Sautjánda umferð Bónus deildar karla í körfubolta klárast í kvöld með leik Vals og Hattar en öll umferðin verður síðan gerð upp í Bónus Körfuboltakvöldi strax á eftir.
Íslenska landsliðskona Sveindís Jane Jónsdóttir verður í sviðsljósinu þegar Wolfsburg heimsækir Köln í þýsku kvennadeildinni.
Það er bein útsending frá leik Manchester United og Leicester í enska bikarnum en eins er sýnt frá leik Ármanns og Selfoss í 1. deild kvenna í körfubolta.
Það verður einnig sýnt frá sádi-arabíska fótboltanum, golfi og NHL-deildinni í íshokkí.
Leikurinn frá Sádi Arabíu er frá leik Al Nassr sem er auðvitað lið Portúgalans Cristiano Ronaldo, markahæsta leikmanns allra tíma.
Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir beinar útsendingar á sportstöðvunum í dag.
Stöð 2 Sport
Klukkan 19.00 hefst útsending frá leik Vals og Hattar í Bónus deild karla í körfubolta.
Klukkan 21.00 hefst Bónus Körfuboltakvöld þar sem öll sautjánda umferð Bónus deildar karla verður gerð upp.
Stöð 2 Sport 3
Klukkan 11.00 hefst útsending frá afríska meistaramóti áhugamanna í golfi.
Stöð 2 Sport 4
Klukkan 09.00 hefst útsending frá Commercial Bank Qatar Masters á evrópsku mótaröðinni í golfi.
Klukkan 16.00 hefst útsending frá Founders bikarnum sem er golfmót á LPGA mótaröðinni.
Vodafone Sport
Klukkan 15.10 hefst útsending frá leik AAl Nassr og Al Fayha í sádi-arabíska fótboltanum.
Klukkan 17.25 hefst útsending frá leik FC Köln og Wolfsburg í þýsku kvennadeildinni.
Klukkn 19.50 hefst útsending frá leik Manchester United og Leicester í ensku bikarkeppninni í fótbolta.
Klukkan 00.05 hefst útsending frá leik New York Rangers og Pittsburgh Penguins í NHL-deildinni í íshokkí.
Bónus deildar rásin
Klukkan 18.35 hefst útsending frá leik Ármanns og Selfoss í 1. deild kvenna í körfubolta.