Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ Sindri Sverrisson skrifar 7. febrúar 2025 15:45 Hófí Dóra Friðgeirsdóttir keppir í bruni á HM í alpagreinum í Austurríki á morgun. Getty/Christophe Pallot Hófí Dóra Friðgeirsdóttir, fremsta skíðakona landsins, náði ekki að nýta brunæfingu sína á HM í Austurríki í dag vegna þess að loftpúði sem hún var með innan klæða sprakk snemma í brautinni. Hófí Dóra reið á vaðið fyrst Íslendinga á HM í gær þegar hún keppti í risasvigi en féll þar úr keppni eftir stökk út úr brautinni. Næsta grein hennar er brun, þar sem keppni hefst klukkan 10:30 á morgun. Hófí Dóra fékk eins og aðrir keppendur að æfa sig í dag en það gekk ekki sem skyldi, eins og fyrr segir. „Ég missti andann“ Til að minnka líkurnar á alvarlegum slysum á þeim gríðarlega hraða sem keppendur í bruni eru á, þá eru keppendur með sérhannaða loftpúða og nýta þannig svipaða tækni og við árekstur bíla. Hér má sjá myndband sem sýnir tæknina. Að þessu sinni sprakk loftpúði Hófíar Dóru hins vegar án ástæðu: „Loftpúðinn sprakk út hjá mér, í beygju þrjú. Þetta er svona loftpúði sem er tengdur við bakbrynjuna, svona öryggiskerfi. Þetta var eins og að vera kýld í loftinu. Ég var að stökkva. Ég datt ekki heldur sprakk hann bara út og ég missti andann,“ segir Hófí Dóra í viðtali við Skíðasambandið. Reyndi að nýta ferðina eins og hægt var Aðspurð hvort að þá hefði ekki verið orðið erfitt að koma sér aftur í brunstellingu svaraði Hófí Dóra: „Jú, eiginlega. Ég hélt líka að það myndi hjaðna loftið í púðanum en það gerðist ekki. Ég stoppaði mig, beið aðeins, en loftpúðinn fór ekki niður. Ég ákvað því að fara bara létt í gegnum brautina. Reyna að nýta ferðina, skoða brautina aðeins betur. En þetta var ótrúlega leiðinlegt. Ég gat ekki farið almennilega í stökkin.“ Eins og fyrr segir hefur Hófí Dóra þegar keppt í einni grein en tókst ekki að ljúka keppni. „Þetta gekk ágætlega fram að stóra stökkinu, en ég tók bara vitlausa stefnu yfir stökkið og þá var eiginlega ekki aftur snúið. Ég sá í loftinu að ég næði ekki næsta porti og þá var ég bara úr leik, því miður. Það voru mikil vonbrigði að keyra út úr [brautinni], í minni bestu grein að mínu mati. En þá er bara að horfa fram á veginn,“ sagði Hófí Dóra sem verður á ferðinni fyrir hádegi á morgun eins og fyrr segir. Skíðaíþróttir Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Fleiri fréttir „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Valur vann stigalausu Stjörnuna „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Beeman gekk frá fyrrum félögum De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Íslendingaliðið í undanúrslit Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Barcelona verður ekki refsað þótt þeir kaupi ekki Rashford Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Sjá meira
Hófí Dóra reið á vaðið fyrst Íslendinga á HM í gær þegar hún keppti í risasvigi en féll þar úr keppni eftir stökk út úr brautinni. Næsta grein hennar er brun, þar sem keppni hefst klukkan 10:30 á morgun. Hófí Dóra fékk eins og aðrir keppendur að æfa sig í dag en það gekk ekki sem skyldi, eins og fyrr segir. „Ég missti andann“ Til að minnka líkurnar á alvarlegum slysum á þeim gríðarlega hraða sem keppendur í bruni eru á, þá eru keppendur með sérhannaða loftpúða og nýta þannig svipaða tækni og við árekstur bíla. Hér má sjá myndband sem sýnir tæknina. Að þessu sinni sprakk loftpúði Hófíar Dóru hins vegar án ástæðu: „Loftpúðinn sprakk út hjá mér, í beygju þrjú. Þetta er svona loftpúði sem er tengdur við bakbrynjuna, svona öryggiskerfi. Þetta var eins og að vera kýld í loftinu. Ég var að stökkva. Ég datt ekki heldur sprakk hann bara út og ég missti andann,“ segir Hófí Dóra í viðtali við Skíðasambandið. Reyndi að nýta ferðina eins og hægt var Aðspurð hvort að þá hefði ekki verið orðið erfitt að koma sér aftur í brunstellingu svaraði Hófí Dóra: „Jú, eiginlega. Ég hélt líka að það myndi hjaðna loftið í púðanum en það gerðist ekki. Ég stoppaði mig, beið aðeins, en loftpúðinn fór ekki niður. Ég ákvað því að fara bara létt í gegnum brautina. Reyna að nýta ferðina, skoða brautina aðeins betur. En þetta var ótrúlega leiðinlegt. Ég gat ekki farið almennilega í stökkin.“ Eins og fyrr segir hefur Hófí Dóra þegar keppt í einni grein en tókst ekki að ljúka keppni. „Þetta gekk ágætlega fram að stóra stökkinu, en ég tók bara vitlausa stefnu yfir stökkið og þá var eiginlega ekki aftur snúið. Ég sá í loftinu að ég næði ekki næsta porti og þá var ég bara úr leik, því miður. Það voru mikil vonbrigði að keyra út úr [brautinni], í minni bestu grein að mínu mati. En þá er bara að horfa fram á veginn,“ sagði Hófí Dóra sem verður á ferðinni fyrir hádegi á morgun eins og fyrr segir.
Skíðaíþróttir Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Fleiri fréttir „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Valur vann stigalausu Stjörnuna „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Beeman gekk frá fyrrum félögum De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Íslendingaliðið í undanúrslit Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Barcelona verður ekki refsað þótt þeir kaupi ekki Rashford Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Sjá meira