Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar 22. janúar 2025 14:01 Öryggi er ein af grunnþörfum fólks. Einn mikilvægur þáttur í öryggiskennd fólks er skjól gegn veðri og vindum. Okkur sem samfélagi ber að tryggja að þeir sem leita aðstoðar og verndar geti fengið húsaskjól. Á hverju ári leita um 300 einstaklingar, á aldrinum 18 til 70 ára, í neyðarskýli Reykjavíkurborgar fyrir heimilislausa með miklar og flóknar þjónustuþarfir. Neyðarskýli eru, eins og nafnið gefur til kynna, neyðarúrræði. Þau eru ekki hönnuð sem langtímalausn, hvað þá varanleg heimili. Í dag rekur Reykjavíkurborg þrjú neyðarskýli – tvö fyrir karla og eitt fyrir konur. Árið 2023 voru samtals 21.168 gistinætur skráðar í neyðarskýlum borgarinnar. Þó sumir dvelji þar aðeins í nokkra daga, dvelja aðrir þar árum saman. Til að bregðast við þessu hefur Reykjavíkurborg hafið uppbyggingu á þrepaskiptri þjónustu með það að markmiði að stuðla að varanlegri búsetu. Slík þjónusta hefur gefist vel erlendis og byggir á hugmyndafræðinni „húsnæði fyrst“ (e. Housing First). Húsnæði fyrst Hugmyndafræðin „húsnæði fyrst“ viðurkennir grunnþörf manna til húsaskjóls. Þegar henni er mætt dregur úr örvæntingu fólks og fólk getur þá betur ráðið við aðrar áskoranir lífsins, en heimilislausir einstaklingar glíma oft við geð- eða vímuefnavanda eða afleiðingar alvarlegra áfalla. Nágrannalönd okkar líta ekki á neyðarskýli sem langtímalausn og hafa byggt upp „húsnæði fyrst“ úrræði með góðum árangri. Reykjavíkurborg hefur verið að þróa þetta áfram á síðustu árum meðal annars með smáhýsum og búsetukjörnum með stuðningi. Þrepaskipt þjónusta – endurskoðuð aðgerðaáætlun Reykjavíkurborgar Í gær var endurskoðuð aðgerðaáætlun Reykjavíkurborgar með stefnu í málaflokki heimilislausra með miklar og flóknar þjónustuþarfir samþykkt í borgarstjórn með öllum greiddum atkvæðum. Þar er meðal annars lagt upp með að auka uppbyggingu á varanlegu húsnæði og þrepaskipta þjónustu við heimilislaust fólk. Markmiðið er að koma fólki í sjálfstæða búsetu eða húsnæði með stuðningi í stað neyðarskýla. Þjónustan skiptist í fjögur þrep og má líkja því við tröppugang. Fólk fær fyrst um sinn mikla þjónustu á meðan það vinnur úr ýmsum áskorunum og hefur sjálfstæða búsetu. Sú þjónusta minnkar ef fólk vill og er tilbúið að fara í næsta þrep í átt að sjálfstæðri og varanlegri búsetu. Samhliða aukinni áherslu á uppbyggingu varanlegs húsnæðis dregur oftast nær smám saman úr þörfinni fyrir neyðarrými. Fólk er þá alltaf í þjónustukeðjunni og fókusinn færist frá bráðalausnum yfir í sjálfbær úrræði sem styðja einstaklinga til sjálfshjálpar og leggja áherslu á skaðaminnkun. Þörf fyrir samstarf milli sveitarfélaga Heimilisleysi er ekki bundið við eitt sveitarfélag. Um þriðjungur þeirra sem dvelja í neyðarskýlum Reykjavíkur eru annaðhvort skráðir með lögheimili í öðrum sveitarfélögum eða án kennitölu. Þó flest sveitarfélög séu með samning við Reykjavíkurborg um greiðslu kostnaðar sem fellur til vegna dvalar íbúa í neyðarskýlum eru dæmi um að sveitarfélög hafni því að greiða fyrir þessa þjónustu. Þau hafa jafnvel hvatt til þess að lögheimili íbúa sé fært til Reykjavíkur. Þá mun ofangreind húsnæðisuppbygging Reykjavíkurborgar einungis þjóna íbúum Reykjavíkurborgar enda fá einstaklingar einungis úthlutað húsnæði á félagslegum grundvelli í þeirra lögheimilissveitarfélagi. Hér er markmiðið ekki að lasta önnur sveitarfélög. Heldur að varpa ljósi á þá stöðu sem kann að skapast samhliða aukinni uppbyggingu á „húsnæði fyrst“ úrræðum þ.e. að notendur neyðarskýla borgarinnar verði að mestu íbúar annarra sveitarfélaga ráðist önnur sveitarfélög ekki í sambærilega uppbyggingu fyrir sína íbúa. Slíkt fyrirkomulag væri ekki sjálfbært og ekki til þess að skapa fólki mannsæmandi líf. Þjóðarstefna – hagur allra Fólk sem býr við heimilisleysi eru mun líklegri en aðrir til að glíma við geðrænar áskoranir, líkamleg veikindi, vímuefnavanda og þunga áfallasögu. Aukinheldur eru þau líklegri til að eiga mál innan réttarvörslukerfisins og þurfa á aðkomu heilbrigðiskerfisins að halda fremur en einstaklingar sem tilheyra ekki þessum hópi. Veikindi geta leitt til þess að sumir þurfa á hjúkrunarrými á að halda þrátt fyrir að vera undir aldursviðmiðun hjúkrunarheimila. Heimilislausar konur eru þá mun líklegri til að verða fyrir kynferðisofbeldi og ofbeldi í nánum samböndum er ein algengasta orsök heimilisleysis kvenna. Það er því nauðsynlegt að samþætta þjónustu kerfa til að mæta þörfum fólks á heildstæðan hátt. Úrræði eins og „húsnæði fyrst“ og markviss stuðningur getur dregið úr kostnaði í heilbrigðis- og réttarkerfinu. Erlendis hefur það reynst draga úr fjölda bráðakoma og innlagna á sjúkrahús, notkunar á neyðarathvörfum sem og tíðni fangelsunar og vímuefnameðferða. Mikilvægast er þó að varanlegt húsnæði bætir lífsgæði einstaklinga og fjölskyldna þeirra. Það er því hagur ríkisins að taka með virkari hætti þátt í slíkri uppbyggingu. Þjóðarstefna sem byggir á skaðaminnkun og samþættingu á þjónustu fyrir heimilislausa með miklar og flóknar þjónustuþarfir sem og skilgreiningu á ábyrgð ríkis og sveitarfélaga er þjóðþrifamál. Ekki aðeins fyrir hag þeirra sem þurfa mest á hjálp að halda, heldur fyrir allt samfélagið. Höfundur er borgarfulltrúi Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnea Gná Jóhannsdóttir Framsóknarflokkurinn Borgarstjórn Reykjavík Málefni heimilislausra Félagsmál Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Öryggi er ein af grunnþörfum fólks. Einn mikilvægur þáttur í öryggiskennd fólks er skjól gegn veðri og vindum. Okkur sem samfélagi ber að tryggja að þeir sem leita aðstoðar og verndar geti fengið húsaskjól. Á hverju ári leita um 300 einstaklingar, á aldrinum 18 til 70 ára, í neyðarskýli Reykjavíkurborgar fyrir heimilislausa með miklar og flóknar þjónustuþarfir. Neyðarskýli eru, eins og nafnið gefur til kynna, neyðarúrræði. Þau eru ekki hönnuð sem langtímalausn, hvað þá varanleg heimili. Í dag rekur Reykjavíkurborg þrjú neyðarskýli – tvö fyrir karla og eitt fyrir konur. Árið 2023 voru samtals 21.168 gistinætur skráðar í neyðarskýlum borgarinnar. Þó sumir dvelji þar aðeins í nokkra daga, dvelja aðrir þar árum saman. Til að bregðast við þessu hefur Reykjavíkurborg hafið uppbyggingu á þrepaskiptri þjónustu með það að markmiði að stuðla að varanlegri búsetu. Slík þjónusta hefur gefist vel erlendis og byggir á hugmyndafræðinni „húsnæði fyrst“ (e. Housing First). Húsnæði fyrst Hugmyndafræðin „húsnæði fyrst“ viðurkennir grunnþörf manna til húsaskjóls. Þegar henni er mætt dregur úr örvæntingu fólks og fólk getur þá betur ráðið við aðrar áskoranir lífsins, en heimilislausir einstaklingar glíma oft við geð- eða vímuefnavanda eða afleiðingar alvarlegra áfalla. Nágrannalönd okkar líta ekki á neyðarskýli sem langtímalausn og hafa byggt upp „húsnæði fyrst“ úrræði með góðum árangri. Reykjavíkurborg hefur verið að þróa þetta áfram á síðustu árum meðal annars með smáhýsum og búsetukjörnum með stuðningi. Þrepaskipt þjónusta – endurskoðuð aðgerðaáætlun Reykjavíkurborgar Í gær var endurskoðuð aðgerðaáætlun Reykjavíkurborgar með stefnu í málaflokki heimilislausra með miklar og flóknar þjónustuþarfir samþykkt í borgarstjórn með öllum greiddum atkvæðum. Þar er meðal annars lagt upp með að auka uppbyggingu á varanlegu húsnæði og þrepaskipta þjónustu við heimilislaust fólk. Markmiðið er að koma fólki í sjálfstæða búsetu eða húsnæði með stuðningi í stað neyðarskýla. Þjónustan skiptist í fjögur þrep og má líkja því við tröppugang. Fólk fær fyrst um sinn mikla þjónustu á meðan það vinnur úr ýmsum áskorunum og hefur sjálfstæða búsetu. Sú þjónusta minnkar ef fólk vill og er tilbúið að fara í næsta þrep í átt að sjálfstæðri og varanlegri búsetu. Samhliða aukinni áherslu á uppbyggingu varanlegs húsnæðis dregur oftast nær smám saman úr þörfinni fyrir neyðarrými. Fólk er þá alltaf í þjónustukeðjunni og fókusinn færist frá bráðalausnum yfir í sjálfbær úrræði sem styðja einstaklinga til sjálfshjálpar og leggja áherslu á skaðaminnkun. Þörf fyrir samstarf milli sveitarfélaga Heimilisleysi er ekki bundið við eitt sveitarfélag. Um þriðjungur þeirra sem dvelja í neyðarskýlum Reykjavíkur eru annaðhvort skráðir með lögheimili í öðrum sveitarfélögum eða án kennitölu. Þó flest sveitarfélög séu með samning við Reykjavíkurborg um greiðslu kostnaðar sem fellur til vegna dvalar íbúa í neyðarskýlum eru dæmi um að sveitarfélög hafni því að greiða fyrir þessa þjónustu. Þau hafa jafnvel hvatt til þess að lögheimili íbúa sé fært til Reykjavíkur. Þá mun ofangreind húsnæðisuppbygging Reykjavíkurborgar einungis þjóna íbúum Reykjavíkurborgar enda fá einstaklingar einungis úthlutað húsnæði á félagslegum grundvelli í þeirra lögheimilissveitarfélagi. Hér er markmiðið ekki að lasta önnur sveitarfélög. Heldur að varpa ljósi á þá stöðu sem kann að skapast samhliða aukinni uppbyggingu á „húsnæði fyrst“ úrræðum þ.e. að notendur neyðarskýla borgarinnar verði að mestu íbúar annarra sveitarfélaga ráðist önnur sveitarfélög ekki í sambærilega uppbyggingu fyrir sína íbúa. Slíkt fyrirkomulag væri ekki sjálfbært og ekki til þess að skapa fólki mannsæmandi líf. Þjóðarstefna – hagur allra Fólk sem býr við heimilisleysi eru mun líklegri en aðrir til að glíma við geðrænar áskoranir, líkamleg veikindi, vímuefnavanda og þunga áfallasögu. Aukinheldur eru þau líklegri til að eiga mál innan réttarvörslukerfisins og þurfa á aðkomu heilbrigðiskerfisins að halda fremur en einstaklingar sem tilheyra ekki þessum hópi. Veikindi geta leitt til þess að sumir þurfa á hjúkrunarrými á að halda þrátt fyrir að vera undir aldursviðmiðun hjúkrunarheimila. Heimilislausar konur eru þá mun líklegri til að verða fyrir kynferðisofbeldi og ofbeldi í nánum samböndum er ein algengasta orsök heimilisleysis kvenna. Það er því nauðsynlegt að samþætta þjónustu kerfa til að mæta þörfum fólks á heildstæðan hátt. Úrræði eins og „húsnæði fyrst“ og markviss stuðningur getur dregið úr kostnaði í heilbrigðis- og réttarkerfinu. Erlendis hefur það reynst draga úr fjölda bráðakoma og innlagna á sjúkrahús, notkunar á neyðarathvörfum sem og tíðni fangelsunar og vímuefnameðferða. Mikilvægast er þó að varanlegt húsnæði bætir lífsgæði einstaklinga og fjölskyldna þeirra. Það er því hagur ríkisins að taka með virkari hætti þátt í slíkri uppbyggingu. Þjóðarstefna sem byggir á skaðaminnkun og samþættingu á þjónustu fyrir heimilislausa með miklar og flóknar þjónustuþarfir sem og skilgreiningu á ábyrgð ríkis og sveitarfélaga er þjóðþrifamál. Ekki aðeins fyrir hag þeirra sem þurfa mest á hjálp að halda, heldur fyrir allt samfélagið. Höfundur er borgarfulltrúi Framsóknar.
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun