Myndbandsdómgæslan var tekin upp í Noregi árið 2023 og voru Norðmenn þá að fylgja eftir stærstu deildum í Evrópu. Alls staðar hafa komið um umdeild mál og í öllum löndum þykir Varsjáin hafa allt of mikil áhrif á fótboltaleiki.
Í Noregi virðist óánægjan hins vegar vera meiri en annars staðar.
Óvinsældir myndbandsdómgæslunnar í Noregi kölluðu fram mótmælaaðgerðir hjá stuðningsmönnum félaganna. Það þurfti meðal annars að hætta leik þegar stuðningsmenn hentu fiskibollum inn á völlinn.
Það þurfti líka að stöðva leiki þegar kampavínstappar, smábrauð og tennisboltar flugu inn á völlinn í mótmælaskyni.
Stuðningsfólkið kallaði eftir umræðu og samtali við þá um framtíðarfyrirkomulagið. Félögin hafa nú tekið málið fyrir hjá sér í heimabyggð og síðan fór fram kosning.
Félögin í efstu tveimur deildunum í Noregi kusu loks um framtíð myndbandsdómgæslu í gær og niðurstaða þeirra kosningar var að henda Varsjánni úr úr norskum fótbolta.
Kosning félaganna er reyndar ekki endanleg því það er síðan undir stjórn norska knattspyrnusambandsins að taka lokaákvörðunina.
Norska sambandið tekur málið fyrir í mars og hefur enn vald til að hunsa atkvæðagreiðslu félaganna. Verdens Gang fjallar um málið.