Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Sindri Sverrisson skrifar 3. febrúar 2025 16:15 Jenni Hermoso í Madrid í dag, á leiðinni að fara að bera vitni í málinu gegn Luis Rubiales. Getty/Alberto Ortega Spænska landsliðskonan Jenni Hermoso mætti Luis Rubiales, fyrrverandi formanni spænska knattspyrnusambandsins, fyrir rétti í Madrid í dag og lýsti þar upplifun sinni af því þegar Rubiales kyssti hana á munninn gegn hennar vilja. Réttarhöld yfir Rubiales hófust í dag og á þeim að ljúka 19. febrúar. Hermoso ferðaðist til Madridar frá Mexíkó, þar sem hún spilar fótbolta, til að bera vitni í dag. Rubiales er ákærður fyrir kynferðislega áreitni með því að hafa, fyrir framan alla heimsbyggðina, gripið um höfuð Hermoso og kysst hana á munninn, eftir að Spánn varð heimsmeistari með sigri gegn Englandi í Sydney sumarið 2023. Luis Rubiales greip um höfuð Jenni Hermoso og kyssti hana, eftir að Spánn varð heimsmeistari í fyrsta sinn sumarið 2023, og gæti átt yfir höfði sér allt að 2,5 ára fangelsisvist vegna hegðunar sinnar.Getty/Noemi Llamas Rubiales, sem þá var formaður spænska knattspyrnusambandsins, er einnig sakaður um að hafa með hjálp þriggja annarra manna reynt að neyða Hermoso til að lýsa því yfir að kossinn hefði verið með hennar samþykki. Hermoso hefur alla tíð haldið því fram að kossinn hafi verið gegn hennar vilja, en Rubiales mótmælti því. Málið leiddi til mótmæla á Spáni og mikillar umræðu um kynjamismunun í íþróttum. Mótmælendur gáfu Luis Rubiales rauða spjaldið eftir kossinn á HM 2023, og hann sagði svo af sér sem formaður spænska knattspyrnusambandsins í september það ár.Getty/David Ramos „Ég vissi að þetta var koss frá yfirmanni mínum og að svona ætti ekki að gerast í neinum félags- eða vinnuaðstæðum,“ sagði Hermoso við réttarhöldin í dag. „Þetta augnablik skemmdi einn besta dag lífs míns,“ sagði hin 34 ára gamla Hermoso á meðan að Rubiales skráði eitthvað hjá sér og leit ekki til hennar. Saksóknari spurði hana hvort að hún hefði samþykkt kossinn og Hermoso svaraði: „Aldrei“. „Ég heyrði ekki neitt. Það næsta sem hann gerði var að grípa í mig um eyrun og kyssa mig á munninn… mér fannst ég vanvirt,“ sagði Hermoso. Saksóknari fer fram á tveggja og hálfs árs dóm yfir Rubiales. Hann mun lýsa sinni hlið þegar hann ber vitni 12. febrúar. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik Sjá meira
Réttarhöld yfir Rubiales hófust í dag og á þeim að ljúka 19. febrúar. Hermoso ferðaðist til Madridar frá Mexíkó, þar sem hún spilar fótbolta, til að bera vitni í dag. Rubiales er ákærður fyrir kynferðislega áreitni með því að hafa, fyrir framan alla heimsbyggðina, gripið um höfuð Hermoso og kysst hana á munninn, eftir að Spánn varð heimsmeistari með sigri gegn Englandi í Sydney sumarið 2023. Luis Rubiales greip um höfuð Jenni Hermoso og kyssti hana, eftir að Spánn varð heimsmeistari í fyrsta sinn sumarið 2023, og gæti átt yfir höfði sér allt að 2,5 ára fangelsisvist vegna hegðunar sinnar.Getty/Noemi Llamas Rubiales, sem þá var formaður spænska knattspyrnusambandsins, er einnig sakaður um að hafa með hjálp þriggja annarra manna reynt að neyða Hermoso til að lýsa því yfir að kossinn hefði verið með hennar samþykki. Hermoso hefur alla tíð haldið því fram að kossinn hafi verið gegn hennar vilja, en Rubiales mótmælti því. Málið leiddi til mótmæla á Spáni og mikillar umræðu um kynjamismunun í íþróttum. Mótmælendur gáfu Luis Rubiales rauða spjaldið eftir kossinn á HM 2023, og hann sagði svo af sér sem formaður spænska knattspyrnusambandsins í september það ár.Getty/David Ramos „Ég vissi að þetta var koss frá yfirmanni mínum og að svona ætti ekki að gerast í neinum félags- eða vinnuaðstæðum,“ sagði Hermoso við réttarhöldin í dag. „Þetta augnablik skemmdi einn besta dag lífs míns,“ sagði hin 34 ára gamla Hermoso á meðan að Rubiales skráði eitthvað hjá sér og leit ekki til hennar. Saksóknari spurði hana hvort að hún hefði samþykkt kossinn og Hermoso svaraði: „Aldrei“. „Ég heyrði ekki neitt. Það næsta sem hann gerði var að grípa í mig um eyrun og kyssa mig á munninn… mér fannst ég vanvirt,“ sagði Hermoso. Saksóknari fer fram á tveggja og hálfs árs dóm yfir Rubiales. Hann mun lýsa sinni hlið þegar hann ber vitni 12. febrúar.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik Sjá meira