Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar 4. febrúar 2025 11:32 Ég hef aldrei haft gaman af því að taka til. Tilfinningin á eftir er þó alveg ágætt, vita að hverju ég geng í hverjum skáp, þurfa ekki að setja innanhússmet í langstökki til að komast að rúminu og svo mætti áfram telja. Einhverjir hafa líka mælt með að þetta sé gert jafnt og þétt, í þá beinu sambandi við aukningu drasls, en ég hef verið hrifnari af átaksverkefnum. Reyndar hef ég gerst sek um að ýta þessum átaksverkefnum á undan mér og á þar að baki áratugareynslu í “ég geri þetta á morgun” loforðum. Síðan hef ég verðlaunað mig reglulega með því að horfa á góða kvikmynd, kannski Love Actually þar sem Hugh Grant les yfir hausamótunum á forseta Bandaríkjanna, eða bara Dalalíf, jafnvel með popp og kók í glasi. Hinsvegar virðast þessi loforð koma í bakið á mér þegar ég stend ekki við þau, skyndilega eru einu nærfötin sem eru hrein, götóttar buxur eiginmannsins og heimalestrarhefti dætranna er einhversstaðar undir gömlum Quelle-pöntunarlista. Hafir þú náð að lesa hingað og talið þig vera að lesa játningu bugaðrar konu á þriðju vaktinni, þá er ekki svo, ég er bara kennari í kjarabaráttu sem er að reyna að koma málstað okkar á framfæri. Síðustu misseri hefur sambandið á milli samningsaðila hinsvegar súrnað mjög hratt. Kjarabarátta kennara um þessar mundir byggir nefnilega á að fólk standi við gefin loforð. Ekki loforð um að setja aðeins oftar í vél, eða henda loksins Quelle listanum sem er löngu orðinn úreltur, heldur að standa við loforð um jöfnun launa á milli markaða. Undir það loforð var skrifað árið 2016 af þeim Sigurði Inga Jóhannssyni, Bjarna Benediktssyni og Halldóri Halldórssyni sem þá voru fulltrúar ríkis og sveitarfélaga. Þangað til í nóvember síðastliðnum sátu tveir þessara þremenninga enn í þeim valdastöðum sem hefði gert þeim kleift að standa við gefin loforð, sem gerðist ekki. Nú eru tekin við ný stjórnmálaöfl, sem meðal annars töluðu fyrir mikilvægi þess að leiðrétta kjör kennara, það væri bara einfaldlega forgangs- og réttlætismál. Hinsvegar er meiri áhersla lögð á að hafa samræmdar símareglur og að breyta námsmati í skólum en kjaramál þeirra sem þar vinna í nýjum stjórnarsáttmála. Nýjasta útspil í kjaraviðræðum kennara var hugmynd um að verðmætameta störf kennara, hugmynd sem í grunninn er ekki slæm. Reyndar ekki ný hugmynd enda var álíka tillaga lögð fram árið 2020. Þá var lagt til í kjarasamningi grunnskólakennara að taka upp starfsmat á störfum okkar, svona hlutlægt mat á raunverulegu virði starfanna. Afraksturinn varð þó enginn. Það er því kannski ekki skrýtið að kennarar séu hóflega bjartsýnir á að staðið verði við slík loforð. Kennarar landsins eru löngu búin að fá nóg af “ég geri þetta á morgun/ eftir kosningar” loforðum og það er ljóst að við njótum stuðnings foreldra og nemenda. Í þeim viðtölum við foreldra barna sem horfa nú fram á enn eina verkfallslotuna síðustu daga hafa þau staðið við bakið á kennurum. Stuðningurinn við kennara frá ríki og sveitarfélögum virðist þó hafa gufað upp með samningsviljanum. Það er mín ósk að samningsaðilar nái saman, en þó sérstaklega að ríki og sveitarfélög standi við stóru orðin. Það er ekki boðlegt að talað sé um kennara sem framlínustarfsfólk og í þeim séu gríðarleg verðmæti fólgin, bara ekki þegar á að borga þeim laun í samræmi við það. Markmið samningsaðila er að mínu viti það sama, að byggja hér upp gott og öflugt menntakerfi. En samt sem áður virðist þetta samband samningsaðila vera að færast meira í þá átt að sá stærri hrifsar til sín það sem sá telur sitt en hundsar kröfur annarra. Slíkt samband telst tæplega vera heilbrigt og ekki vænlegt til árangurs. Ef við ætlum okkur að geta mannað menntakerfið þarf slíkt samband að vera til staðar og ágætis byrjun væri að, jú, standa við gefin loforð. Það teldi ég vera fyrirmyndarsamband. Höundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024-25 Mest lesið Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Ég hef aldrei haft gaman af því að taka til. Tilfinningin á eftir er þó alveg ágætt, vita að hverju ég geng í hverjum skáp, þurfa ekki að setja innanhússmet í langstökki til að komast að rúminu og svo mætti áfram telja. Einhverjir hafa líka mælt með að þetta sé gert jafnt og þétt, í þá beinu sambandi við aukningu drasls, en ég hef verið hrifnari af átaksverkefnum. Reyndar hef ég gerst sek um að ýta þessum átaksverkefnum á undan mér og á þar að baki áratugareynslu í “ég geri þetta á morgun” loforðum. Síðan hef ég verðlaunað mig reglulega með því að horfa á góða kvikmynd, kannski Love Actually þar sem Hugh Grant les yfir hausamótunum á forseta Bandaríkjanna, eða bara Dalalíf, jafnvel með popp og kók í glasi. Hinsvegar virðast þessi loforð koma í bakið á mér þegar ég stend ekki við þau, skyndilega eru einu nærfötin sem eru hrein, götóttar buxur eiginmannsins og heimalestrarhefti dætranna er einhversstaðar undir gömlum Quelle-pöntunarlista. Hafir þú náð að lesa hingað og talið þig vera að lesa játningu bugaðrar konu á þriðju vaktinni, þá er ekki svo, ég er bara kennari í kjarabaráttu sem er að reyna að koma málstað okkar á framfæri. Síðustu misseri hefur sambandið á milli samningsaðila hinsvegar súrnað mjög hratt. Kjarabarátta kennara um þessar mundir byggir nefnilega á að fólk standi við gefin loforð. Ekki loforð um að setja aðeins oftar í vél, eða henda loksins Quelle listanum sem er löngu orðinn úreltur, heldur að standa við loforð um jöfnun launa á milli markaða. Undir það loforð var skrifað árið 2016 af þeim Sigurði Inga Jóhannssyni, Bjarna Benediktssyni og Halldóri Halldórssyni sem þá voru fulltrúar ríkis og sveitarfélaga. Þangað til í nóvember síðastliðnum sátu tveir þessara þremenninga enn í þeim valdastöðum sem hefði gert þeim kleift að standa við gefin loforð, sem gerðist ekki. Nú eru tekin við ný stjórnmálaöfl, sem meðal annars töluðu fyrir mikilvægi þess að leiðrétta kjör kennara, það væri bara einfaldlega forgangs- og réttlætismál. Hinsvegar er meiri áhersla lögð á að hafa samræmdar símareglur og að breyta námsmati í skólum en kjaramál þeirra sem þar vinna í nýjum stjórnarsáttmála. Nýjasta útspil í kjaraviðræðum kennara var hugmynd um að verðmætameta störf kennara, hugmynd sem í grunninn er ekki slæm. Reyndar ekki ný hugmynd enda var álíka tillaga lögð fram árið 2020. Þá var lagt til í kjarasamningi grunnskólakennara að taka upp starfsmat á störfum okkar, svona hlutlægt mat á raunverulegu virði starfanna. Afraksturinn varð þó enginn. Það er því kannski ekki skrýtið að kennarar séu hóflega bjartsýnir á að staðið verði við slík loforð. Kennarar landsins eru löngu búin að fá nóg af “ég geri þetta á morgun/ eftir kosningar” loforðum og það er ljóst að við njótum stuðnings foreldra og nemenda. Í þeim viðtölum við foreldra barna sem horfa nú fram á enn eina verkfallslotuna síðustu daga hafa þau staðið við bakið á kennurum. Stuðningurinn við kennara frá ríki og sveitarfélögum virðist þó hafa gufað upp með samningsviljanum. Það er mín ósk að samningsaðilar nái saman, en þó sérstaklega að ríki og sveitarfélög standi við stóru orðin. Það er ekki boðlegt að talað sé um kennara sem framlínustarfsfólk og í þeim séu gríðarleg verðmæti fólgin, bara ekki þegar á að borga þeim laun í samræmi við það. Markmið samningsaðila er að mínu viti það sama, að byggja hér upp gott og öflugt menntakerfi. En samt sem áður virðist þetta samband samningsaðila vera að færast meira í þá átt að sá stærri hrifsar til sín það sem sá telur sitt en hundsar kröfur annarra. Slíkt samband telst tæplega vera heilbrigt og ekki vænlegt til árangurs. Ef við ætlum okkur að geta mannað menntakerfið þarf slíkt samband að vera til staðar og ágætis byrjun væri að, jú, standa við gefin loforð. Það teldi ég vera fyrirmyndarsamband. Höundur er kennari.
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar