Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 5. febrúar 2025 10:02 Saga Sig ljósmyndari og listakona er að fara af stað með námskeið í ljósmyndun. Þar verður meðal annars hægt að læra að taka góðar myndir af makanum sínum. Aðsend „Ég fæ svo ótrúlega margar fjölskyldur til mín í töku þar sem konurnar kvarta yfir því að það séu engar myndir til af þeim og þær myndir sem makarnir taka séu hræðilegar,“ segir ljósmyndarinn og listakonan Saga Sig. Hún er að fara af stað með námskeið sem kennir fólki að taka góðar Instagram myndir af mökunum sínum, að verða betri svokölluð „Insta hubby“. Byrjaði sem smá grín sem vatt upp á sig „Fyrir þá sem vita ekki hvað „Insta husband“ eða „Insta hubby“ er þá er það manneskjan á bak við símann eða myndavélina á samfélagsmiðlum. Oft er það maki, vinur eða fjölskyldumeðlimur sem tekur myndirnar,“ segir Saga kímin og bætir við: „Ég elska kenna og er að byrja að halda önnur námskeið. Fyrsta námskeiðið hefst núna á mánudag og er sex vikna námskeið í ljósmyndun sem er kennt í gegnum netið. Svo ætla ég að halda námskeið fyrir ungt börn og fólk í sumar og þetta er svo námskeið fyrir Instagram maka. Það byrjaði sem smá grín sem vatt upp á sig og svo sjáum við hvernig gengur í fyrsta námskeiðinu.“ En eru Insta makarnir farnir að sýna því meiri áhuga að geta tekið flottar myndir? „Ég held að áhuginn liggi frekar hjá kærustunum eða þeim sem myndin er tekin af. Dæmi um það eru mæður með börn. Það eru oft til svo fáar myndir af þeim til, sem er svo sorglegt því það er svo dýrmætt að eiga myndir. Líka bara í hversdagslegum augnablikum. Það getur gert svo mikið að vera meðvitaður um að skrásetja þessi augnablik og gera það vel.“ Á góðan „Insta husband“ Sem atvinnuljósmyndari veit Saga upp á hár hvaða myndir eru góðar og hverjar ekki. Aðspurð hvort makinn hennar Vilhelm Anton Jónsson sé góður Insta husband svarar Saga: „Já hann er orðinn mjög góður, enda listamaður! Hann var reyndar mikið í að taka myndir í gamla daga líka. Eina vandamálið er að hann sér stundum ekki á símann ef hann er ekki með fjarsýnisgleraugu þannig að ég er stundum ekki alveg í ramma,“ segir Saga og hlær. Saga Sig ásamt Vilhelm maka sínum sem er hinn fínasti Insta husband þegar Saga nær að vera í ramma!Sjöstrand „En hann hefur tekið svo fallegar myndir af mér og er mjög þolinmóður.“ Námskeiðið fer fram í byrjun mars og fyrir nánari upplýsingar má senda Sögu tölvupóst á sagasig@gmail.com. Hún hlakkar mikið til að fara af stað með þessi verkefni og segir margt annað skemmtilegt á döfinni. View this post on Instagram A post shared by Saga Sig (@sagasig) „Meðal annars að taka myndir af fólki, gera auglýsingar, mála, leikstýra og skapa og vera sem mest með fjölskyldunni.“ Ljósmyndun Menning Samfélagsmiðlar Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Lífið Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Fleiri fréttir Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Byrjaði sem smá grín sem vatt upp á sig „Fyrir þá sem vita ekki hvað „Insta husband“ eða „Insta hubby“ er þá er það manneskjan á bak við símann eða myndavélina á samfélagsmiðlum. Oft er það maki, vinur eða fjölskyldumeðlimur sem tekur myndirnar,“ segir Saga kímin og bætir við: „Ég elska kenna og er að byrja að halda önnur námskeið. Fyrsta námskeiðið hefst núna á mánudag og er sex vikna námskeið í ljósmyndun sem er kennt í gegnum netið. Svo ætla ég að halda námskeið fyrir ungt börn og fólk í sumar og þetta er svo námskeið fyrir Instagram maka. Það byrjaði sem smá grín sem vatt upp á sig og svo sjáum við hvernig gengur í fyrsta námskeiðinu.“ En eru Insta makarnir farnir að sýna því meiri áhuga að geta tekið flottar myndir? „Ég held að áhuginn liggi frekar hjá kærustunum eða þeim sem myndin er tekin af. Dæmi um það eru mæður með börn. Það eru oft til svo fáar myndir af þeim til, sem er svo sorglegt því það er svo dýrmætt að eiga myndir. Líka bara í hversdagslegum augnablikum. Það getur gert svo mikið að vera meðvitaður um að skrásetja þessi augnablik og gera það vel.“ Á góðan „Insta husband“ Sem atvinnuljósmyndari veit Saga upp á hár hvaða myndir eru góðar og hverjar ekki. Aðspurð hvort makinn hennar Vilhelm Anton Jónsson sé góður Insta husband svarar Saga: „Já hann er orðinn mjög góður, enda listamaður! Hann var reyndar mikið í að taka myndir í gamla daga líka. Eina vandamálið er að hann sér stundum ekki á símann ef hann er ekki með fjarsýnisgleraugu þannig að ég er stundum ekki alveg í ramma,“ segir Saga og hlær. Saga Sig ásamt Vilhelm maka sínum sem er hinn fínasti Insta husband þegar Saga nær að vera í ramma!Sjöstrand „En hann hefur tekið svo fallegar myndir af mér og er mjög þolinmóður.“ Námskeiðið fer fram í byrjun mars og fyrir nánari upplýsingar má senda Sögu tölvupóst á sagasig@gmail.com. Hún hlakkar mikið til að fara af stað með þessi verkefni og segir margt annað skemmtilegt á döfinni. View this post on Instagram A post shared by Saga Sig (@sagasig) „Meðal annars að taka myndir af fólki, gera auglýsingar, mála, leikstýra og skapa og vera sem mest með fjölskyldunni.“
Ljósmyndun Menning Samfélagsmiðlar Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Lífið Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Fleiri fréttir Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira