Isavia lokaði á miðnætti austur-vestur flugbraut Reykjavíkurflugvallar og er nú einungis ein braut í notkun. Framkvæmdastjóri Isavia vonar að ekki komi upp alvarleg atvik á meðan á lokuninni stendur en hún hefur meðal annars áhrif á sjúkraflug.
Ráðherra fjölmiðla lítur ummæli formanns atvinnuveganefndar Alþingis og þingmanns Flokks fólksins um ríkisstyrki til Morgunblaðsins, alvarlegum augum. Fjölmiðlar eigi að vera beittir og gagnrýnir og ekki að þurfa að sitja undir því að stjórnmálafólk hóti þeim vegna umfjöllunar.
Þetta og fleira í Hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12:00.