Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 26. janúar 2025 16:28 Ýmir Örn vonar að Króatía misstígi sig í kvöld svo íslenskir áhorfendur geti haldað áfram að skemmta sér á mótinu. Sanjin Strukic/Pixsell/MB Media/Getty Images „Gerðum allt sem við þurftum að gera, jú smá bras í byrjun en við kláruðum þetta síðan sannfærandi og nú tekur bara biðin við,“ sagði Ýmir Örn Gíslason, línumaður landsliðsins eftir sigur gegn Argentínu. Strákarnir okkar voru lengi að slíta sig lausa frá Argentínumönnum í dag, mögulega sat einhver slæm tilfinning í þeim ennþá eftir tapið gegn Króatíu á föstudag. „Ég veit það ekki, já og nei, það getur verið. En við getum samt ekki leyft okkur þetta, við verðum að byrja betur. Mér fannst við byrja leikinn eftir svona tuttugu mínútur, þá fóru hlutirnir að rúlla og svo byrjum við seinni hálfleikinn mjög sterkt. Klárum þetta þar á fyrstu tíu [mínútunum].“ Nú tekur við löng bið, það kemur ekki í ljós fyrr en um níu leytið í kvöld hvort Ísland komist áfram. „Ég veit það ekki, taka af sér teipið og fara í sturtu, upp á hótel og borða,“ sagði Ýmir og yppti öxlum glottandi. Biðin er ekki auðveld og hann veit ekki hvort hann ætlar einu sinni að horfa á leik Króatíu og Slóveníu í kvöld. „Maður verður örugglega með annað augað við þetta. Ég veit það ekki. Ég er bara að fara að bíða í sex klukkutíma og það verður erfitt,“ sagði hann þá en taldi einnig betra að vera búinn að spila og vinna, frekar en að eiga það eftir þegar hin liðin væru búin að spila. Viðtalið við Ými má sjá hér að neðan. Klippa: Ýmir eftir sigurinn á Argentínu Hann hefur trú á Slóvenum fyrir leik en leyfir sér ekki að verða of vongóður. „Ef þetta fer á versta veg vil ég bara þakka okkar stuðningsmönnum, sem komu hingað út og studdu okkur eins og ég veit ekki hvað. Þetta er ólýsanlegt og fáranlegt hvað við erum með marga á bak við okkur. Það gefur okkur auka kraft og hjálpaði okkur svo sannarlega í dag. Fyrir þau þá myndi maður helst vilja auðvitað að Króatar misstígi sig og við förum áfram, fyrir þau. En við verðum bara að bíða og sjá.“ Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Fótbolti Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Körfubolti Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Enski boltinn Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sport Fleiri fréttir „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Sjá meira
Strákarnir okkar voru lengi að slíta sig lausa frá Argentínumönnum í dag, mögulega sat einhver slæm tilfinning í þeim ennþá eftir tapið gegn Króatíu á föstudag. „Ég veit það ekki, já og nei, það getur verið. En við getum samt ekki leyft okkur þetta, við verðum að byrja betur. Mér fannst við byrja leikinn eftir svona tuttugu mínútur, þá fóru hlutirnir að rúlla og svo byrjum við seinni hálfleikinn mjög sterkt. Klárum þetta þar á fyrstu tíu [mínútunum].“ Nú tekur við löng bið, það kemur ekki í ljós fyrr en um níu leytið í kvöld hvort Ísland komist áfram. „Ég veit það ekki, taka af sér teipið og fara í sturtu, upp á hótel og borða,“ sagði Ýmir og yppti öxlum glottandi. Biðin er ekki auðveld og hann veit ekki hvort hann ætlar einu sinni að horfa á leik Króatíu og Slóveníu í kvöld. „Maður verður örugglega með annað augað við þetta. Ég veit það ekki. Ég er bara að fara að bíða í sex klukkutíma og það verður erfitt,“ sagði hann þá en taldi einnig betra að vera búinn að spila og vinna, frekar en að eiga það eftir þegar hin liðin væru búin að spila. Viðtalið við Ými má sjá hér að neðan. Klippa: Ýmir eftir sigurinn á Argentínu Hann hefur trú á Slóvenum fyrir leik en leyfir sér ekki að verða of vongóður. „Ef þetta fer á versta veg vil ég bara þakka okkar stuðningsmönnum, sem komu hingað út og studdu okkur eins og ég veit ekki hvað. Þetta er ólýsanlegt og fáranlegt hvað við erum með marga á bak við okkur. Það gefur okkur auka kraft og hjálpaði okkur svo sannarlega í dag. Fyrir þau þá myndi maður helst vilja auðvitað að Króatar misstígi sig og við förum áfram, fyrir þau. En við verðum bara að bíða og sjá.“
Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Fótbolti Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Körfubolti Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Enski boltinn Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sport Fleiri fréttir „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Sjá meira