Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Valur Páll Eiríksson skrifar 24. janúar 2025 15:31 Janus Daði í djúpum samræðum við stuðningsfólk eftir leik í Zagreb. Vísir/Vilhelm Janus Daði Smárason er klár í slaginn fyrir leik Íslands við Króatíu á HM karla í handbolta í Zagreb í kvöld. Búast má við gríðarmikilli stemningu. „Ég bara vona að Króatarnir fylli höllina. Við spiluðum á móti Króötum 2018 fyrir fullri höll, sem er eftirminnilegt. Við ætlum að vinna Króata á þeirra heimavelli fyrir fullri höll. Það er stefnan og ég sé ekki af hverju við eigum ekki að geta gert það,“ segir Janus Daði í samtali við Vísi. Honum verður sannarlega að ósk sinni. Uppselt er á leik kvöldsins og ljóst að Króatar verða töluvert fleiri en Íslendingar í höllinni. Fjöldi blárra treyja jókst töluvert fyrir síðasta leik við Egypta þar sem Íslendingarnir áttu stúkuna með húði og hári. Það hefur þá fjölgað enn frekar í íslenska hópnum en þónokkrir mættu til borgarinnar í gær og þá kom heil flugvél Icelandair í dag. Króatar leika undir stjórn Dags Sigurðssonar og þá hefur Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, unnið að því að leikgreina leik íslenska liðsins fyrir kvöldið. Það eru fáir sem þekkja íslenska liðið betur, sem gæti haft áhrif. En hvernig leik býst Janus Daði við? „Ég held að Króatarnir verði enn fysískari (en Egyptar). Þeir eru með nokkra morðingja þarna í miðri vörn sem mæta væntanlega brjálaðir með alla orkuna í stúkunni. Króatarnir reyna örugglega líka að keyra í bakið á okkur. Þetta verður bara stríð. Taktíst eru einhver smáatriði en ég held þetta sé bara í hausnum, hver muni vinna leikinn,“ segir Janus. Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í heild í spilaranum. Klippa: Gott að fá Big Mac og búast undir að mæta morðingjum Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Fleiri fréttir Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Sjá meira
„Ég bara vona að Króatarnir fylli höllina. Við spiluðum á móti Króötum 2018 fyrir fullri höll, sem er eftirminnilegt. Við ætlum að vinna Króata á þeirra heimavelli fyrir fullri höll. Það er stefnan og ég sé ekki af hverju við eigum ekki að geta gert það,“ segir Janus Daði í samtali við Vísi. Honum verður sannarlega að ósk sinni. Uppselt er á leik kvöldsins og ljóst að Króatar verða töluvert fleiri en Íslendingar í höllinni. Fjöldi blárra treyja jókst töluvert fyrir síðasta leik við Egypta þar sem Íslendingarnir áttu stúkuna með húði og hári. Það hefur þá fjölgað enn frekar í íslenska hópnum en þónokkrir mættu til borgarinnar í gær og þá kom heil flugvél Icelandair í dag. Króatar leika undir stjórn Dags Sigurðssonar og þá hefur Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, unnið að því að leikgreina leik íslenska liðsins fyrir kvöldið. Það eru fáir sem þekkja íslenska liðið betur, sem gæti haft áhrif. En hvernig leik býst Janus Daði við? „Ég held að Króatarnir verði enn fysískari (en Egyptar). Þeir eru með nokkra morðingja þarna í miðri vörn sem mæta væntanlega brjálaðir með alla orkuna í stúkunni. Króatarnir reyna örugglega líka að keyra í bakið á okkur. Þetta verður bara stríð. Taktíst eru einhver smáatriði en ég held þetta sé bara í hausnum, hver muni vinna leikinn,“ segir Janus. Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í heild í spilaranum. Klippa: Gott að fá Big Mac og búast undir að mæta morðingjum
Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Fleiri fréttir Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni