„Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. febrúar 2025 10:30 Magnús með Gunnar litla í fanginu. úr einkasafni Ungt par í Laugardalnum gekk í gegnum martröð allra foreldra í maí 2023, þegar fjögurra ára sonur þeirra lést sviplega eftir skammvinn veikindi. Þau hafa bæði verið samstíga og farið sínar eigin leiðir í sorginni, sem hefur á köflum verið yfirþyrmandi. Við settumst niður með Lilju Eivor Gunnarsdóttur Cederborg og Magnúsi Björgvin Sigurðssyni í Íslandi í dag. Þau sögðu okkur sögu sonar síns, Gunnars Unnsteins Magnússonar, sem lést 24. maí 2023. Gunnar litli hafði veikst á afmælisdaginn sinn tveimur vikum áður og reyndist hafa fengið veirusýkingu sem komst upp í heila. Lilja og Magnús bíða þó enn skýringa frá Landlækni, eins og þau lýsa í viðtali í Íslandi í dag sem horfa má á hér fyrir neðan. Lilja sagði einnig sögu sína í viðtali á Vísi í síðasta mánuði. Lilja og Magnús segja andlát Gunnars og sorgina vissulega hafa reynt á sambandið en þau hafi unnið sig í gegnum það saman. Þau sóttu tíma í Sorgarmiðstöðinni fyrir foreldra sem hafa misst börn og þá reyndist þeim mikilvægt að finna sínar eigin leiðir í sorginni. „Það var þessi hugmynd með sko að taka þessi litlu verkefni sem þú náðir að klára, því fyrir mér var þetta áfall svo óyfirstíganlegt, að ég sá aldrei ljós við enda gangana. Þannig að ég fór að labba í búðina, litlar vörður sem ég gat klárað. Svo er þetta ekki stórt heimili, hér var mikið af fólki, þannig að stundum þurfti maður smá pásu,“ segir Magnús, sem var fljótari en Lilja að byrja að fara út að sinna erindum eftir andlát Gunnars. „Maður þarf að byggja upp félagslegt þol alveg upp á nýtt, þarf að læra það alveg aftur að hitta fólk og tala við það. Ég var oft í feluleik í Krónunni, þannig að fólk sem ég þekkti myndi ekki sjá mig.“ Magnús segir að fyrstu vikurnar eftir andlát Gunnars séu í móðu. Hann muni stopult eftir þessum tíma og erfiðar minningar sæki enn á hann. „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði. Bara svona, hvernig hlutkesti heimsins hefði getað lent á okkur. En að sama skapi myndi maður ekki óska neinum þessara örlaga.“ Ísland í dag Mest lesið Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Lífið Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ Lífið Játaði ást sína á Jenner Bíó og sjónvarp „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Lífið Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Lífið Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Lífið Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Lífið Víkingar fengu son í jólagjöf Lífið Morð og missir, kraftaverk, hjónaskilnaðir og Forrest Gump Áskorun Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Sjá meira
Við settumst niður með Lilju Eivor Gunnarsdóttur Cederborg og Magnúsi Björgvin Sigurðssyni í Íslandi í dag. Þau sögðu okkur sögu sonar síns, Gunnars Unnsteins Magnússonar, sem lést 24. maí 2023. Gunnar litli hafði veikst á afmælisdaginn sinn tveimur vikum áður og reyndist hafa fengið veirusýkingu sem komst upp í heila. Lilja og Magnús bíða þó enn skýringa frá Landlækni, eins og þau lýsa í viðtali í Íslandi í dag sem horfa má á hér fyrir neðan. Lilja sagði einnig sögu sína í viðtali á Vísi í síðasta mánuði. Lilja og Magnús segja andlát Gunnars og sorgina vissulega hafa reynt á sambandið en þau hafi unnið sig í gegnum það saman. Þau sóttu tíma í Sorgarmiðstöðinni fyrir foreldra sem hafa misst börn og þá reyndist þeim mikilvægt að finna sínar eigin leiðir í sorginni. „Það var þessi hugmynd með sko að taka þessi litlu verkefni sem þú náðir að klára, því fyrir mér var þetta áfall svo óyfirstíganlegt, að ég sá aldrei ljós við enda gangana. Þannig að ég fór að labba í búðina, litlar vörður sem ég gat klárað. Svo er þetta ekki stórt heimili, hér var mikið af fólki, þannig að stundum þurfti maður smá pásu,“ segir Magnús, sem var fljótari en Lilja að byrja að fara út að sinna erindum eftir andlát Gunnars. „Maður þarf að byggja upp félagslegt þol alveg upp á nýtt, þarf að læra það alveg aftur að hitta fólk og tala við það. Ég var oft í feluleik í Krónunni, þannig að fólk sem ég þekkti myndi ekki sjá mig.“ Magnús segir að fyrstu vikurnar eftir andlát Gunnars séu í móðu. Hann muni stopult eftir þessum tíma og erfiðar minningar sæki enn á hann. „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði. Bara svona, hvernig hlutkesti heimsins hefði getað lent á okkur. En að sama skapi myndi maður ekki óska neinum þessara örlaga.“
Ísland í dag Mest lesið Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Lífið Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ Lífið Játaði ást sína á Jenner Bíó og sjónvarp „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Lífið Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Lífið Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Lífið Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Lífið Víkingar fengu son í jólagjöf Lífið Morð og missir, kraftaverk, hjónaskilnaðir og Forrest Gump Áskorun Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Sjá meira