Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar 23. janúar 2025 22:33 Lögbrot eða ekki lögbrot. Foreldrar leikskólabarna eru mjög leiðir og reiðir yfir því að Kennarasambandið sé að brjóta á réttindum barna þeirra og ætla því í mál við Kennarasambandið vegna verkfalla sem hafa haft áhrif á líf og framavonir leikskólabarnanna. Það er gott og blessað að fara í mál þegar á manni er brotið. Ég vil hins vegar benda þessum foreldrum sem bera hag barna sinna fyrir brjósti að annað lögbrot hefur fengið að viðgangast ansi lengi en það er ráðning starfsfólks í leikskóla í stað kennara. Skv. 14 grein laga nr. 95 frá 2019 ber að hafa 2/3 hluta stöðugilda við kennslu mannaða með kennaramenntuðu starfsmanna. Það hefur ekki verið gert ansi lengi.Það eru tvær leiðir til að nálgast þessa tölu. Annars vegar að segja upp ófaglærðu starfsfólki þar til 2/3 hluti er kennaramennað eða hækka laun kennara þannig að það verði eftirsótt að sækja í námið og svo starfið þegar útskrift hefur átt sér stað. Það er mun betri leið og sú leið sem ætti að hugnast áhyggjufullum foreldrum sem óttast að börnin séu að missa af mikilvægum kennslustundum í leikskólum landsins. Það er alveg víst að ef launin væru mannsæmandi þá væri ekki verkfall og þá væri ekki þessi ótti foreldra um framavonir barna sinna.Það er búið að vinna að því í mörg ár að bæta og þróa samstarf heimila og skóla. Sú vinna hefur skilað mörgum góðum verkefnum og stefnumótun grunnskólanna hefur fengið umfjöllun hjá samtökunum og þau virk í alls kyns vinnu í leik- og grunnskólum. Nú er komið að því að foreldrar fylki sér á bak við kennara og sýni að þetta samstarf gengur í báðar áttir. Nú þurfa kennarar stuðning foreldra en ekki árásir af þeirra hálfu.Hvernig væri að fylkja sér á bak við kennarana sem koma svo til með að sinna börnum þessara foreldra og hvetja sveitarfélög til að greiða þessu fólki, sem höndlar á hverjum degi með það mikilvægasta í lífi hvers foreldris - börnin þeirra, mannsæmandi laun. Hvernig væri að kæra sveitarfélögin fyrir brot á ofangreindum lögum. Hvernig væri að pressa á sveitarfélag viðkomandi foreldra til að ganga til - ekki samninga- heldur til þess að standa við þegar gerða samninga.Í síðustu grein sem ég skrifaði reiknaði ég út að ég væri búinn að tapa 13,5 milljónum miðað við að launin hefðu verið jöfnuð á sama tíma og lífeyrisréttindin voru skert. Sú tala var fundin með lágmarks hækkun sem kennarar fara fram á. Talan var ekki uppreiknuð til þess verðlags sem er núna. Þetta er ekki tala sem við förum fram á að fá greitt. Þetta er einfaldlega sá peningur sem hver kennari hefur tapað að lágmarki á því að fresta helmingi samningsins um 8 ár.Ýtum við sveitarstjórnum. Þær bera ábyrgð á því að kennarar sinni kennslu barnanna ykkar. Þær bera ábyrgð á því að leik- og grunnskólar landsins séu mannaðir með fagfólki sem eru sérfræðingar á sínu sviði. Höfundur er kennari á Akureyri og í stjórn og samninganefnd FG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024-25 Mest lesið Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Lögbrot eða ekki lögbrot. Foreldrar leikskólabarna eru mjög leiðir og reiðir yfir því að Kennarasambandið sé að brjóta á réttindum barna þeirra og ætla því í mál við Kennarasambandið vegna verkfalla sem hafa haft áhrif á líf og framavonir leikskólabarnanna. Það er gott og blessað að fara í mál þegar á manni er brotið. Ég vil hins vegar benda þessum foreldrum sem bera hag barna sinna fyrir brjósti að annað lögbrot hefur fengið að viðgangast ansi lengi en það er ráðning starfsfólks í leikskóla í stað kennara. Skv. 14 grein laga nr. 95 frá 2019 ber að hafa 2/3 hluta stöðugilda við kennslu mannaða með kennaramenntuðu starfsmanna. Það hefur ekki verið gert ansi lengi.Það eru tvær leiðir til að nálgast þessa tölu. Annars vegar að segja upp ófaglærðu starfsfólki þar til 2/3 hluti er kennaramennað eða hækka laun kennara þannig að það verði eftirsótt að sækja í námið og svo starfið þegar útskrift hefur átt sér stað. Það er mun betri leið og sú leið sem ætti að hugnast áhyggjufullum foreldrum sem óttast að börnin séu að missa af mikilvægum kennslustundum í leikskólum landsins. Það er alveg víst að ef launin væru mannsæmandi þá væri ekki verkfall og þá væri ekki þessi ótti foreldra um framavonir barna sinna.Það er búið að vinna að því í mörg ár að bæta og þróa samstarf heimila og skóla. Sú vinna hefur skilað mörgum góðum verkefnum og stefnumótun grunnskólanna hefur fengið umfjöllun hjá samtökunum og þau virk í alls kyns vinnu í leik- og grunnskólum. Nú er komið að því að foreldrar fylki sér á bak við kennara og sýni að þetta samstarf gengur í báðar áttir. Nú þurfa kennarar stuðning foreldra en ekki árásir af þeirra hálfu.Hvernig væri að fylkja sér á bak við kennarana sem koma svo til með að sinna börnum þessara foreldra og hvetja sveitarfélög til að greiða þessu fólki, sem höndlar á hverjum degi með það mikilvægasta í lífi hvers foreldris - börnin þeirra, mannsæmandi laun. Hvernig væri að kæra sveitarfélögin fyrir brot á ofangreindum lögum. Hvernig væri að pressa á sveitarfélag viðkomandi foreldra til að ganga til - ekki samninga- heldur til þess að standa við þegar gerða samninga.Í síðustu grein sem ég skrifaði reiknaði ég út að ég væri búinn að tapa 13,5 milljónum miðað við að launin hefðu verið jöfnuð á sama tíma og lífeyrisréttindin voru skert. Sú tala var fundin með lágmarks hækkun sem kennarar fara fram á. Talan var ekki uppreiknuð til þess verðlags sem er núna. Þetta er ekki tala sem við förum fram á að fá greitt. Þetta er einfaldlega sá peningur sem hver kennari hefur tapað að lágmarki á því að fresta helmingi samningsins um 8 ár.Ýtum við sveitarstjórnum. Þær bera ábyrgð á því að kennarar sinni kennslu barnanna ykkar. Þær bera ábyrgð á því að leik- og grunnskólar landsins séu mannaðir með fagfólki sem eru sérfræðingar á sínu sviði. Höfundur er kennari á Akureyri og í stjórn og samninganefnd FG.