Innlent

Þing­menn búast við formannsslag og Lífskviða Ás­geirs

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Margrét Helga Erlingsdóttir les kvöldfréttir klukkan hálfsjö.
Margrét Helga Erlingsdóttir les kvöldfréttir klukkan hálfsjö. Vísir

Spennan magnast fyrir landsfund Sjálfstæðisflokksins en þingmenn telja allar líkur á að barist verði um formannsembættið. Fyrsti frambjóðandinn mun tilkynna framboð sitt á morgun. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í opinni dagskrá klukkan 18:30.

Fjölskyldur fjögurra kvenna sem sleppt var úr haldi Hamas í dag fögnuðu ákaft og brustu í grát þegar konurnar komu loks heim. Ísraelsmenn saka Hamas um brot á vopnahléssamkomulagi en slepptu þó tvö hundruð Palestínumönnum úr fangelsi.

Þá höldum við áfram umfjöllun um sérstaklega hættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum og heyrum líka í framkvæmdastjóra Vinstri grænna um óljósa framtíð flokksins sem þurkkaðist út af þingi í síðustu kosningum.

Við sýnum einnig frá Lífskviðunni í Kjarnaskógi, viðburði sem varð sviplega að minningarstund fyrir skipuleggjandann, Ásgeir H Ingólfsson skáld, sem lést í nótt eftir baráttu við krabbamein.

Í sportinu hittum við Snorra Stein Guðjónsson landsliðsþjálfara karla í handbolta, sem fellst á það að sér hafi orðið á mistök í leik Íslands gegn Króatíu á morgun. Íslendingar eru að öllum líkindum á leið heim af mótinu. Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 í opinni dagskrá klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×