Guðmundur hefur verið formaður sambandsins í tólf ár. Hann staðfesti ákvörðun sína um að hætta störfum í vor í viðtali við Ríkissjónvarpið en hafði áður tilkynnt hana á formannafundi félaganna.
Það verður því kosið um nýjan formann 5. apríl næstkomandi þegar ársþingið fer fram.
„Ég held að það sé bara kominn tími að skipta um mann í brúnni,“ segir Guðmundur við RÚV.
Hann hefur verið formaður HSÍ síðan 2013, næstlengst allra. Aðeins Guðmundur Ágúst Ingvarsson hefur verið lengur í embættinu, 1996-2009. Fyrir utan árin tólf sem formaður var Guðmundur B. varaformaður frá 2009-2013.
Guðmundur B. Ólafsson segir tíma kominn til að hleypa öðrum að og marga góða kandídata tilbúna að taka við af sér. 🎙️„Þá held ég að við séum búnir að taka réttar ákvarðanir í öllum þessum þjálfaramálum,“ segir Guðmundur m.a.👇https://t.co/yxY0MoGUS6 pic.twitter.com/6b0MHdSTyA
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) February 6, 2025