Í tilkynningu frá bankanum kemur fram að vaxtalækkunin, á bæði inn- og útlánsvöxtum bankans, taki gildi á mánudaginn, 10. febrúar.
Vextirnir breytast með þessum hætti:
Óverðtryggðir breytilegir íbúðalánavextir lækka um 0,50 prósentustig og verða 9,64 prósent.
Óverðtryggðir breytilegir kjörvextir lækka um 0,50 prósentustig og verða 10,85 prósent.
Kjörvextir bílalána lækka um 0,50 prósentustig og verða 11,25 prósent.
Yfirdráttavextir lækka um 0,50 prósentustig og verða 15,75 prósent.
Greiðsludreifing og veltuvextir kreditkorta lækka um 0,50 prósentustig og verða 15,75 prósent.
Vextir veltureikninga lækka um allt að 0,50 prósentustig.
Vextir annarra óverðtryggðra sparireikninga lækka um allt að 0,50 prósentustig.
Sjá einnig: Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu og
Indó ríður á vaðið
Taka mið af fjármögnunarkostnaði
Í tilkynningu bankans segir að breytingar á vöxtum lána sem falli undir lög um neytendalán eða lög um fasteignalán til neytenda taki gildi í samræmi við skilmála lánanna og tilkynningar um vaxtabreytingar. Það sama gildi um breytingar á vöxtum innlána sem falli undir lög um greiðsluþjónustu.
Þá segir að vaxtabreytingar útlána Arion banka taki mið af fjármögnunarkostnaði bankans á hverjum tíma en einnig af öðrum þáttum, m.a. útlánaáhættu.
„Fjármögnunarkostnaður bankans fylgir að hluta til stýrivöxtum Seðlabankans en einnig hafa aðrar fjármögnunarleiðir umtalsverð áhrif, svo sem innlán viðskiptavina, markaðsfjármögnun, erlend skuldabréfaútgáfa og eiginfjárgerningar.“