„Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. febrúar 2025 10:30 Magnús með Gunnar litla í fanginu. úr einkasafni Ungt par í Laugardalnum gekk í gegnum martröð allra foreldra í maí 2023, þegar fjögurra ára sonur þeirra lést sviplega eftir skammvinn veikindi. Þau hafa bæði verið samstíga og farið sínar eigin leiðir í sorginni, sem hefur á köflum verið yfirþyrmandi. Við settumst niður með Lilju Eivor Gunnarsdóttur Cederborg og Magnúsi Björgvin Sigurðssyni í Íslandi í dag. Þau sögðu okkur sögu sonar síns, Gunnars Unnsteins Magnússonar, sem lést 24. maí 2023. Gunnar litli hafði veikst á afmælisdaginn sinn tveimur vikum áður og reyndist hafa fengið veirusýkingu sem komst upp í heila. Lilja og Magnús bíða þó enn skýringa frá Landlækni, eins og þau lýsa í viðtali í Íslandi í dag sem horfa má á hér fyrir neðan. Lilja sagði einnig sögu sína í viðtali á Vísi í síðasta mánuði. Lilja og Magnús segja andlát Gunnars og sorgina vissulega hafa reynt á sambandið en þau hafi unnið sig í gegnum það saman. Þau sóttu tíma í Sorgarmiðstöðinni fyrir foreldra sem hafa misst börn og þá reyndist þeim mikilvægt að finna sínar eigin leiðir í sorginni. „Það var þessi hugmynd með sko að taka þessi litlu verkefni sem þú náðir að klára, því fyrir mér var þetta áfall svo óyfirstíganlegt, að ég sá aldrei ljós við enda gangana. Þannig að ég fór að labba í búðina, litlar vörður sem ég gat klárað. Svo er þetta ekki stórt heimili, hér var mikið af fólki, þannig að stundum þurfti maður smá pásu,“ segir Magnús, sem var fljótari en Lilja að byrja að fara út að sinna erindum eftir andlát Gunnars. „Maður þarf að byggja upp félagslegt þol alveg upp á nýtt, þarf að læra það alveg aftur að hitta fólk og tala við það. Ég var oft í feluleik í Krónunni, þannig að fólk sem ég þekkti myndi ekki sjá mig.“ Magnús segir að fyrstu vikurnar eftir andlát Gunnars séu í móðu. Hann muni stopult eftir þessum tíma og erfiðar minningar sæki enn á hann. „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði. Bara svona, hvernig hlutkesti heimsins hefði getað lent á okkur. En að sama skapi myndi maður ekki óska neinum þessara örlaga.“ Ísland í dag Mest lesið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Tíska og hönnun „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Fleiri fréttir Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Sjá meira
Við settumst niður með Lilju Eivor Gunnarsdóttur Cederborg og Magnúsi Björgvin Sigurðssyni í Íslandi í dag. Þau sögðu okkur sögu sonar síns, Gunnars Unnsteins Magnússonar, sem lést 24. maí 2023. Gunnar litli hafði veikst á afmælisdaginn sinn tveimur vikum áður og reyndist hafa fengið veirusýkingu sem komst upp í heila. Lilja og Magnús bíða þó enn skýringa frá Landlækni, eins og þau lýsa í viðtali í Íslandi í dag sem horfa má á hér fyrir neðan. Lilja sagði einnig sögu sína í viðtali á Vísi í síðasta mánuði. Lilja og Magnús segja andlát Gunnars og sorgina vissulega hafa reynt á sambandið en þau hafi unnið sig í gegnum það saman. Þau sóttu tíma í Sorgarmiðstöðinni fyrir foreldra sem hafa misst börn og þá reyndist þeim mikilvægt að finna sínar eigin leiðir í sorginni. „Það var þessi hugmynd með sko að taka þessi litlu verkefni sem þú náðir að klára, því fyrir mér var þetta áfall svo óyfirstíganlegt, að ég sá aldrei ljós við enda gangana. Þannig að ég fór að labba í búðina, litlar vörður sem ég gat klárað. Svo er þetta ekki stórt heimili, hér var mikið af fólki, þannig að stundum þurfti maður smá pásu,“ segir Magnús, sem var fljótari en Lilja að byrja að fara út að sinna erindum eftir andlát Gunnars. „Maður þarf að byggja upp félagslegt þol alveg upp á nýtt, þarf að læra það alveg aftur að hitta fólk og tala við það. Ég var oft í feluleik í Krónunni, þannig að fólk sem ég þekkti myndi ekki sjá mig.“ Magnús segir að fyrstu vikurnar eftir andlát Gunnars séu í móðu. Hann muni stopult eftir þessum tíma og erfiðar minningar sæki enn á hann. „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði. Bara svona, hvernig hlutkesti heimsins hefði getað lent á okkur. En að sama skapi myndi maður ekki óska neinum þessara örlaga.“
Ísland í dag Mest lesið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Tíska og hönnun „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Fleiri fréttir Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Sjá meira