Hann hefur ekki spilað á efsta stigi í sænska boltanum en var uppvís að því að veðja 403 sinnum á leiki í hans eigin deild.
„Þetta er mjög sorglegt,“ sagði stjórnarmaður í félagi hans. Expressen segir frá.
Af þessum veðmálum voru fimm á leiki sem hann tók sjálfur þátt í en 398 veðmál á leiki sem fóru fram í sömu deild.
Knattspyrnumaðurinn veðjaði á sigur síns liðs í þeim leikjum sem hann veðjaði á. Hann sagðist við dóminn sjá mikið eftir þessu.
Félagið rifti samningnum við leikmanninn eftir að dómurinn féll.
Bannið nær yfir allar íþróttir í þessa átján mánuði ekki einungis knattspyrnuiðkun.
Leikmaðurinn vildi ekki koma undir nafni en sagði í samtali við Expressen að hann hafi aldrei reynt að hafa áhrif á gang leikja með ódrengilegum hætti.