Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar 6. febrúar 2025 07:04 Í dag, 6. febrúar, fögnum við Degi leikskólans, líkt og gert hefur verið um langt árabil. Á þessum merkisdegi í sögu leikskólans stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara sín fyrstu samtök fyrir 75 árum. Stofnun samtakanna árið 1950 markaði upphaf þeirrar baráttu sem enn er til staðar, að efla og styrkja starf leikskóla og um leið að vekja athygli á mikilvægi hans. Á Degi leikskólans gefst tækifæri til að stuðla að jákvæðri umræðu um leikskólastarf og heiðra kennara og annað starfsfólk skólana fyrir það faglega og metnaðarfulla starf sem innt er af hendi í leikskólum landsins á degi hverjum. Um leið minnir dagurinn á að leikskólinn er undirstaða þess að börn og ungmenni þroskist og dafni á allri sinni skólagöngu. Þar er lagður mikilvægur grunnur að félags-, tilfinninga-, vitsmuna-, mál- og hreyfiþroska barna. Þar fá börn tækifæri til að þroskast í gegnum leik og öðlast færni sem fylgir þeim allt lífið. Í leikskóla þróa börn með sér félagslega færni, þau læra að eiga í samskiptum við aðra, leika sér með öðrum, deila, taka tillit til annarra og leysa ágreining. Í leikskóla læra börn að skilja og tjá tilfinningar sínar og tilfinningar annarra. Með öðrum orðum hjálpar leikskólastarf börnum að byggja upp heilbrigð tengsl og sambönd við aðra. Leikskólinn er einnig vettvangur fyrir börn til að kynnast menningu og því samfélagi sem þau búa í auk þess sem þau kynnast mikilvægi inngildingar og jafnréttis. Í leikskóla fá börn tækifæri til að efla sjálfstæði sitt og sjálfstraust. Þau kynnast nýjum áskorunum og öðlast nýja færni; þroska og efla ímyndunarafl sitt og sköpunargáfu og þjálfast í lausnaleit og ákvarðanatöku sem styrkir þau og gerir þau öruggari við að takast á við nýjar aðstæður. Það gefur auga leið að allt þetta þroskaferli og lærdómur verður ekki til í tómarúmi. Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn. Starf kennara er afar fjölbreytt og gegnir það lykilhlutverki í uppvexti, þroska og námi barna. Það er kennarinn sem skipuleggur og leiðbeinir í gegnum leik, listsköpun, tónlist, útiveru og hreyfingu. Það er kennarinn sem fylgist með þroska hvers barns og veitir stuðning við þau sem þurfa á því að halda og hvetur áfram. Það er kennarinn sem vinnur náið með foreldrum til að tryggja samfelldan stuðning við barnið. Það er kennarinn sem tengir leikskólann við samfélagið í kringum sig. Það er kennarinn sem er í stöðugri þróun og kynnir sér nýjar kennsluaðferðir og hugmyndafræði til að mæta þörfum allra barna sem best. Svo öll börn fái notið gæða menntunar þarf að tryggja þeim aðgang að góðum leikskólum þar sem kennarar starfa með fagmennsku að leiðarljósi. Því verða rekstraraðilar að fjárfesta í skólakerfinu, tryggja kennurum samkeppnishæf laun og góð starfsskilyrði. Það þarf stórsókn í menntamálum svo þetta raungerist því í dag eru einungis um 25% þeirra sem starfa við kennslu og umönnun í leikskólum kennarar, þvert á lög sem kveða á um 67% lágmark. Nýtum daginn til að fagna því sem vel er gert og krefjast um leið fjárfestingar í kennurum til að tryggja öllum börnum fagmennsku og stöðugleika. Til hamingju öll með dag leikskólans. Höfundur er varaformaður Kennarasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024-25 Leikskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í dag, 6. febrúar, fögnum við Degi leikskólans, líkt og gert hefur verið um langt árabil. Á þessum merkisdegi í sögu leikskólans stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara sín fyrstu samtök fyrir 75 árum. Stofnun samtakanna árið 1950 markaði upphaf þeirrar baráttu sem enn er til staðar, að efla og styrkja starf leikskóla og um leið að vekja athygli á mikilvægi hans. Á Degi leikskólans gefst tækifæri til að stuðla að jákvæðri umræðu um leikskólastarf og heiðra kennara og annað starfsfólk skólana fyrir það faglega og metnaðarfulla starf sem innt er af hendi í leikskólum landsins á degi hverjum. Um leið minnir dagurinn á að leikskólinn er undirstaða þess að börn og ungmenni þroskist og dafni á allri sinni skólagöngu. Þar er lagður mikilvægur grunnur að félags-, tilfinninga-, vitsmuna-, mál- og hreyfiþroska barna. Þar fá börn tækifæri til að þroskast í gegnum leik og öðlast færni sem fylgir þeim allt lífið. Í leikskóla þróa börn með sér félagslega færni, þau læra að eiga í samskiptum við aðra, leika sér með öðrum, deila, taka tillit til annarra og leysa ágreining. Í leikskóla læra börn að skilja og tjá tilfinningar sínar og tilfinningar annarra. Með öðrum orðum hjálpar leikskólastarf börnum að byggja upp heilbrigð tengsl og sambönd við aðra. Leikskólinn er einnig vettvangur fyrir börn til að kynnast menningu og því samfélagi sem þau búa í auk þess sem þau kynnast mikilvægi inngildingar og jafnréttis. Í leikskóla fá börn tækifæri til að efla sjálfstæði sitt og sjálfstraust. Þau kynnast nýjum áskorunum og öðlast nýja færni; þroska og efla ímyndunarafl sitt og sköpunargáfu og þjálfast í lausnaleit og ákvarðanatöku sem styrkir þau og gerir þau öruggari við að takast á við nýjar aðstæður. Það gefur auga leið að allt þetta þroskaferli og lærdómur verður ekki til í tómarúmi. Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn. Starf kennara er afar fjölbreytt og gegnir það lykilhlutverki í uppvexti, þroska og námi barna. Það er kennarinn sem skipuleggur og leiðbeinir í gegnum leik, listsköpun, tónlist, útiveru og hreyfingu. Það er kennarinn sem fylgist með þroska hvers barns og veitir stuðning við þau sem þurfa á því að halda og hvetur áfram. Það er kennarinn sem vinnur náið með foreldrum til að tryggja samfelldan stuðning við barnið. Það er kennarinn sem tengir leikskólann við samfélagið í kringum sig. Það er kennarinn sem er í stöðugri þróun og kynnir sér nýjar kennsluaðferðir og hugmyndafræði til að mæta þörfum allra barna sem best. Svo öll börn fái notið gæða menntunar þarf að tryggja þeim aðgang að góðum leikskólum þar sem kennarar starfa með fagmennsku að leiðarljósi. Því verða rekstraraðilar að fjárfesta í skólakerfinu, tryggja kennurum samkeppnishæf laun og góð starfsskilyrði. Það þarf stórsókn í menntamálum svo þetta raungerist því í dag eru einungis um 25% þeirra sem starfa við kennslu og umönnun í leikskólum kennarar, þvert á lög sem kveða á um 67% lágmark. Nýtum daginn til að fagna því sem vel er gert og krefjast um leið fjárfestingar í kennurum til að tryggja öllum börnum fagmennsku og stöðugleika. Til hamingju öll með dag leikskólans. Höfundur er varaformaður Kennarasambands Íslands.
Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen Skoðun
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen Skoðun