„Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 6. febrúar 2025 11:54 Lítið hafði farið fyrir hjónunum Kanye West og Biöncu Censori undanfarna mánuði þar til þau skutu upp kollinum á Grammy-hátíðinni um helgina. Getty Kanye West segist hafa verið ranglega greindur með geðhvörf og sé í raun einhverfur. Hann þakkar eiginkonu sinni fyrir að senda hann í greiningu og segist hættur að taka geðlyf. Hinn 47 ára West mætti í vikunni í hlaðvarpið The Download sem samfélagsmiðlafígúran Justin Laboy heldur úti. Þar fór rapparinn um víðan völl og opnaði sig meðal annars um einhverfugreiningu sína. „Konan mín fór með mig, hún sagði: ,Eitthvað við persónuleikann þinn virkar ekki eins og geðhvörf, ég hef séð geðhvörf áður‘,“ sagði West í hlaðvarpinu á þriðjudag. „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa sem ég er með.“ Einhverfan skýri margt West greindi frá því að hann hefði verið greindur með geðhvarfasýki árið 2016 eftir að hann var lagður inn á spítala vegna „geðræns neyðartilfellis“ (e. psychiatric emergency) eins og læknar lýstu því. Eftir að einhverfan kom í ljós segir West að allt sem á undan gekk hafi orðið skýrara. „Þú ert bara: ,Já maður, ég ætla að klæðast þessum Trump-hatti því ég fíla Trump almennt‘,“ sagði hann og bætti við: „Þegar aðdáendur mínir segja mér að gera plötuna mína á einhvern sérstakan hátt, geri ég það akkúrat öfugt.“ West hefur aldrei setið á skoðunum sínum sem hefur ítrekað komið honum í koll. Vandræðin náðu hámarki 2022 þegar andgyðingleg ummæli hans urðu til þess að fjöldi fyrirtækja og samstarfsaðila hættu samstarfi við rapparann. Samkvæmt Forbes tapaði West mörg hundruð milljónum dala vegna málsins. „Stöðug tilfinning fyrir því að vera ekki með stjórnina leiddi til þess að ég missti stjórnina,“ sagði hann við Laboy. Hættur að taka lyfin Nú þegar West telur sig ekki lengur vera með geðhvarfasýki segist hann vera hættur að taka geðlyf við sjúkdómnum. Kanye West og Bianca Censori á Grammy-hátíðinni 2025.Jon Kopaloff/WireImage „Ég hef ekki tekið lyfin síðan ég komst að því að ég væri ekki með geðhvarfasýki, að það væri ekki rétt greining,“ sagði West í viðtalinu. Hann sagðist feginn gera það því lyfin hafi bælt sköpunarkraft hans algjörlega. Þessa dagana er West að undirbúa næstu plötu sína, Bully, sem á að koma út í sumar. Þar að auki er hann að vinna að fyrstu plötu dóttur sinnar, hinnar ellefu ára North West. Sú var tilkynnt fyrir ári síðan og ku heita Elementary School Dropout sem er vísun í fyrstu plötu föðursins, College Dropout. West og Censori hafa vakið mikla athygli saman frá því þau giftu sig í desember 2022. Bæði vegna ofstopafullrar framgöngu West og vegna þess að Censori er gjarnan hálfnakin þegar þau fara út á meðal almennings. Síðustu mánuði hafði lítið farið fyrir þeim tveimur og var talið að hjónabandið væri á barmi skilnaðar. Hjónin skutu síðan aftur upp kollinum á Grammy-hátíðinni um helgina þar sem Censori var í gegnsæjum nælonkjól einum klæða. Viðtal Laboy við West má svo sjá í heild sinni hér að neðan: Geðheilbrigði Tónlist Bandaríkin Mál Kanye West Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning Fleiri fréttir Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Sjá meira
Hinn 47 ára West mætti í vikunni í hlaðvarpið The Download sem samfélagsmiðlafígúran Justin Laboy heldur úti. Þar fór rapparinn um víðan völl og opnaði sig meðal annars um einhverfugreiningu sína. „Konan mín fór með mig, hún sagði: ,Eitthvað við persónuleikann þinn virkar ekki eins og geðhvörf, ég hef séð geðhvörf áður‘,“ sagði West í hlaðvarpinu á þriðjudag. „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa sem ég er með.“ Einhverfan skýri margt West greindi frá því að hann hefði verið greindur með geðhvarfasýki árið 2016 eftir að hann var lagður inn á spítala vegna „geðræns neyðartilfellis“ (e. psychiatric emergency) eins og læknar lýstu því. Eftir að einhverfan kom í ljós segir West að allt sem á undan gekk hafi orðið skýrara. „Þú ert bara: ,Já maður, ég ætla að klæðast þessum Trump-hatti því ég fíla Trump almennt‘,“ sagði hann og bætti við: „Þegar aðdáendur mínir segja mér að gera plötuna mína á einhvern sérstakan hátt, geri ég það akkúrat öfugt.“ West hefur aldrei setið á skoðunum sínum sem hefur ítrekað komið honum í koll. Vandræðin náðu hámarki 2022 þegar andgyðingleg ummæli hans urðu til þess að fjöldi fyrirtækja og samstarfsaðila hættu samstarfi við rapparann. Samkvæmt Forbes tapaði West mörg hundruð milljónum dala vegna málsins. „Stöðug tilfinning fyrir því að vera ekki með stjórnina leiddi til þess að ég missti stjórnina,“ sagði hann við Laboy. Hættur að taka lyfin Nú þegar West telur sig ekki lengur vera með geðhvarfasýki segist hann vera hættur að taka geðlyf við sjúkdómnum. Kanye West og Bianca Censori á Grammy-hátíðinni 2025.Jon Kopaloff/WireImage „Ég hef ekki tekið lyfin síðan ég komst að því að ég væri ekki með geðhvarfasýki, að það væri ekki rétt greining,“ sagði West í viðtalinu. Hann sagðist feginn gera það því lyfin hafi bælt sköpunarkraft hans algjörlega. Þessa dagana er West að undirbúa næstu plötu sína, Bully, sem á að koma út í sumar. Þar að auki er hann að vinna að fyrstu plötu dóttur sinnar, hinnar ellefu ára North West. Sú var tilkynnt fyrir ári síðan og ku heita Elementary School Dropout sem er vísun í fyrstu plötu föðursins, College Dropout. West og Censori hafa vakið mikla athygli saman frá því þau giftu sig í desember 2022. Bæði vegna ofstopafullrar framgöngu West og vegna þess að Censori er gjarnan hálfnakin þegar þau fara út á meðal almennings. Síðustu mánuði hafði lítið farið fyrir þeim tveimur og var talið að hjónabandið væri á barmi skilnaðar. Hjónin skutu síðan aftur upp kollinum á Grammy-hátíðinni um helgina þar sem Censori var í gegnsæjum nælonkjól einum klæða. Viðtal Laboy við West má svo sjá í heild sinni hér að neðan:
Geðheilbrigði Tónlist Bandaríkin Mál Kanye West Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning Fleiri fréttir Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Sjá meira