Veður

Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið

Samúel Karl Ólason skrifar
Margir vegir á landinu eru á óvissustigi og gætu lokað með skömmum fyrirvara.
Margir vegir á landinu eru á óvissustigi og gætu lokað með skömmum fyrirvara. Vísir/Vilhelm

Aftakaveður gengur yfir landið eftir hádegi í dag. Rauðar og appelsínugular viðvaranir hafa verið settar á lallt landið og er spáð hviðum upp í fimmtíu metra á sekúndu.

  • Veðurstofan segir að á höfuðborgarsvæðinu megi búast við 28-33 metrum á sekúndu og að hættulegt gæti verið að vera á ferð utandyra milli fjögur og sjö.
  • Veðrið mun fyrst versna á suðvestanverðu landinu upp úr hádegi og ganga svo yfir landið seinni partinn.
  • Appelsínugular og svo rauðar viðvarnir eru í gildi eða munu taka gildi um allt landið í dag. Varað er við talsverðri rigningu og mögulegu foktjóni.
  • Vegir víða um land eru á óvissustigi og gæti þeim verið lokað með stuttum fyrirvara. Vegagerðin biður fólk um að fylgjast með aðstæðum og vera tilbúið til að breyta áætlunum sínum.
  • Miklar raskanir eru á flugi í dag, nær öllum flugferðum til og frá landinu eftir klukkan eitt hefur verið aflýst.

Hér að neðan má sjá beina útsendingu úr vefmyndavél Advania, sem sýnir Sæbrautina.

Fylgjast má með vendingum dagsins í vaktinni hér að neðan. Mögulega þarf að endurhlaða síðuna, sjáist vaktin ekki.

Hægt er að senda okkur myndir eða ábendingar um fréttir á ritstjorn@visir.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×