Voru að deyja úr hlátri um kvöldið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. janúar 2025 08:30 Anníe Mist Þórisdóttir, Sara Sigmundsdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir nutu þess að keppa saman í Miami um helgina. Talking Elite Fitness Anníe Mist Þórisdóttir, Katrín Tanja Davíðsdóttir og Sara Sigmundsdóttir kepptu saman um helgina á Wodapalooza stórmótinu í Miami. Úr varð söguleg stund sem margir höfðu gaman af. Í skemmtilegu viðtali við Talking Elite Fitness mátti sjá hversu gaman íslensku CrossFit goðsagnirnar höfðu af því að keppa saman í fyrsta sinn. Spyrillinn talaði um að þær hafi með þessu „gefið CrossFit heiminum jólagjöf“ eins og hún orðaði það. Hugmyndin kom frá Anníe Mist Í viðtalinu kom einnig fram að hugmyndin að þessu kom frá Anníe Mist. Katrín og Sara bentu báðar á Anníe þegar þær voru spurðar út í það. „Ég þurfti að setja mér markmið og hafa eitthvað til að æfa fyrir. Fá að vita hvort ég gæti þetta ennþá. Ég sá möguleikann á því að setja saman lið og keppa í liðakeppninni á Wodapalooza. Ég hafði fyrst samband við Katrínu,“ sagði Anníe og hélt áfram: „Katrín sagði strax að við værum ekki að fara vinna þetta og þetta ætti þá bara snúast um að hafa gaman. Já þetta verður til gamans en ég ætla samt að reyna að vinna,“ sagði Anníe hlæjandi. Katrín er mikil keppnismanneskja eins og þær allar. Hún er hætt að keppa en ákvað að koma til baka fyrir þetta mót til að fá að upplifa að keppa við hlið þeirra Anníe og Söru. „Ég sagði bara til gamans og hún sagði: Ó,“ sagði Katrín brosandi. Við ætlum ekki að taka þetta alvarlega „Skilaboðin sem ég fékk frá Anníe: Við ætlum ekki að taka þetta alvarlega og þetta snýst bara um að hafa gaman. Ég talaði um að ég væri að keppa helgina á undan en hún sagði: Ég er að koma til baka eftir barnsburð og Katrín er hætt. Ég sagði þá allt í lagi. Svo þegar við mættum hingað þá var bara talað um að vinna þessa æfingu,“ sagði Sara létt. Þær tala allir um það að þekkja ekki líkamann sinn eins vel og áður þar sem þær eru allar að koma til baka, Anníe úr barnsburðarleyfi, Katrín úr bakmeiðslum og Sara úr hnémeiðslum. „Við erum kannski smá ryðgaðar en okkar plan var gert eins og við værum í okkar besta formi,“ sagði Sara. Anníe segir að þær hafi gert afdrifarík mistök sem hafi kostað þær mikið. „Við hefðum átt að gera betur í einni æfingunni því það var bara vandræðalegt,“ sagði Anníe en bætti við: „Það var kjánalegt en ég er stolt af okkur eftir fyrstu æfinguna í dag,“ sagði Anníe. Hinar taka undir það. Hlæja af þessu þegar þær eru orðnar gamlar „Við gerðum það sem við gátum. Þrátt fyrir að hlutirnir hafi ekki gengið upp hjá okkur á fyrsta deginum þá voru við að deyja úr hlátri um kvöldið,“ sagði Katrín. „Við vorum kannski pirraðar fyrst á eftir en svo hlógum við mikið saman. Við bjuggum til ótrúlega minningar saman og við verðum enn að hlæja af þessu þegar við verðum orðnar 65 ára gamlar,“ sagði Katrín. Það má sjá þerra skemmtilega spjall þeirra hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Talking Elite Fitness (@talkingelitefitness) CrossFit Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Fleiri fréttir Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Sjá meira
Í skemmtilegu viðtali við Talking Elite Fitness mátti sjá hversu gaman íslensku CrossFit goðsagnirnar höfðu af því að keppa saman í fyrsta sinn. Spyrillinn talaði um að þær hafi með þessu „gefið CrossFit heiminum jólagjöf“ eins og hún orðaði það. Hugmyndin kom frá Anníe Mist Í viðtalinu kom einnig fram að hugmyndin að þessu kom frá Anníe Mist. Katrín og Sara bentu báðar á Anníe þegar þær voru spurðar út í það. „Ég þurfti að setja mér markmið og hafa eitthvað til að æfa fyrir. Fá að vita hvort ég gæti þetta ennþá. Ég sá möguleikann á því að setja saman lið og keppa í liðakeppninni á Wodapalooza. Ég hafði fyrst samband við Katrínu,“ sagði Anníe og hélt áfram: „Katrín sagði strax að við værum ekki að fara vinna þetta og þetta ætti þá bara snúast um að hafa gaman. Já þetta verður til gamans en ég ætla samt að reyna að vinna,“ sagði Anníe hlæjandi. Katrín er mikil keppnismanneskja eins og þær allar. Hún er hætt að keppa en ákvað að koma til baka fyrir þetta mót til að fá að upplifa að keppa við hlið þeirra Anníe og Söru. „Ég sagði bara til gamans og hún sagði: Ó,“ sagði Katrín brosandi. Við ætlum ekki að taka þetta alvarlega „Skilaboðin sem ég fékk frá Anníe: Við ætlum ekki að taka þetta alvarlega og þetta snýst bara um að hafa gaman. Ég talaði um að ég væri að keppa helgina á undan en hún sagði: Ég er að koma til baka eftir barnsburð og Katrín er hætt. Ég sagði þá allt í lagi. Svo þegar við mættum hingað þá var bara talað um að vinna þessa æfingu,“ sagði Sara létt. Þær tala allir um það að þekkja ekki líkamann sinn eins vel og áður þar sem þær eru allar að koma til baka, Anníe úr barnsburðarleyfi, Katrín úr bakmeiðslum og Sara úr hnémeiðslum. „Við erum kannski smá ryðgaðar en okkar plan var gert eins og við værum í okkar besta formi,“ sagði Sara. Anníe segir að þær hafi gert afdrifarík mistök sem hafi kostað þær mikið. „Við hefðum átt að gera betur í einni æfingunni því það var bara vandræðalegt,“ sagði Anníe en bætti við: „Það var kjánalegt en ég er stolt af okkur eftir fyrstu æfinguna í dag,“ sagði Anníe. Hinar taka undir það. Hlæja af þessu þegar þær eru orðnar gamlar „Við gerðum það sem við gátum. Þrátt fyrir að hlutirnir hafi ekki gengið upp hjá okkur á fyrsta deginum þá voru við að deyja úr hlátri um kvöldið,“ sagði Katrín. „Við vorum kannski pirraðar fyrst á eftir en svo hlógum við mikið saman. Við bjuggum til ótrúlega minningar saman og við verðum enn að hlæja af þessu þegar við verðum orðnar 65 ára gamlar,“ sagði Katrín. Það má sjá þerra skemmtilega spjall þeirra hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Talking Elite Fitness (@talkingelitefitness)
CrossFit Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Fleiri fréttir Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Sjá meira