„Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. janúar 2025 08:02 Aron Pálmarsson skoraði átta mörk úr aðeins tíu skotum í sigrinum á Egyptum á HM i gær. Vísir/Vilhelm Landsliðsfyrirliðinn Aron Pálmarsson hefur átt magnað heimsmeistaramót og sýndi enn á ný mikilvægi sitt í frábærum sigri á sterku liði Egypta í gærkvöldi. Einar Jónsson og Bjarni Fritzson mættu til Stefáns Árna Pálssonar í hlaðvarpsþáttinn Besta sætið og gerðu upp frækinn 27-24 sigur Íslands á Egyptum á HM í handbolta. Liðið hefur nú unnið fyrstu fjóra leikina á mótinu. „Ef það er einhver í íslenska landsliðinu að hlusta á þennan þátt, látiði Aron hlusta á hann,“ sagði Stefán Árni Pálsson en landsliðsfyrirliðinn fékk mikið hrós hjá þeim félögum. „Þið munið pottþétt nota það sem fyrirsögn sem Einar sagði áðan: Aron Pálmars, Messi handboltans,“ sagði Bjarni Fritzson. Einar var í ham enda afar ánægður með framlag Arons í þessu móti til þessa. „Ég er svo mikill handboltamaður en ég gæti alveg snúið þessu við og sagt: Messi er Aron fótboltans. Til að höfða til fjöldans,“ sagði Einar Jónsson léttur. Ég elska gaurinn „Ég fer ekkert leynt með það. Ég elska gaurinn. Að horfa á manninn spila handbolta. Þetta er bara list,“ sagði Einar. „Ólafur Stefánsson. Það er bara list,“ sagði Einar en Stefán Árni greip það á lofti og spurði Einar hreint út hver væri besti íslenski handboltamaður allra tíma. „Það er Ólafur Stefánsson. Ólafur Stefánsson er besti handboltamaður sem spilað hefur og að mínu mati er Ólafur einn af þremur bestu handboltamönnum í heiminum nokkurn tímann,“ sagði Einar. „Aron Pálmarsson er getulega þarna. Það sem við horfum alltaf í er árangur landsliðsins og hans ferill með landsliðinu,“ sagði Einar og vildi líkja Aroni við Eið Smára Guðjohnsen þegar kemur að árangri með landsliðinu. „Náðu báðir geðveikum árangri með félagsliðum og allt það. Óli náði þessu öllu. Aron er betri handboltamaður en Óli Stef. Þegar þú horfir á hann inn á handboltavelli. Hann er geðveikur,“ sagði Einar. Það er eitthvað að fara að gerast „Mér finnst Aron núna og á síðasta móti líka, þó að síðasta móti hafi ekki verið eitthvað stórkostlegt, þá sá ég eitthvað í Aroni sem var bara: Það er eitthvað að fara að gerast þarna,“ sagði Einar. „Ef hann heldur áfram sem horfir þá vonandi fáum við að fara að fá eitthvað meira frá landsliðinu,“ skaut Bjarni inn í. „Þetta kom seint hjá Óla. Hann var við það að floppa,“ sagði Einar í léttum tón. Það má finna alla umræðuna um Aron og landsliðið hér fyrir neðan en þar er af nægu að taka enda menn í miklu stuði eftir frábæran sigur. HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Besta sætið Mest lesið Sanchez sleppt úr haldi Sport Mun Zidane taka við af Deschamps? Sport Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Fótbolti Hilmar skoraði 11 stig í sigri Körfubolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Handbolti Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Körfubolti Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Fótbolti Fleiri fréttir Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Sjá meira
Einar Jónsson og Bjarni Fritzson mættu til Stefáns Árna Pálssonar í hlaðvarpsþáttinn Besta sætið og gerðu upp frækinn 27-24 sigur Íslands á Egyptum á HM í handbolta. Liðið hefur nú unnið fyrstu fjóra leikina á mótinu. „Ef það er einhver í íslenska landsliðinu að hlusta á þennan þátt, látiði Aron hlusta á hann,“ sagði Stefán Árni Pálsson en landsliðsfyrirliðinn fékk mikið hrós hjá þeim félögum. „Þið munið pottþétt nota það sem fyrirsögn sem Einar sagði áðan: Aron Pálmars, Messi handboltans,“ sagði Bjarni Fritzson. Einar var í ham enda afar ánægður með framlag Arons í þessu móti til þessa. „Ég er svo mikill handboltamaður en ég gæti alveg snúið þessu við og sagt: Messi er Aron fótboltans. Til að höfða til fjöldans,“ sagði Einar Jónsson léttur. Ég elska gaurinn „Ég fer ekkert leynt með það. Ég elska gaurinn. Að horfa á manninn spila handbolta. Þetta er bara list,“ sagði Einar. „Ólafur Stefánsson. Það er bara list,“ sagði Einar en Stefán Árni greip það á lofti og spurði Einar hreint út hver væri besti íslenski handboltamaður allra tíma. „Það er Ólafur Stefánsson. Ólafur Stefánsson er besti handboltamaður sem spilað hefur og að mínu mati er Ólafur einn af þremur bestu handboltamönnum í heiminum nokkurn tímann,“ sagði Einar. „Aron Pálmarsson er getulega þarna. Það sem við horfum alltaf í er árangur landsliðsins og hans ferill með landsliðinu,“ sagði Einar og vildi líkja Aroni við Eið Smára Guðjohnsen þegar kemur að árangri með landsliðinu. „Náðu báðir geðveikum árangri með félagsliðum og allt það. Óli náði þessu öllu. Aron er betri handboltamaður en Óli Stef. Þegar þú horfir á hann inn á handboltavelli. Hann er geðveikur,“ sagði Einar. Það er eitthvað að fara að gerast „Mér finnst Aron núna og á síðasta móti líka, þó að síðasta móti hafi ekki verið eitthvað stórkostlegt, þá sá ég eitthvað í Aroni sem var bara: Það er eitthvað að fara að gerast þarna,“ sagði Einar. „Ef hann heldur áfram sem horfir þá vonandi fáum við að fara að fá eitthvað meira frá landsliðinu,“ skaut Bjarni inn í. „Þetta kom seint hjá Óla. Hann var við það að floppa,“ sagði Einar í léttum tón. Það má finna alla umræðuna um Aron og landsliðið hér fyrir neðan en þar er af nægu að taka enda menn í miklu stuði eftir frábæran sigur.
HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Besta sætið Mest lesið Sanchez sleppt úr haldi Sport Mun Zidane taka við af Deschamps? Sport Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Fótbolti Hilmar skoraði 11 stig í sigri Körfubolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Handbolti Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Körfubolti Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Fótbolti Fleiri fréttir Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Sjá meira