Stjörnur elta sólina
Ofurhlauparinn og gellan Birna María, jafnan þekkt sem MC Bibba, nýtur lífsins í botn á Tenerife með sínum heittelskaða Agli Erni og fleiri góðum. Þar hlaupa þau villt og galið um alla eyjuna en gleyma þó ekki að liggja í sólbaði og hafa það næs.
Instagram stjarnan Heiðdís Rós fagnaði fimm árum í Flórída og opnaði sig um erfiða áfallasögu.
Fyrirsætan Birta Abiba er á ferð og flugi um heiminn og gaf sér tíma til að velja gott morgunkorn.
Tískudívan Elísabet Gunnars tók sér pásu frá fatabúðum í Köben og er farin að kaupa blóm.
Áhrifavaldurinn og raunveruleikastjarnan Sunneva Einars naut sín í New York um helgina með kærasta sínum Bensa Bjarnasyni.
Ofurskvísan Brynhildur Gunnlaugs birti sína reglulegu bikinímynd.
Hinn eini sanni Bubbi Morthens skellti sér í sumar og sól.
Tímamót
Tónlistarkonan Gugusar fagnaði 21 árs afmæli sínu með köku og eflaust nokkrum snúningum.
Hlaðvarpsstýran Birta Líf fór yfir viðburðaríkan janúar mánuð.
Stærsta poppstjarna Íslands Páll Óskar er kominn upp í rúm eftir slysið sem hann varð fyrir. Hann segist verða kominn aftur upp á svið fyrr en varir.
Gellur að gellast
Áhrifavaldaskvísan Móeiður gerði sig til fyrir tjútt.
Tískudrottningin Sigríður þaut á milli staða á tískuvikunni í Kaupmannahöfn.
Ofurstjarnan Laufey Lín sat í fremstu röð á tískusýningu Chanel í París.
Tvíburasystir Laufeyjar, listræni stjórnandinn Júnía Lín, rokkaði sömuleiðis hátísku í París.
Embla Wigum sótti innblástur til ársins 1999 fyrir förðunina.
Ástrós Trausta kann að vera skvísa í snjónum.