Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. janúar 2025 16:38 Logi Geirsson, Ólafur Stefánsson og Kári Kristjánsson á RÚV eftir leikinn í dag ásamt íþróttafréttakonunni Helgu Margréti Höskuldsdóttur. Skjámynd/RÚV Ólafur Stefánsson, Logi Geirsson og Kári Kristjánsson ætla allir í sjósund í Nauthálsvík í kvöld komist íslenska landsliðið í átta liða úrslitum á heimsmeistaramótinu í handbolta. Eftir sigurinn á Argentínu í kvöld er ljóst að íslenska landsliðið fer í átta liða úrslit tapi annað hvort Egyptaland eða Króatía stigum í leikjunum sínum á eftir. Það eru kannski ekki líkleg úrslit og því var svolítið skrítinn stemmning eftir leikinn í dag. Íslenska liðið hefur unnið fimm af sex leikjum sínum á mótinu sem duga vanalega til að komast áfram en liðið er með verri innbyrðisárangur en Króatar eftir skellinn á föstudaginn og það gæti komið í bakið á okkar strákum. Þegar skipt var yfir í myndverið á RÚV eftir sannfærandi sigur á Argentínumönnum þá lofaði Ólafur Stefánsson því að hann myndi fara í sjósund í öllum fötunum falli hlutirnir með Íslandi í kvöld. Félagar hans, Logi Geirsson og Kári Kristjánsson, tóku undir þetta og ætla í sjóinn með honum í Nauthólsvíkinni fái íslenska liðið slíka gjöf frá Slóvenum eða Grænhöfðaeyjum. Kári gekk reyndar aðeins lengra og lofaði því að hann myndi raka af sér hið myndarlega skegg sitt komist íslenska liðið áfram. Logi ætlar meira að segja að mæta með vélina og raka af honum skeggið. Ólafur og sérfræðingarnir voru ekki bjartsýnir á að íslenska liðið fá líka gjöf og Ólafur talaði um að það væru bara fimmtán prósent líkur á slíku. Logi vildi halda meira í vonina og talaði um helmingslíkur. „Sjáumst í Nauthólsvík,“ sagði Logi síðan léttur rétt áður en útsendingunni lauk. Það væri algjör draumur falli hlutirnir loksins með seinheppnum íslenskum landsliðsmönnum á eftir og bónusinn væri að sjá þá félaga í sjónum á eftir. HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Mest lesið Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti „Getum gengið stoltar frá borði“ Handbolti Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Fótbolti Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sport Dagskráin í dag: Rashford, Bónus deild karla og margt fleira Sport Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg Handbolti Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Enski boltinn Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Handbolti Hinn reynslumikli Stafford eftirsóttur Sport Fleiri fréttir „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Sjá meira
Eftir sigurinn á Argentínu í kvöld er ljóst að íslenska landsliðið fer í átta liða úrslit tapi annað hvort Egyptaland eða Króatía stigum í leikjunum sínum á eftir. Það eru kannski ekki líkleg úrslit og því var svolítið skrítinn stemmning eftir leikinn í dag. Íslenska liðið hefur unnið fimm af sex leikjum sínum á mótinu sem duga vanalega til að komast áfram en liðið er með verri innbyrðisárangur en Króatar eftir skellinn á föstudaginn og það gæti komið í bakið á okkar strákum. Þegar skipt var yfir í myndverið á RÚV eftir sannfærandi sigur á Argentínumönnum þá lofaði Ólafur Stefánsson því að hann myndi fara í sjósund í öllum fötunum falli hlutirnir með Íslandi í kvöld. Félagar hans, Logi Geirsson og Kári Kristjánsson, tóku undir þetta og ætla í sjóinn með honum í Nauthólsvíkinni fái íslenska liðið slíka gjöf frá Slóvenum eða Grænhöfðaeyjum. Kári gekk reyndar aðeins lengra og lofaði því að hann myndi raka af sér hið myndarlega skegg sitt komist íslenska liðið áfram. Logi ætlar meira að segja að mæta með vélina og raka af honum skeggið. Ólafur og sérfræðingarnir voru ekki bjartsýnir á að íslenska liðið fá líka gjöf og Ólafur talaði um að það væru bara fimmtán prósent líkur á slíku. Logi vildi halda meira í vonina og talaði um helmingslíkur. „Sjáumst í Nauthólsvík,“ sagði Logi síðan léttur rétt áður en útsendingunni lauk. Það væri algjör draumur falli hlutirnir loksins með seinheppnum íslenskum landsliðsmönnum á eftir og bónusinn væri að sjá þá félaga í sjónum á eftir.
HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Mest lesið Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti „Getum gengið stoltar frá borði“ Handbolti Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Fótbolti Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sport Dagskráin í dag: Rashford, Bónus deild karla og margt fleira Sport Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg Handbolti Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Enski boltinn Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Handbolti Hinn reynslumikli Stafford eftirsóttur Sport Fleiri fréttir „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Sjá meira