Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar 6. febrúar 2025 23:45 Í ár eru 25 ár síðan ég hóf störf í leikskóla. Í ár eru 20 ár síðan ég útskrifaðist sem leikskólakennari frá KHÍ, full af áhuga og væntingum fyrir starfinu. Starfi sem ég hef þroskast og vaxið í og geri enn því það er í stöðugri þróun, en gríðarlegar breytingar hafa orðið í leikskólaumhverfinu sl. 25 ár. Sem betur fer því stöðnun væri áhyggjuefni. Ég kenni m.a. félagsfærni, stærðfræði, hljóðkerfisvitund (google hjálpar ykkur ef þið vitið ekki hvað það er) og hreyfingu, ásamt því að vera í daglegum samskiptum við foreldra barnanna. Annað er einnig áhyggjuefni. Það er að núna, árið 2025, þurfi háskólamenntuð stétt, sem kennarar eru, að grípa til þess neyðarúrræðis að fara í verkfall, til að fá ríki og sveitarfélög til að standa við undirritað samkomulag um jöfnun launa á milli markaða. Það er staðan í dag. Ég sit heima í verkfalli, í fyrsta skipti á mínum starfsferli. Hversu galið er það! Ég er þreytt á að finnast ég þurfa að réttlæta og verja starfið mitt, starf sem mörgum finnst ofmetið en samt alveg ómissandi því án þess stoppar samfélagið. Leikskólinn er ekki fyrir atvinnulífið, leikskólinn er atvinnulífið. Leikskólinn er vinnustaður eins og hver annar vinnustaður. Þar starfa metnaðarfullir sérfræðingar eins og á öðrum vinnustöðum. Já ég sagði sérfræðingar því leikskólakennarar eru sérfræðingar í kennslu á fyrsta skólastiginu, sem leikskólinn er. Því miður fer þessum sérfræðingum fækkandi því þeir gefast upp á að fá ekki laun í samræmi við álag og mikilvægi starfsins. Nú er virðismat á borðinu. Virðismat á störfum kennara, til að sjá hvað við eigum skilið að fá í laun. Hvers virði er menntun íslenskra barna? Það er það sem er á borðinu. Fjárfestum í menntun barnanna okkar með því að fjárfesta í kennurum!!! Höfundur er leikskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024-25 Leikskólar Mest lesið Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Sjá meira
Í ár eru 25 ár síðan ég hóf störf í leikskóla. Í ár eru 20 ár síðan ég útskrifaðist sem leikskólakennari frá KHÍ, full af áhuga og væntingum fyrir starfinu. Starfi sem ég hef þroskast og vaxið í og geri enn því það er í stöðugri þróun, en gríðarlegar breytingar hafa orðið í leikskólaumhverfinu sl. 25 ár. Sem betur fer því stöðnun væri áhyggjuefni. Ég kenni m.a. félagsfærni, stærðfræði, hljóðkerfisvitund (google hjálpar ykkur ef þið vitið ekki hvað það er) og hreyfingu, ásamt því að vera í daglegum samskiptum við foreldra barnanna. Annað er einnig áhyggjuefni. Það er að núna, árið 2025, þurfi háskólamenntuð stétt, sem kennarar eru, að grípa til þess neyðarúrræðis að fara í verkfall, til að fá ríki og sveitarfélög til að standa við undirritað samkomulag um jöfnun launa á milli markaða. Það er staðan í dag. Ég sit heima í verkfalli, í fyrsta skipti á mínum starfsferli. Hversu galið er það! Ég er þreytt á að finnast ég þurfa að réttlæta og verja starfið mitt, starf sem mörgum finnst ofmetið en samt alveg ómissandi því án þess stoppar samfélagið. Leikskólinn er ekki fyrir atvinnulífið, leikskólinn er atvinnulífið. Leikskólinn er vinnustaður eins og hver annar vinnustaður. Þar starfa metnaðarfullir sérfræðingar eins og á öðrum vinnustöðum. Já ég sagði sérfræðingar því leikskólakennarar eru sérfræðingar í kennslu á fyrsta skólastiginu, sem leikskólinn er. Því miður fer þessum sérfræðingum fækkandi því þeir gefast upp á að fá ekki laun í samræmi við álag og mikilvægi starfsins. Nú er virðismat á borðinu. Virðismat á störfum kennara, til að sjá hvað við eigum skilið að fá í laun. Hvers virði er menntun íslenskra barna? Það er það sem er á borðinu. Fjárfestum í menntun barnanna okkar með því að fjárfesta í kennurum!!! Höfundur er leikskólakennari.
Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar
Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun