neðan.

Íslendingar mæta Egyptum í kvöld í fyrsta leik sínum í milliriðli 4 á HM í kvöld. Bæði lið tóku fjögur stig með sér í milliriðilinn.

Samkvæmt spálíkani Peters eru 66,3 prósent líkur á að Ísland komist í átta liða úrslit HM. Líkurnar á að Íslendingar komist í undanúrslit eru 22,4 prósent, í úrslit 7,9 prósent og að þeir verði heimsmeistarar 2,5 prósent.

Egyptar eiga mesta möguleika á að komast í átta liða úrslit af liðunum í milliriðli 4, eða 78,2 prósent. Slóvenar eiga 35,6 prósent líkur á að komast í átta liða úrslit og heimalið Króata, sem Dagur Sigurðsson þjálfar, á aðeins 18,9 prósent líkur á að komast áfram.

Leikur Íslands og Egyptalands hefst klukkan 19:30 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Hann verður svo gerður ítarlega upp í máli og myndum á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×