Við förum yfir stöðuna í kvöldfréttum Stöðvar 2 í opinni dagskrá og sýnum frá allsherjarfundi samninganefnda sambandsins, sem haldinn var í dag. Undirbúningur fyrir verkföll um mánaðamótin er í fullum gangi.
Guðrún Hafsteinsdóttir, fyrrverandi dómsmálaráðherra, íhugar alvarlega að bjóða sig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins á næsta landsfundi flokksins. Við ræðum við hana í fréttatímanum. Fyrrverandi ráðherrar liggja sömuleiðis undir feldi á meðan klukkan tifar.
Sala á Guinness-bjór hefur margfaldast á liðnum árum að sögn bareiganda, sem rekur auknar vinsældir að miklu leyti til samfélagsmiðlaæðis. Þá eru íslenskir djammarar farnir að stela Guinness-glösum í unnvörpum, þannig að borið hefur á glasaskorti á öldurhúsum borgarinnar.
Þá verðum við í beinni útsendingu úr fyrirpartíi í Kópavogi, þar sem gestir gíra sig upp í stærsta þorrablót landsins sem haldið verður í Kórnum í kvöld.
Í sportinu hitum við að sjálfsögðu upp fyrir gríðarmikilvægan leik Íslands og Króatíu á heimsmeistaramóti karla í handbolta. Ísland gæti tryggt sér sigur í riðlinum með sigri gegn Króötum.