Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. janúar 2025 21:49 Logi Geirsson átti erfitt með að trúa því að íslenska landsliðið væri svo gott sem úr leik á HM í handbolta þrátt fyrir að hafa unnið fjóra fyrstu leiki sína. Vísir/Vilhelm Logi Geirsson var sleginn eins og fleiri Íslendingar eftir stóra tapið á móti Króatíu í kvöld. Hvernig er hægt að klúðra mótinu í einum hálfleik? „Það er rosalega margt sem fer í gegnum höfuðið á mér,“ sagði Logi í útsendingu Ríkissjónvarpsins í kvöld. „Ég vil fyrst hrósa Degi fyrir að setja þennan leik vel upp,“ sagði Logi. Hann benti á það að Gunnar Magnússon og Dagur hafi fundið réttu leiðina til að trufla leik íslenska liðsins með þessari framliggjandi 5:1 vörn. „Óli segir undanúrslit en núna er þetta farið úr okkar höndum en við vorum svona frá því að fara í átta liða úrslitin,“ sagði Logi. „Núna þurfum við að bíða eftir leik. Við spilum leik á móti Argentínu og við þurfum að treysta á önnur úrslit núna,“ sagði Logi. „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu. Þetta er ótrúlegt,“ sagði Logi. Ólafur Stefánsson er mjög svartsýnn á það að úrslitin verði íslenska liðinu hagstæð í lokaumferðinni. „Já það er mjög ólíklegt. Slóvenar munu ekki hafa að neinu að keppa og Króatar hafa að öllu að keppa. Ég held að það séu svona níutíu prósent líkur á því að þeir vinni þann leik,“ sagði Ólafur. „Reynsla er eitthvað sem maður fær stuttu eftir að maður þarf á henni að halda. Við vorum að fá mikið þarna í reynslubankann. Auðvitað viljum við ekki sjá það,“ sagði Ólafur. „Ég stend við það að við vorum betri en við höfum nokkurn tímann verið í mjög langan tíma í þessu móti. Við verðum bara að byggja á því áfram. Nota þá þetta sjokk og halda bara áfram,“ sagði Ólafur. Logi var sérstaklega ósáttur með leikstjórn Snorra Steins í leiknum. Það að hann hafi aldrei sett Þorsteinn Leó Gunnarsson inn á völlinn og hversu lítið Haukur Þrastarson fékk að spila. Sérfræðingarnir voru sammála um það að þessi varnarleikur Króata hentaði ekki þeim Janusi Daða Smárasyni og Gísla Þorgeiri Kristjánssyni. HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Kátína í Kenía og kvalir í Köben Sport Fleiri fréttir Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Sjá meira
„Það er rosalega margt sem fer í gegnum höfuðið á mér,“ sagði Logi í útsendingu Ríkissjónvarpsins í kvöld. „Ég vil fyrst hrósa Degi fyrir að setja þennan leik vel upp,“ sagði Logi. Hann benti á það að Gunnar Magnússon og Dagur hafi fundið réttu leiðina til að trufla leik íslenska liðsins með þessari framliggjandi 5:1 vörn. „Óli segir undanúrslit en núna er þetta farið úr okkar höndum en við vorum svona frá því að fara í átta liða úrslitin,“ sagði Logi. „Núna þurfum við að bíða eftir leik. Við spilum leik á móti Argentínu og við þurfum að treysta á önnur úrslit núna,“ sagði Logi. „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu. Þetta er ótrúlegt,“ sagði Logi. Ólafur Stefánsson er mjög svartsýnn á það að úrslitin verði íslenska liðinu hagstæð í lokaumferðinni. „Já það er mjög ólíklegt. Slóvenar munu ekki hafa að neinu að keppa og Króatar hafa að öllu að keppa. Ég held að það séu svona níutíu prósent líkur á því að þeir vinni þann leik,“ sagði Ólafur. „Reynsla er eitthvað sem maður fær stuttu eftir að maður þarf á henni að halda. Við vorum að fá mikið þarna í reynslubankann. Auðvitað viljum við ekki sjá það,“ sagði Ólafur. „Ég stend við það að við vorum betri en við höfum nokkurn tímann verið í mjög langan tíma í þessu móti. Við verðum bara að byggja á því áfram. Nota þá þetta sjokk og halda bara áfram,“ sagði Ólafur. Logi var sérstaklega ósáttur með leikstjórn Snorra Steins í leiknum. Það að hann hafi aldrei sett Þorsteinn Leó Gunnarsson inn á völlinn og hversu lítið Haukur Þrastarson fékk að spila. Sérfræðingarnir voru sammála um það að þessi varnarleikur Króata hentaði ekki þeim Janusi Daða Smárasyni og Gísla Þorgeiri Kristjánssyni.
HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Kátína í Kenía og kvalir í Köben Sport Fleiri fréttir Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Sjá meira