40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. febrúar 2025 19:01 Lengstur er biðlistinn eftir leiguhúsnæði hjá óhagnaðardrifnum leigufélögum á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Vilhelm Allt að fjörutíu prósent ódýrara er að leigja íbúðarhúsnæði af óhagnaðardrifnum leigufélögum en á almennum leigumarkaði á höfuðborgarsvæðinu. Þrátt fyrir fjölgun íbúða hafa biðlistar eftir óhagnaðardrifnu leiguhúnsæði lengst um fjórðung á milli ára. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun úthlutaði í fyrra stofnframlögum fyrir rúmlega sex milljarða til byggingar á 502 nýjum leiguíbúðum fyrir tekju- og eignaminni heimili. Frá 2016 hefur ríkið úthlutað framlögum til byggingar rúmlega fjögur þúsund íbúða og þar af hafa um 2.700 verið teknar í notkun. „Við sjáum það að leiguverðið hjá þessum óhagnaðardrifnu félögum er að jafnaði 35-40 prósent lægra en hjá öðrum leigusölum og hefur alla veganna undanfarin tvö ár ekki hækkað í samræmi við annað verðlag,“ segir Elmar Erlendsson, framkvæmdastjóri húsnæðissviðs HMS. Elmar Erlendsson er framkvæmdastjóri húsnæðissviðs HMS.Vísir/Einar Þannig hefur markaðsleiga hækkað um 26 prósent á síðustu tveimur árum samkvæmt greiningu HMS, á meðan leiguverð hjá óhagnaðardrifnum félögum hefur aðeins hækkað um átta prósent. Það er minni hækkun en sem nemur tólf prósenta hækkun almenns verðlags á sama tímabili. Þetta sýnir að sögn Elmars að óhagnaðardrifin leigufélög hafi haldið aftur af hækkunum. „Þau er að draga alla veganna aftur úr hækkunum á leiguverði, við erum klárlega að greina það í okkar mælingum.“ Fjölgar á biðlistum Mælingar sýna einnig að biðlistar eftir íbúðum hjá óhagnaðardrifnum félögum hafa lengst umtalsvert milli ára eða um 24 prósent. Fjölgunin milli ára nemur ríflega 1370 sem eru á biðlistum eftir óhagnaðardrifnu leiguhúsnæði um land allt, mest á höfuðborgarsvæðinu. „Það er búin að vera gífurleg fólksfjölgun í landinu undanfarin ár. Á sama tíma er búið að vera hátt vaxtastig, erfitt að fjármagna þessi verkefni, einhverjir benda líka á lóðaskort. Þannig að fjármagnið til úthlutunar stofnframlaga hefur verið til en það vantar bara að koma fleiri verkefnum af stað til þess að ná að tæma þessa biðlista,“ segir Elmar. Fyrirsögn fréttarinnar hefur verið uppfærð. Húsnæðismál Leigumarkaður Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Sjá meira
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun úthlutaði í fyrra stofnframlögum fyrir rúmlega sex milljarða til byggingar á 502 nýjum leiguíbúðum fyrir tekju- og eignaminni heimili. Frá 2016 hefur ríkið úthlutað framlögum til byggingar rúmlega fjögur þúsund íbúða og þar af hafa um 2.700 verið teknar í notkun. „Við sjáum það að leiguverðið hjá þessum óhagnaðardrifnu félögum er að jafnaði 35-40 prósent lægra en hjá öðrum leigusölum og hefur alla veganna undanfarin tvö ár ekki hækkað í samræmi við annað verðlag,“ segir Elmar Erlendsson, framkvæmdastjóri húsnæðissviðs HMS. Elmar Erlendsson er framkvæmdastjóri húsnæðissviðs HMS.Vísir/Einar Þannig hefur markaðsleiga hækkað um 26 prósent á síðustu tveimur árum samkvæmt greiningu HMS, á meðan leiguverð hjá óhagnaðardrifnum félögum hefur aðeins hækkað um átta prósent. Það er minni hækkun en sem nemur tólf prósenta hækkun almenns verðlags á sama tímabili. Þetta sýnir að sögn Elmars að óhagnaðardrifin leigufélög hafi haldið aftur af hækkunum. „Þau er að draga alla veganna aftur úr hækkunum á leiguverði, við erum klárlega að greina það í okkar mælingum.“ Fjölgar á biðlistum Mælingar sýna einnig að biðlistar eftir íbúðum hjá óhagnaðardrifnum félögum hafa lengst umtalsvert milli ára eða um 24 prósent. Fjölgunin milli ára nemur ríflega 1370 sem eru á biðlistum eftir óhagnaðardrifnu leiguhúsnæði um land allt, mest á höfuðborgarsvæðinu. „Það er búin að vera gífurleg fólksfjölgun í landinu undanfarin ár. Á sama tíma er búið að vera hátt vaxtastig, erfitt að fjármagna þessi verkefni, einhverjir benda líka á lóðaskort. Þannig að fjármagnið til úthlutunar stofnframlaga hefur verið til en það vantar bara að koma fleiri verkefnum af stað til þess að ná að tæma þessa biðlista,“ segir Elmar. Fyrirsögn fréttarinnar hefur verið uppfærð.
Húsnæðismál Leigumarkaður Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Sjá meira