Lífið

Svala slær sér upp

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Svala birti myndir af nýja kærastanum á Instagram í gær.
Svala birti myndir af nýja kærastanum á Instagram í gær. Daníel Þór Ágústsson/Instagram

Tónlistarkonan Svala Björgvinsdóttir virðist vera komin á fast. Nýja parið snæddi saman kvöldverð á veitingastaðnum Fjallkonunni í gærkvöldi. 

Hinn heppni heitir Gunnar Gunnarsson og ef marka má Instagram-nafnið hans er hann fæddur árið 1984, en Svala er fædd árið 1977. Sjö ára aldursmunur er því á parinu. 

Svala birti myndir frá stefnumótinu í Instagram sögu sína. Þau virtust afar ástfangin ef marka má myndirnar sem fylgdu en þau héldust í hendur og gæddu sér á stórum og miklum eftirrétti sem Svala hrósaði í hástert. 

„Geðveikt gott!“ sagði Svala um eftirréttinn. Insragram

Gunnar er fyrsti kærasti Svölu sem kunnugt er um frá því að hún og Alexander Egholm Alexandersson, eða Lexi Blaze, hættu saman eftir rúmlega árs samband. Samband þeirra vakti athygli á sínum tíma en tuttugu ára aldursmunur er á milli þeirra. 

Þá vakti samband hennar með samfélagsmiðlastjörnunni og sjómanninum Kleina, Kristjáni Einari Sigurbjörnssyni, athygli landsmanna, en hann er fæddur árið 1998. 


Tengdar fréttir

„Hvar eru allir herramennirnir?“

Tónlistarkonan Svala Björgvinsdóttir virðist vera í leit að hinum eina sanna, miðað við nýjustu færslu hennar á Instagram. Á myndinni sést hún klædd rauðum, seiðandi síðkjól og er stórglæsileg að vanda!

Svala Björgvins og Sósa eru fluttar

Söngkonan Svala Björgvinsdóttir er flutt og er um þessar mundir að koma sér vel fyrir í nýrri bjartri íbúð ásamt hundinum Sósu. Þær ætla að hafa það náðugt á pallinum í sumar sem er að vekja mikla lukku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.