„Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Jón Þór Stefánsson skrifar 5. febrúar 2025 08:02 Skiltið umdeilda er komið niður. Skúbb Skilti sem stóð fyrir utan ísbúðina Skúbb ísgerð við Laugarásveg í Reykjavík er farið eftir að byggingarfulltrúinn í Reykjavík gerði ísbúðinni að fjarlægja það. Nýtt skilti eða merking er komin í glugga verslunarinnar. „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða,“ segir Helgi Rafn Gunnarsson, framkvæmdastjóri Skúbbs um mynd sem sýnir það þegar skiltið var tekið niður. Í síðustu viku var greint frá því að úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefði hafnað kröfu Skúbbs um að fella úr gildi ákvörðun byggingarfulltrúans, sem var tekin í nóvember síðastliðnum. Ákvörðunin byggði á því að ekki hefði legið fyrir byggingarleyfi fyrir skiltinu. Í málflutningi Skúbbs var talað um að sá sem hefði sent ábendingu til byggingarfulltrúa um málið væri mikið í nöp við ísbúðina Skúbb. Um er að ræða nágranna sem býr í sama húsi. Þessi nágranni hefði áður „kvartað til allra yfirvalda“ en það engan árangur borið. Þá hefðu önnur fyrirtæki í þessum litla verslunarkjarna líka haft skilti en ekki hafi verið bent á þau. Þessi nágranni var borinn þungum sökum. Hann er sagður hafa unnið skemmdarverk á bíl fyrirtækisins, og þá sé starfsfólk ísbúðarinnar hrætt við hann vegna hótana í garð þeirra. Einnig er hann sagður hafa notað bílastæði sem séu ætluð viðskiptavinum þjónustukjarnans. Eigendur Skúbbs velta fyrir sér hvað sé til bragðs að taka.Vísir Skiltið er komið niður, en Helgi segir að nú þurfi þeir, rekstraraðilar Skúbbs, að hugsa út fyrir kassann hvernig sé hægt að vekja athygli vegfarenda á ísbúðinni. Nú er komið annað skilti eða merking inn í glugga verslunarinnar. Nágrannadeilur Ís Reykjavík Málefni fjölbýlishúsa Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Framkvæmdastjóri Skúbb Ísgerðar hefur kært ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík um að honum sé skylt að fjarlægja ljósaskilti sem er við ísbúð Skúbb, sem er við Laugarásveg í Reykjavík. Í kærunni segir að nágranni heyi stríð gegn ísbúðinni. 17. desember 2024 15:59 Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
„Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða,“ segir Helgi Rafn Gunnarsson, framkvæmdastjóri Skúbbs um mynd sem sýnir það þegar skiltið var tekið niður. Í síðustu viku var greint frá því að úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefði hafnað kröfu Skúbbs um að fella úr gildi ákvörðun byggingarfulltrúans, sem var tekin í nóvember síðastliðnum. Ákvörðunin byggði á því að ekki hefði legið fyrir byggingarleyfi fyrir skiltinu. Í málflutningi Skúbbs var talað um að sá sem hefði sent ábendingu til byggingarfulltrúa um málið væri mikið í nöp við ísbúðina Skúbb. Um er að ræða nágranna sem býr í sama húsi. Þessi nágranni hefði áður „kvartað til allra yfirvalda“ en það engan árangur borið. Þá hefðu önnur fyrirtæki í þessum litla verslunarkjarna líka haft skilti en ekki hafi verið bent á þau. Þessi nágranni var borinn þungum sökum. Hann er sagður hafa unnið skemmdarverk á bíl fyrirtækisins, og þá sé starfsfólk ísbúðarinnar hrætt við hann vegna hótana í garð þeirra. Einnig er hann sagður hafa notað bílastæði sem séu ætluð viðskiptavinum þjónustukjarnans. Eigendur Skúbbs velta fyrir sér hvað sé til bragðs að taka.Vísir Skiltið er komið niður, en Helgi segir að nú þurfi þeir, rekstraraðilar Skúbbs, að hugsa út fyrir kassann hvernig sé hægt að vekja athygli vegfarenda á ísbúðinni. Nú er komið annað skilti eða merking inn í glugga verslunarinnar.
Nágrannadeilur Ís Reykjavík Málefni fjölbýlishúsa Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Framkvæmdastjóri Skúbb Ísgerðar hefur kært ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík um að honum sé skylt að fjarlægja ljósaskilti sem er við ísbúð Skúbb, sem er við Laugarásveg í Reykjavík. Í kærunni segir að nágranni heyi stríð gegn ísbúðinni. 17. desember 2024 15:59 Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Framkvæmdastjóri Skúbb Ísgerðar hefur kært ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík um að honum sé skylt að fjarlægja ljósaskilti sem er við ísbúð Skúbb, sem er við Laugarásveg í Reykjavík. Í kærunni segir að nágranni heyi stríð gegn ísbúðinni. 17. desember 2024 15:59