Handbolti

Al­dís Ásta bjó til tíu mörk í stór­sigri

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aldís Ásta Heimisdóttir fór mikinn í kvöld eins og í síðustu leikjum.
Aldís Ásta Heimisdóttir fór mikinn í kvöld eins og í síðustu leikjum. Skara

Aldís Ásta Heimisdóttir og félagar hennar í Skara voru í góðum gír í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Skara vann þá tíu marka heimasigur á Önnereds, 30-20. Eftir þennan sigur er liðið í þriðja sæti deildarinnar en liðið hefur unnið átta síðustu deildarleiki sína.

Aldís Ásta átti mjög góðan leik. Hún nýtti sex af sjö skotum sínum og gaf einnig fjórar stoðsendingar á liðsfélagana.

Aldís kom því að tíu mörkum fyrir sitt lið en ekkert marka hennar kom úr vítakasti.

Aldís var næstmarkahæst í liðinu og sú sem gaf flestar stoðsendingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×