Egyptar komust áfram í átta liða úrslit HM á kostnað okkar Íslendinga og voru síðan hársbreidd frá því að komast alla leið í undanúrslitin.
Egyptar urðu á endanum að sætta sig við eins marks tap, 34-33, þar sem Luka Karabatic skoraði sigurmarkið frá miðju þegar enginn var í egypska markinu.
Seif El-Deraa, leikstjórnandi Egypta, var valinn maður leiksins en hann skoraði fimm mörk úr sex skotum og stal tveimur boltum af Frökkum.
El-Deraa átti hins vegar mjög erfitt með sig eftir þetta svekkjandi tap. Hann hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni eins og sjá má hér fyrir neðan.
Leikmaðurinn spilar einmitt með franska liðinu Limoges Handball og þekkir því vel til Frakkana.
Heartbreaking scenes from the Player of the Match 🇪🇬💔 A brave game from Egypt and Seif Elderaa, who gave it their all on the court tonight 🙏#CRODENNOR2025 #inspiredbyhandball pic.twitter.com/l1DAVJ3AHR
— International Handball Federation (@ihfhandball) January 28, 2025