Þetta var þriðji sigur Keflavíkur í röð og liðið er nú tveimur stigum á eftir toppliði Hauka sem á hins vegar leik til góða við Grindavík á morgun, í þessari þriðju síðustu umferð deildarinnar. Keflavík og Haukar mætast svo í næstu umferð.
Staðan var 43-40 fyrir Keflavík í hálfleik í kvöld en liðið vann þriðja leikhluta með miklum mun, 29-15, og hélt svo áfram að bæta við forskotið í síðasta leikhlutanum.
Jasmine Dickey var stigahæst hjá Keflavík með 25 stig og hún tók líka 17 fráköst. Alls voru sex leikmenn liðsins með tíu stig eða meira en Thelma Dís Ágústsdóttir var næststigahæst með 13 stig og hún átti átta stoðsendingar.
Hjá Tindastóli var Oumoul Coulibaly stigahæst með 20 stig og Edyta Falenzcyk skoraði 13, en Brynja Líf Júlíusdóttir skoraði tvö stig og tók tíu fráköst.
Tindastóll er áfram með 16 stig í 5. sæti deildarinnar og kemur til með að hefja úrslitakeppnina á útivelli.