Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Sindri Sverrisson skrifar 29. janúar 2025 07:00 Filip Glavas og Ivan Martinovic fögnuðu gríðarlega eins og aðrir Króatar eftir sigurmarkið í blálok leiksins við Ungverja í gær. Getty/Sanjin Strukic Darko Milinovic, bæjarstjóra Gospic í Króatíu, var ekki skemmt yfir þeirri ákvörðun alþjóða handknattleikssambandsins, IHF, að gefa Króötum ekki seinni leik kvöldsins á HM í handbolta í gær, þrátt fyrir að þeir væru gestgjafar. Hann ákvað að gefa bæjarbúum frí til að mæta á leikinn. Króatískir stuðningsmenn gætu hafa gert gæfumuninn í gær í ævintýralegri endurkomu Króata sem unnu Ungverja, 31-30, með marki á lokasekúndunni. Í 8-liða úrslitunum á HM eru spilaðir tveir leikir á dag og hófst leikur Króatíu og Ungverjalands klukkan 18 að staðartíma í Zagreb í gærkvöld. Frakkland og Egyptaland spiluðu svo seinni leikinn, sem hófst klukkan 21 að staðartíma, sem bæði er betri sjónvarpstími og hentar jafnan betur fyrir vinnandi fólk, sérstaklega þá sem búa ekki í króatísku höfuðborginni. Peningar réðu því að gestgjafarnir áttu ekki seinni leikinn, samkvæmt frétt 24 Sata í Króatíu, þar sem segir að franska sjónvarpið geti vegna sérsamninga við Sportfive, sem heldur utan um sýningarrétt frá mótinu, ráðið því hvenær Frakkar spili. Dagur Sigurðsson og lærisveinar hans fagna.Getty/Sanjin Strukic Mæta þjóðinni sem réði leiktímanum Milinovic vildi ekki láta þessa ákvörðun spilla gleðinni og gerði sitt til þess að það yrði fullt hús á leiknum dramatíska við Ungverja. „Þeir breyttu tímasetningu leiksins við Ungverja frá 9 til 6. Það er talið að þeir sem ætli á leikinn muni eiga erfitt með að vera mættir klukkan sex og þurfi að hætta fyrr í vinnu. Bæjarstjórinn í Gospic vill senda skilaboð til IHF og Frakka sem settu fram þessar kröfur: Allir íbúar Gospic sem ætla á leikinn, og vinna hjá bænum eða fyrirtækjum hans, fá frídag á launum. Áfram Króatía!“ skrifaði Milinovic á Facebook. Nú er svo orðið ljóst að Frakkland og Króatía mætast í undanúrslitum annað kvöld, í lokaleiknum í Zagreb en hinn undanúrslitaleikurinn á mótinu, sem og leikirnir um gull og brons, fara fram í Bærum í Noregi. HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir Sigurmark frá miðju og Dagur mætir Frökkum Dramatíkin var alls ráðandi í 8-liða úrslitunum á HM karla í handbolta í kvöld. Frakkar eru komnir í undanúrslit eftir sigurmark gegn Egyptum frá miðju á síðustu sekúndu, og þeir mæta Króötunum hans Dags Sigurðssonar. 28. janúar 2025 21:34 Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti NFL stjarna lést í fangaklefa Sport Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Sjá meira
Króatískir stuðningsmenn gætu hafa gert gæfumuninn í gær í ævintýralegri endurkomu Króata sem unnu Ungverja, 31-30, með marki á lokasekúndunni. Í 8-liða úrslitunum á HM eru spilaðir tveir leikir á dag og hófst leikur Króatíu og Ungverjalands klukkan 18 að staðartíma í Zagreb í gærkvöld. Frakkland og Egyptaland spiluðu svo seinni leikinn, sem hófst klukkan 21 að staðartíma, sem bæði er betri sjónvarpstími og hentar jafnan betur fyrir vinnandi fólk, sérstaklega þá sem búa ekki í króatísku höfuðborginni. Peningar réðu því að gestgjafarnir áttu ekki seinni leikinn, samkvæmt frétt 24 Sata í Króatíu, þar sem segir að franska sjónvarpið geti vegna sérsamninga við Sportfive, sem heldur utan um sýningarrétt frá mótinu, ráðið því hvenær Frakkar spili. Dagur Sigurðsson og lærisveinar hans fagna.Getty/Sanjin Strukic Mæta þjóðinni sem réði leiktímanum Milinovic vildi ekki láta þessa ákvörðun spilla gleðinni og gerði sitt til þess að það yrði fullt hús á leiknum dramatíska við Ungverja. „Þeir breyttu tímasetningu leiksins við Ungverja frá 9 til 6. Það er talið að þeir sem ætli á leikinn muni eiga erfitt með að vera mættir klukkan sex og þurfi að hætta fyrr í vinnu. Bæjarstjórinn í Gospic vill senda skilaboð til IHF og Frakka sem settu fram þessar kröfur: Allir íbúar Gospic sem ætla á leikinn, og vinna hjá bænum eða fyrirtækjum hans, fá frídag á launum. Áfram Króatía!“ skrifaði Milinovic á Facebook. Nú er svo orðið ljóst að Frakkland og Króatía mætast í undanúrslitum annað kvöld, í lokaleiknum í Zagreb en hinn undanúrslitaleikurinn á mótinu, sem og leikirnir um gull og brons, fara fram í Bærum í Noregi.
HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir Sigurmark frá miðju og Dagur mætir Frökkum Dramatíkin var alls ráðandi í 8-liða úrslitunum á HM karla í handbolta í kvöld. Frakkar eru komnir í undanúrslit eftir sigurmark gegn Egyptum frá miðju á síðustu sekúndu, og þeir mæta Króötunum hans Dags Sigurðssonar. 28. janúar 2025 21:34 Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti NFL stjarna lést í fangaklefa Sport Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Sjá meira
Sigurmark frá miðju og Dagur mætir Frökkum Dramatíkin var alls ráðandi í 8-liða úrslitunum á HM karla í handbolta í kvöld. Frakkar eru komnir í undanúrslit eftir sigurmark gegn Egyptum frá miðju á síðustu sekúndu, og þeir mæta Króötunum hans Dags Sigurðssonar. 28. janúar 2025 21:34