Gísli lætur eftir sig eiginkonu, Aðalheiði Alfreðsdóttur, og sex uppkomin börn, fimm syni og eina dóttur. Þau Hjört, Alfreð, Gunnar, Garðar, Gylfa og Lilju.
Greint er frá andlátinu á vef Akureyri.net þar sem segir að Gísli hafi verið mikill íþróttamaður á árum áður þar sem að hann keppti bæði á skíðum og frjálsíþróttum og sat um tíma í aðalstjórn Íþróttafélagsins Þórs.
„Hann stundaði golf í áratugi og tók einnig að sér trúnaðarstörf á þeim vettvangi; var formaður Golfklúbbs Akureyrar frá 1984 til 1986 og framkvæmdastjóri klúbbsins frá 1990 til 1995. Gísli Bragi var heiðursfélagi GA,“ segir í andlátstilkynningunni á vef Akureyri.net.
Feðgarnir voru saman í Köln fyrir ári síðan þar sem að Alfreð stýrði landsliði Þýskalands á heimavelli á Evrópumótinu í handbolta.