Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. janúar 2025 09:31 Aron Pálmarsson hughreystir hér Viktor Gísla Hallgrímsson eftir leikinn í gær. Viktor Gísli var frábær á þessu móti. Vísir/Vilhelm Íslenska handboltalandsliðið hefur lokið keppni á heimsmeistaramótinu í handbolta en liðið komst ekki í átta liða úrslit. Það er ár í næsta stórmót en hvernig lítur dæmið út fyrir framhaldið? Níunda sætið er niðurstaðan eftir grátlegan endir þar sem einn skelfilegur hálfleikur á móti Króatíu réði öðru fremur örlögum íslenska liðsins. Stefán Árni Pálsson vildi fá að vita hver sé framtíðarsýn sérfræðinganna Einars Jónssonar og Ásgeirs Arnar Hallgrímssonar varðandi íslenska landsliðið. Þeir nefndu líka nokkra leikmenn sem eru að banka á landsliðsdyrnar. „Hvernig leggst framtíðin í ykkur strákar? Það má alveg gera ráð fyrir því að Aron Pálmarsson verði áfram með okkur. Það er spurning með Björgvin Pál og hvort hann sé áfram í landsliðinu. Aðrir verða bara. Þeir eru á þeim aldri að þeir verða bara áfram,“ sagði Stefán Árni. Þriðji marvörður „Framtíðin leggst mjög vel í mig. Við þurfum að taka inn þriðja markmann. Það má vel vera að Bjöggi verði bara áfram þarna og hann er næstbesti markvörðurinn okkar í dag. Ég held að við þurfum að huga að því að finna einhvern sem getur tekið við þessu hlutverki,“ sagði Einar. „Ég vil sjá smá breytingar. Bara aðeins að poppa þetta upp. Fá ný andlit inn í þetta og aðeins að þrýsta á menn. Þessi kjarni sem er þarna og þeir sem hafa verið að spila vel verða þarna áfram. Bara flottir og allt það,“ sagði Einar. Vantar eitthvað krydd í þetta „Það vantar eitthvað krydd í þetta og þá fyrst og fremst sóknarlega. Þessir leikmenn eru búnir að fá þrjú, fjögur, fimm mót. Einhvern veginn stöndum við alltaf upp með það að Aron sé bestur,“ sagði Einar. „'Hvaða leikmenn eru að banka á dyrnar,“ spurði Stefán Árni. „Ég segi alltaf Reynir Stefánsson,“ sagði Einar en hann þjálfar þann efnilega strák hjá Fram. „Andri Már [Rúnarsson] í Leipzig gæti verið svona power-player sem við gætum notað,“ sagði Ásgeir Örn. „Andri, Reynir, Birgir Steinn [Jónsson í Aftureldingu] er ógeðslega flottur. Skarpi [Skarphéðinn Ívar Einarsson] er búinn að vera geggjaður hjá þér [Ásgeir þjálfar Hauka] fyrri hluta tímabilsins. Þetta eru strákar sem eru í 21 árs landsliðinu hjá okkur,“ sagði Einar. „Þetta eru svona leikmenn sem þú getur fengið tíu mörk frá. Einhver sem er með Aroni,“ sagði Einar. „Þetta eru líka leikmenn sem spila vörn líka,“ sagði Ásgeir. Þetta eru ekki einhverjir hnoðarar „Þeir geta allir spilað vörn og þetta eru gaurar sem geta lyft sér upp og skotið á markið. Þeir eru með góð gólfskot. Þetta eru ekki einhverjir hnoðarar. Við erum með nóg af leikmönnum sem geta fintað og eitthvað svona,“ sagði Einar. „Það má ekki misskilja mig. Mér finnst allir þessir strákar í þessu liði í dag góðir á sinn hátt. Þetta eru frábærir handboltamenn enda að spila í toppklassa liðum,“ sagði Einar. „Við þurfum að hugsa líka hvernig okkar blanda þarf að vera í landsliðinu,“ sagði Einar. Það má hlusta á þessar vangaveltur og fleiri í þættinum sem má finna allan hér fyrir neðan. HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Besta sætið Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Sjá meira
Níunda sætið er niðurstaðan eftir grátlegan endir þar sem einn skelfilegur hálfleikur á móti Króatíu réði öðru fremur örlögum íslenska liðsins. Stefán Árni Pálsson vildi fá að vita hver sé framtíðarsýn sérfræðinganna Einars Jónssonar og Ásgeirs Arnar Hallgrímssonar varðandi íslenska landsliðið. Þeir nefndu líka nokkra leikmenn sem eru að banka á landsliðsdyrnar. „Hvernig leggst framtíðin í ykkur strákar? Það má alveg gera ráð fyrir því að Aron Pálmarsson verði áfram með okkur. Það er spurning með Björgvin Pál og hvort hann sé áfram í landsliðinu. Aðrir verða bara. Þeir eru á þeim aldri að þeir verða bara áfram,“ sagði Stefán Árni. Þriðji marvörður „Framtíðin leggst mjög vel í mig. Við þurfum að taka inn þriðja markmann. Það má vel vera að Bjöggi verði bara áfram þarna og hann er næstbesti markvörðurinn okkar í dag. Ég held að við þurfum að huga að því að finna einhvern sem getur tekið við þessu hlutverki,“ sagði Einar. „Ég vil sjá smá breytingar. Bara aðeins að poppa þetta upp. Fá ný andlit inn í þetta og aðeins að þrýsta á menn. Þessi kjarni sem er þarna og þeir sem hafa verið að spila vel verða þarna áfram. Bara flottir og allt það,“ sagði Einar. Vantar eitthvað krydd í þetta „Það vantar eitthvað krydd í þetta og þá fyrst og fremst sóknarlega. Þessir leikmenn eru búnir að fá þrjú, fjögur, fimm mót. Einhvern veginn stöndum við alltaf upp með það að Aron sé bestur,“ sagði Einar. „'Hvaða leikmenn eru að banka á dyrnar,“ spurði Stefán Árni. „Ég segi alltaf Reynir Stefánsson,“ sagði Einar en hann þjálfar þann efnilega strák hjá Fram. „Andri Már [Rúnarsson] í Leipzig gæti verið svona power-player sem við gætum notað,“ sagði Ásgeir Örn. „Andri, Reynir, Birgir Steinn [Jónsson í Aftureldingu] er ógeðslega flottur. Skarpi [Skarphéðinn Ívar Einarsson] er búinn að vera geggjaður hjá þér [Ásgeir þjálfar Hauka] fyrri hluta tímabilsins. Þetta eru strákar sem eru í 21 árs landsliðinu hjá okkur,“ sagði Einar. „Þetta eru svona leikmenn sem þú getur fengið tíu mörk frá. Einhver sem er með Aroni,“ sagði Einar. „Þetta eru líka leikmenn sem spila vörn líka,“ sagði Ásgeir. Þetta eru ekki einhverjir hnoðarar „Þeir geta allir spilað vörn og þetta eru gaurar sem geta lyft sér upp og skotið á markið. Þeir eru með góð gólfskot. Þetta eru ekki einhverjir hnoðarar. Við erum með nóg af leikmönnum sem geta fintað og eitthvað svona,“ sagði Einar. „Það má ekki misskilja mig. Mér finnst allir þessir strákar í þessu liði í dag góðir á sinn hátt. Þetta eru frábærir handboltamenn enda að spila í toppklassa liðum,“ sagði Einar. „Við þurfum að hugsa líka hvernig okkar blanda þarf að vera í landsliðinu,“ sagði Einar. Það má hlusta á þessar vangaveltur og fleiri í þættinum sem má finna allan hér fyrir neðan.
HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Besta sætið Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Sjá meira