Oggi, eins og hann er kallaður, var í stóru hlutverki hjá Val áður en hann fór út í atvinnumennsku til Svíþjóðar sumarið 2023, þegar hann samdi við Karlskrona.
Þar hefur Oggi spilað síðasta eitt og hálfa árið en nú snýr hann aftur á Hlíðarenda og hefur skrifað undir samning sem gildir til sumarsins 2027.
Oggi er uppalinn hjá Val og hefur unnið fjölda titla með félaginu. Hans fyrsti leikur eftir heimkomuna gæti orðið gegn KA á Akureyri næsta þriðjudagskvöld, þegar keppni í Olís-deildinni hefst að nýju eftir HM-hléið.