„Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Lovísa Arnardóttir skrifar 8. febrúar 2025 12:19 Líf er tilbúin að ganga inn í meirihlutasamstarf í borginni. Vísir/Vilhelm Líf Magneudóttir oddviti Vinstri grænna í Reykjavík segir ákvörðun Einars Þorsteinssonar að slíta einhliða meirihlutasamstarfi ólýðræðislega og óábyrga. Hún hefur verið í samtali við oddvita annarra flokka og er tilbúin að taka þátt í meirihlutasamstarfi með öðrum flokkum. Eftir kosningar 2022 sagði Líf Vinstri græn ætla að standa utan meirihlutasamstarfs. Meirihlutinn féll í þeim kosningum og hún vildi axla þá ábyrgð. Myndu hlutirnir breytast myndi hún líka axla þá ábyrgð. „Ég er í samtölum og við erum að tala saman, við sem vorum skilin eftir, en það liggur ekkert fyrir,“ segir Líf. Hún segist ekkert hafa heyrt af meirihlutaviðræðum Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins, Viðreisnar og Flokks fólksins. „Mér finnst þetta skelfilegt og hræðilegt. Mér finnst þetta vanvirðing við verkefni borgarinnar að vera með eitthvað svona „sóló stönt“. Þetta kemur líka á alversta tíma. Lóðbeint inn í kennaraverkföll sem eru á viðkvæmu stigi. Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan.“ Hún segir ákvörðunina „örvæntingarfullt útspil“ og það sé fráleitt og rangt að Heiða Björg Hilmisdóttir oddviti Samfylkingarinnar hafi verið að skoða það að mynda meirihluta til vinstri. „Þetta er úr einhverjum slúðurdálki í Viðskiptablaðinu og er rangt. Heiða getur ekki myndað meirihluta til vinstri nema að tala við mig eða Sósíalista og hún hefur ekki gert það. Þetta er hönnuð atburðarás,“ segir Líf. Engin ástæða til að slíta Hún segist ekki hafa orðið vör við verulegan ágreining í meirihlutanum. Hann hefur enga pólitíska ástæðu til að sprengja þennan meirihluta. Bara af því hann veldur ekki verkefninu, stendur sig ekki vel og mælist illa. Þau eru með meirihlutasáttmála og flugvöllurinn er hvort eð er ekki að fara neitt. Það verður ekki afgreitt á þessu kjörtímabili, sem dæmi. Hann hefur líka nefnt leikskólamál í þessu samhengi. „Það er algjörlega fráleit afstaða. Formaður skóla- og frístundaráðs er Framsóknarkona þannig hann er að gefa algjöran skít í hana. Hann er ekki einu sinni í samtali við flokksfélaga sína. Þau voru á þorrablóti og vissu ekkert. Þetta er bara gamli tíminn. Svona voru stjórnmálin þegar Villi Vill var í borginni og ég hafna þessu. Þetta er andlýðræðislegt og mér finnst þetta óábyrgt,“ segir Líf að lokum og á þá við Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson sem var borgarstjóri 2006 til 2007 en sat í borgarstjórn fyrir Sjálfstæðisflokkinn um árabil. Borgarstjórn Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Reykjavík Tengdar fréttir Formlegar viðræður hafnar Fundi oddvita Framsóknarflokksins, Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Flokks fólksins í Reykjavík er lokið, en ákveðið var að hefja formlegar viðræður um myndun nýs meirihluta. 8. febrúar 2025 00:25 „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Stefán Pálsson, varaborgarfulltrúi Vinstri grænna, segir að endalok meirihlutasamstarfsins í borginni snúist um persónulegan ágreining frekar en málefni, og ekki um „einhvern helvítis flugvöll.“ 7. febrúar 2025 22:44 Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata í Reykjavík og formaður umhverfis- og skipulagsráðs, segir niðurstöðu fundarins með Einari Þorsteinssyni borgarstjóra í kvöld hafa komið sér mikið á óvart. „Þetta kemur á óvart og þetta eru djúp vonbrigði.“ 7. febrúar 2025 21:24 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Fleiri fréttir „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Sjá meira
Eftir kosningar 2022 sagði Líf Vinstri græn ætla að standa utan meirihlutasamstarfs. Meirihlutinn féll í þeim kosningum og hún vildi axla þá ábyrgð. Myndu hlutirnir breytast myndi hún líka axla þá ábyrgð. „Ég er í samtölum og við erum að tala saman, við sem vorum skilin eftir, en það liggur ekkert fyrir,“ segir Líf. Hún segist ekkert hafa heyrt af meirihlutaviðræðum Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins, Viðreisnar og Flokks fólksins. „Mér finnst þetta skelfilegt og hræðilegt. Mér finnst þetta vanvirðing við verkefni borgarinnar að vera með eitthvað svona „sóló stönt“. Þetta kemur líka á alversta tíma. Lóðbeint inn í kennaraverkföll sem eru á viðkvæmu stigi. Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan.“ Hún segir ákvörðunina „örvæntingarfullt útspil“ og það sé fráleitt og rangt að Heiða Björg Hilmisdóttir oddviti Samfylkingarinnar hafi verið að skoða það að mynda meirihluta til vinstri. „Þetta er úr einhverjum slúðurdálki í Viðskiptablaðinu og er rangt. Heiða getur ekki myndað meirihluta til vinstri nema að tala við mig eða Sósíalista og hún hefur ekki gert það. Þetta er hönnuð atburðarás,“ segir Líf. Engin ástæða til að slíta Hún segist ekki hafa orðið vör við verulegan ágreining í meirihlutanum. Hann hefur enga pólitíska ástæðu til að sprengja þennan meirihluta. Bara af því hann veldur ekki verkefninu, stendur sig ekki vel og mælist illa. Þau eru með meirihlutasáttmála og flugvöllurinn er hvort eð er ekki að fara neitt. Það verður ekki afgreitt á þessu kjörtímabili, sem dæmi. Hann hefur líka nefnt leikskólamál í þessu samhengi. „Það er algjörlega fráleit afstaða. Formaður skóla- og frístundaráðs er Framsóknarkona þannig hann er að gefa algjöran skít í hana. Hann er ekki einu sinni í samtali við flokksfélaga sína. Þau voru á þorrablóti og vissu ekkert. Þetta er bara gamli tíminn. Svona voru stjórnmálin þegar Villi Vill var í borginni og ég hafna þessu. Þetta er andlýðræðislegt og mér finnst þetta óábyrgt,“ segir Líf að lokum og á þá við Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson sem var borgarstjóri 2006 til 2007 en sat í borgarstjórn fyrir Sjálfstæðisflokkinn um árabil.
Borgarstjórn Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Reykjavík Tengdar fréttir Formlegar viðræður hafnar Fundi oddvita Framsóknarflokksins, Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Flokks fólksins í Reykjavík er lokið, en ákveðið var að hefja formlegar viðræður um myndun nýs meirihluta. 8. febrúar 2025 00:25 „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Stefán Pálsson, varaborgarfulltrúi Vinstri grænna, segir að endalok meirihlutasamstarfsins í borginni snúist um persónulegan ágreining frekar en málefni, og ekki um „einhvern helvítis flugvöll.“ 7. febrúar 2025 22:44 Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata í Reykjavík og formaður umhverfis- og skipulagsráðs, segir niðurstöðu fundarins með Einari Þorsteinssyni borgarstjóra í kvöld hafa komið sér mikið á óvart. „Þetta kemur á óvart og þetta eru djúp vonbrigði.“ 7. febrúar 2025 21:24 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Fleiri fréttir „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Sjá meira
Formlegar viðræður hafnar Fundi oddvita Framsóknarflokksins, Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Flokks fólksins í Reykjavík er lokið, en ákveðið var að hefja formlegar viðræður um myndun nýs meirihluta. 8. febrúar 2025 00:25
„Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Stefán Pálsson, varaborgarfulltrúi Vinstri grænna, segir að endalok meirihlutasamstarfsins í borginni snúist um persónulegan ágreining frekar en málefni, og ekki um „einhvern helvítis flugvöll.“ 7. febrúar 2025 22:44
Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata í Reykjavík og formaður umhverfis- og skipulagsráðs, segir niðurstöðu fundarins með Einari Þorsteinssyni borgarstjóra í kvöld hafa komið sér mikið á óvart. „Þetta kemur á óvart og þetta eru djúp vonbrigði.“ 7. febrúar 2025 21:24