Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar 7. febrúar 2025 14:47 Nýleg sala hugverkaréttinda Kerecis til móðurfélagsins Coloplast fyrir um 1.300 milljónir dala (rúmlega 180 milljarða króna) hefur vakið verðskuldaða athygli. Þessi sala, sem skilar íslenska ríkissjóðnum um 40 milljörðum króna í skatttekjur, er skýr áminning um mikilvægi nýsköpunar og hugverkaiðnaðar fyrir íslenskt efnahagslíf. Hún varpar einnig ljósi á mikilvægi Vestfjarða fyrir þjóðarbúið og nauðsyn þess að styðja við innviðauppbyggingu á svæðinu. Vestfirðir í forgrunni verðmætasköpunar Kerecis, sem hefur verið í fremstu röð líftæknifyrirtækja vil ég segja á heimsvísu, er skýrt dæmi um hvernig nýsköpun getur skapað umtalsverð verðmæti fyrir samfélagið. Fyrirtækið hefur skapað hundruð starfa og aflað gríðarlegra tekna í íslenskt hagkerfi. Þess ber að geta að af 130 starfsmönnum Kerecis á Íslandi starfa 80 á Ísafirði. Þessi starfsemi sýnir skýrt að Vestfirðir geta verið lykilþáttur í þróun hugverka- og líftækniiðnaðar á Íslandi. Þegar sala Kerecis til Coloplast fór fram árið 2023 runnu 22 milljarðar króna til hluthafa á Vestfjörðum, sem undirstrikar þann mikla efnahagslega ávinning sem svæðið getur veitt landsmönnum öllum. Ef litið er til skattteknanna sem ríkið fær af þessari einstöku sölu og þær settar í samhengi við það fjármagn sem þarf til nauðsynlegrar innviðauppbyggingar á Vestfjörðum þá er það næstum fjórðungur af því þeirri upphæð. En gróft mat á þeim samgöngubótum er um 84 milljarðar króna. Þessar framkvæmdir eru grunnurinn í nýjum samgöngusáttmála fyrir Vestfirði, Vestfjarðalínu. Innviðauppbygging er grunnur að frekari verðmætasköpun Vestfirðir eru fjórðungur mikilla tækifæra og atvinnusköpunar sjávarútvegi, fiskeldi, ferðaþjónustu og hvers kyns nýsköpun. Hins vegar hefur innviðaskortur staðið í vegi fyrir frekari uppbyggingu og efnahagslegri þróun, og tækifæri hafa glatast. Samgöngur eru sérstaklega veikur hlekkur, þar sem vegakerfið er ekki í samræmi við þarfir nútíma atvinnulífs. Það er því skoðunarvert að líta til þessara nýju skatttekna sem hluta mögulegs fjármögnunar fyrir nauðsynlega vegabætur og aðra innviðauppbyggingu á Vestfjörðum. Síðustu ár hafa myndast gríðarleg verðmæti í fjölmörgum atvinnugreinum á Vestfjörðum og hefur uppgangur síðustu ára aukið skattspor Vestfjarða verulega. Samkvæmt greiningum sem KPMG gerði fyrir Innviðafélag Vestfjarða þá skilaði atvinnulífið á Vestfjörðum 40 milljörðum á árunum 2019-2022 í sameiginlega sjóði landsmanna sem er dágott fyrir ekki stærri landshluta þar sem 2% þjóðarinnar býr. Nýsköpun sem burðarás íslensks hagkerfis Saga Kerecis sýnir að hugverkaiðnaður getur skapað gífurleg verðmæti fyrir íslenskt samfélag. Það skiptir máli að styðja við og efla nýsköpun á Íslandi, og búa til góða vaxtarumgjörð fyrir nýsköpunarfyrirtæki. Góður árangur Kerecis undirstrikar hversu mikilvægt er að styðja við fyrirtæki sem byggja á nýsköpun, bæði með beinum fjárfestingum í rannsóknum og þróun, en ekki síður með innviðauppbyggingu sem gerir svæðum eins og Vestfjörðum kleift að blómstra. Vestfirðir eru og geta áfram verið mikilvægur hluti íslensks efnahagslífs, en til þess að svo verði þarf markvissa uppbyggingu innviða. Saga Kerecis er frábært dæmi um það hvernig nýsköpun getur skilað þjóðarbúinu gríðarlegum tekjum, en hún sýnir einnig að til þess að slík verðmætasköpun eigi sér stað, þurfa að vera til staðar góðar aðstæður fyrir nýsköpun og atvinnuuppbyggingu. Hödundur er þingmaður Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arna Lára Jónsdóttir Ísafjarðarbær Mest lesið Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Sjá meira
Nýleg sala hugverkaréttinda Kerecis til móðurfélagsins Coloplast fyrir um 1.300 milljónir dala (rúmlega 180 milljarða króna) hefur vakið verðskuldaða athygli. Þessi sala, sem skilar íslenska ríkissjóðnum um 40 milljörðum króna í skatttekjur, er skýr áminning um mikilvægi nýsköpunar og hugverkaiðnaðar fyrir íslenskt efnahagslíf. Hún varpar einnig ljósi á mikilvægi Vestfjarða fyrir þjóðarbúið og nauðsyn þess að styðja við innviðauppbyggingu á svæðinu. Vestfirðir í forgrunni verðmætasköpunar Kerecis, sem hefur verið í fremstu röð líftæknifyrirtækja vil ég segja á heimsvísu, er skýrt dæmi um hvernig nýsköpun getur skapað umtalsverð verðmæti fyrir samfélagið. Fyrirtækið hefur skapað hundruð starfa og aflað gríðarlegra tekna í íslenskt hagkerfi. Þess ber að geta að af 130 starfsmönnum Kerecis á Íslandi starfa 80 á Ísafirði. Þessi starfsemi sýnir skýrt að Vestfirðir geta verið lykilþáttur í þróun hugverka- og líftækniiðnaðar á Íslandi. Þegar sala Kerecis til Coloplast fór fram árið 2023 runnu 22 milljarðar króna til hluthafa á Vestfjörðum, sem undirstrikar þann mikla efnahagslega ávinning sem svæðið getur veitt landsmönnum öllum. Ef litið er til skattteknanna sem ríkið fær af þessari einstöku sölu og þær settar í samhengi við það fjármagn sem þarf til nauðsynlegrar innviðauppbyggingar á Vestfjörðum þá er það næstum fjórðungur af því þeirri upphæð. En gróft mat á þeim samgöngubótum er um 84 milljarðar króna. Þessar framkvæmdir eru grunnurinn í nýjum samgöngusáttmála fyrir Vestfirði, Vestfjarðalínu. Innviðauppbygging er grunnur að frekari verðmætasköpun Vestfirðir eru fjórðungur mikilla tækifæra og atvinnusköpunar sjávarútvegi, fiskeldi, ferðaþjónustu og hvers kyns nýsköpun. Hins vegar hefur innviðaskortur staðið í vegi fyrir frekari uppbyggingu og efnahagslegri þróun, og tækifæri hafa glatast. Samgöngur eru sérstaklega veikur hlekkur, þar sem vegakerfið er ekki í samræmi við þarfir nútíma atvinnulífs. Það er því skoðunarvert að líta til þessara nýju skatttekna sem hluta mögulegs fjármögnunar fyrir nauðsynlega vegabætur og aðra innviðauppbyggingu á Vestfjörðum. Síðustu ár hafa myndast gríðarleg verðmæti í fjölmörgum atvinnugreinum á Vestfjörðum og hefur uppgangur síðustu ára aukið skattspor Vestfjarða verulega. Samkvæmt greiningum sem KPMG gerði fyrir Innviðafélag Vestfjarða þá skilaði atvinnulífið á Vestfjörðum 40 milljörðum á árunum 2019-2022 í sameiginlega sjóði landsmanna sem er dágott fyrir ekki stærri landshluta þar sem 2% þjóðarinnar býr. Nýsköpun sem burðarás íslensks hagkerfis Saga Kerecis sýnir að hugverkaiðnaður getur skapað gífurleg verðmæti fyrir íslenskt samfélag. Það skiptir máli að styðja við og efla nýsköpun á Íslandi, og búa til góða vaxtarumgjörð fyrir nýsköpunarfyrirtæki. Góður árangur Kerecis undirstrikar hversu mikilvægt er að styðja við fyrirtæki sem byggja á nýsköpun, bæði með beinum fjárfestingum í rannsóknum og þróun, en ekki síður með innviðauppbyggingu sem gerir svæðum eins og Vestfjörðum kleift að blómstra. Vestfirðir eru og geta áfram verið mikilvægur hluti íslensks efnahagslífs, en til þess að svo verði þarf markvissa uppbyggingu innviða. Saga Kerecis er frábært dæmi um það hvernig nýsköpun getur skilað þjóðarbúinu gríðarlegum tekjum, en hún sýnir einnig að til þess að slík verðmætasköpun eigi sér stað, þurfa að vera til staðar góðar aðstæður fyrir nýsköpun og atvinnuuppbyggingu. Hödundur er þingmaður Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi.
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun