Handbolti

Danir á­fram með fullt hús stiga

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Matthias Gidsel var öflugur í kvöld.
Matthias Gidsel var öflugur í kvöld. EPA-EFE/TIL BUERGY

Danmörk heldur áfram að vinna örugga sigra á HM karla í handbolta. Nú voru það Tékkar sem lágu í valnum.

Heimsmeistarar Danmerkur stefna á að verja titilinn enn eitt árið og hafa unnið alla leiki sína til þessa á mótinu. Sigrarnir hafa verið gríðarlega sannfærandi til þessa og það var sigurinn í dag einnig, lokatölur 28-22. Mathias Gidsel var eins og svo oft áður besti maður vallarins. Hann skoraði tíu mörk og gaf tvær stoðsendingar.

Danir eru á toppi milliriðils I með tíu stig eða fullt hús stiga. Tékkland er með þrjú stig.

Í milliriðli II vann Ungverjaland fínan sigur á Katar, lokatölur 29-23. Ungverjar enda í 2. sæti riðilsins og fara því í 8-liða úrslit á meðan Katar endar án stiga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×