Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar 30. janúar 2025 22:30 Í þeirri kjarabaráttu sem KÍ á við sveitarfélög og ríki í dag og beinist að þvi að fá það opinbera til að uppfylla skilyrði samning virðast margir misskilja boðleiðir. Málið er það að KÍ ber hag kennara, leikskólakennara, tónlistarskólakennara, grunnskólakennara, framhaldsskólakennar og stjórnenda í þessum skólum, fyrir brjósti og svarar fyrirspurnum frá kennurum varðandi þetta verkefni. Sveitarstjórnir og alþingismenn eiga að bera hag íbúa fyrir brjósti og þeim ber að svara fyrirspurnum íbúa um framgang mála í sínu sveitarfélagi og kjördæmi. Þeir sem eru kosnir til að stjórna bera mikla ábyrgð. Þeir bera ábyrgð á framgangi alls konar mála innan samfélagsins og íbúar eiga að eiga greiðan aðgang að upplýsingum sem snerta íbúa – gegnsæi sem er vinsælt orð í stjórnmálum í dag. Í kjaradeilu KÍ og sveitarfélaga/ríkisins hefur einhver snúið þessu á hvolf. Foreldrar sem eru uggandi yfir stöðu mála leita stöðugt til kennarasambandsins um hvað sé að gerast og hvort það sé rétt eða rangt. Þeir eiga að sjálfsögðu að herja á sina kjörnu fulltrúa og ráðnu bæjar/borgarstjóra um hvað sé í gangi. Það er ekki skylda KÍ að upplýsa foreldra um afstöðu hins opinbera í kjarabaráttunni. Það er skylda KÍ að upplýsa kennara um stöðu mála. Það er skylda hins opinbera að svara sínum íbúum. Íbúar landsins kusu ekki samninganefndir. Samninganefndir ríkis og sveitarfélaga eru millistig sem er tilkomið til að kjörnir fulltrúar geti afsalað sér ábyrgð sem er svo sannarlega þeirra. Samninganefnd sambands íslenskra sveitarfélaga og samninganefnd ríkisins bera ekki ábyrgð á samkomulaginu frá 2016, það gera sveitarstjórnir og ríkisstjórnin. Það er hreint ótrúlegt að tæplega 400 manns sem skipa sveitar, bæjar og borgarstjórnir yfir landið skuli vera sammála um að svíkja samning sem var gerður og fela sig á bak við fólk sem var ekki kosið til að vinna að hagsmunum íbúa. Það er eins og þjálfari sem segir að afgreiðslumaðurinn í sjoppunni beri ábyrgð á tapinu. Sinnum okkar starfi. Við gerum það. Við biðjum ykkur, sveitarstjórnarmenn og ríkisstjórn að gera það líka. Höfundur er kennari á Akureyri og í stjórn og samninganefnd FG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024-25 Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Skoðun Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Í þeirri kjarabaráttu sem KÍ á við sveitarfélög og ríki í dag og beinist að þvi að fá það opinbera til að uppfylla skilyrði samning virðast margir misskilja boðleiðir. Málið er það að KÍ ber hag kennara, leikskólakennara, tónlistarskólakennara, grunnskólakennara, framhaldsskólakennar og stjórnenda í þessum skólum, fyrir brjósti og svarar fyrirspurnum frá kennurum varðandi þetta verkefni. Sveitarstjórnir og alþingismenn eiga að bera hag íbúa fyrir brjósti og þeim ber að svara fyrirspurnum íbúa um framgang mála í sínu sveitarfélagi og kjördæmi. Þeir sem eru kosnir til að stjórna bera mikla ábyrgð. Þeir bera ábyrgð á framgangi alls konar mála innan samfélagsins og íbúar eiga að eiga greiðan aðgang að upplýsingum sem snerta íbúa – gegnsæi sem er vinsælt orð í stjórnmálum í dag. Í kjaradeilu KÍ og sveitarfélaga/ríkisins hefur einhver snúið þessu á hvolf. Foreldrar sem eru uggandi yfir stöðu mála leita stöðugt til kennarasambandsins um hvað sé að gerast og hvort það sé rétt eða rangt. Þeir eiga að sjálfsögðu að herja á sina kjörnu fulltrúa og ráðnu bæjar/borgarstjóra um hvað sé í gangi. Það er ekki skylda KÍ að upplýsa foreldra um afstöðu hins opinbera í kjarabaráttunni. Það er skylda KÍ að upplýsa kennara um stöðu mála. Það er skylda hins opinbera að svara sínum íbúum. Íbúar landsins kusu ekki samninganefndir. Samninganefndir ríkis og sveitarfélaga eru millistig sem er tilkomið til að kjörnir fulltrúar geti afsalað sér ábyrgð sem er svo sannarlega þeirra. Samninganefnd sambands íslenskra sveitarfélaga og samninganefnd ríkisins bera ekki ábyrgð á samkomulaginu frá 2016, það gera sveitarstjórnir og ríkisstjórnin. Það er hreint ótrúlegt að tæplega 400 manns sem skipa sveitar, bæjar og borgarstjórnir yfir landið skuli vera sammála um að svíkja samning sem var gerður og fela sig á bak við fólk sem var ekki kosið til að vinna að hagsmunum íbúa. Það er eins og þjálfari sem segir að afgreiðslumaðurinn í sjoppunni beri ábyrgð á tapinu. Sinnum okkar starfi. Við gerum það. Við biðjum ykkur, sveitarstjórnarmenn og ríkisstjórn að gera það líka. Höfundur er kennari á Akureyri og í stjórn og samninganefnd FG.
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar