Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 8. febrúar 2025 14:39 Haukar eru afar ósáttir við vinnubrögð HSÍ í kringum leik liðsins gegn ÍBV í Powerade-bikarnum. vísir/Hulda Margrét Handknattleiksdeild Hauka hefur sent frá sér harðorða yfirlýsingu þar sem félagið gagnrýnir vinnubrögð HSÍ í kjölfar leiks liðsins gegn ÍBV í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins í handbolta. Haukar unnu sannfærandi átta marka sigur gegn ÍBV í átta liða úrslitum Powerade-bikarsins í nóvember á síðasta ári og ættu því að vera að leika um sæti í úrslitahelginni þessa helgina. Haukar töpuðu hins vegar í tvígang kæru vegna framkvæmdar leiksins. Fyrst fyrir dómstól HSÍ og svo fyrir áfrýjunardómstól. Eftir 37-29 sigur Hauka kærði ÍBV leikinn og kröfðust 10-0 sigurs vegna brots Hauka á nýrri reglu, sem fast hefur verið fylgt eftir, um að ekki megi breyta leikskýrslu innan við 60 mínútum fyrir leik. Ófagleg vinnubrögð HSÍ „Niðurstaða dómstóla HSÍ vegna bikarleiks Hauka og ÍBV 2024 voru Haukum mikil vonbrigði, bæði í ljósi þess að Haukar unnu sannfærandi sigur gegn ÍBV og vegna þess að vinnubrögð HSÍ þykja ófagleg,“ segir í upphafi yfirlýsingar Hauka, sem send er út sama dag og ÍBV tekur á móti FH í átta liða úrslitum bikarsins. „HSÍ tók enga ábyrgð á bilunum í kerfi sem félög þurfa að nota, enga ábyrgð á reglum sem ganga þvert á aðrar reglur, enga ábyrgð á því að eftirlitsmaður á þeirra vegum mætti seint á tæknifund og að hann sinnti ekki sínum skyldum fyrir leikinn.“ „Dómstólar HSÍ drógu málsmeðferð óhóflega og þykir Haukum miður að dómarar áfrýjunardómstóls hafi ekki séð ástæðu til þess að málið hafi verið flutt munnlega og vitnaleiðslur farið fram í jafn mikilvægu máli, en þess í stað notað hugleiðingar eins og “virtist” og “bera með sér” til að komast að niðurstöðu.“ Ýmis dæmi um ósamræmi Þá segja Haukar að það sé ýmislegt sem bendi til þess að lög, reglur og leiðbeiningar HSÍ hafi ekki verið yfirfarnar af lögfaglærðum einstaklingum. Ýmis dæmi séu um ósamræmi innan þeirra. „Lög, reglur og leiðbeiningar handknattleikssambandsins bera þess merki að vera ekki yfirfarnar af löglærðum þar sem ýmis dæmi eru um ósamræmi innan þeirra. Umræddur málarekstur ber merki um það, þar sem ein regla er látin gilda en aðrar hunsaðar.“ Haukar segja enn fremur að allar orsakir sem hafi valdið því að leikskýrsla hafi ekki verið tilbúin á réttum tíma hafi verið utan valdsviðs Hauka, þeir einu sem beri skaðann séu leikmenn Hauka og að eftirmálarnir séu skammarlegir. „Allar orsakir sem ollu því að leikskýrsla var ekki tilbúin fyrr en 50 mín fyrir leik voru fyrir utan valdsvið Hauka. Mæting annara eða það að forritið sem leikskýrslur er slegnar inn í visti ekki það sem slegið er inn (um það eru mýmörg önnur dæmi) ætti ekki að vera á ábyrgð Hauka.“ „Þeir einu sem bera skarðan hlut frá borði eru leikmenn Hauka sem unnu heiðarlegan og sannfærandi 8 marka sigur á ÍBV. Eftirmálarnir eru hins vegar skammarlegir og ekki í samræmi við tilgang reglna eða hvar leikir skulu vinnast.“ Haukar segja einnig að staðreyndirnar tali sínu máli og þylja svo upp ýmis atriði sem þeim þótti mega fara betur í aðdraganda leiksins og hafi valdið því að leikskýrslan skilaði sér ekki á tilsettum tíma. Yfirlýsinguna í heild sinni, og staðreyndir Hauka, má lesa á heimasíðu félagsins með því að smella hér. Haukar ÍBV Powerade-bikarinn Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf Í beinni: Afturelding - KA | Langt frá síðasta sigri Mosfellinga Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartímanum Enski boltinn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Fleiri fréttir Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Sjá meira
Haukar unnu sannfærandi átta marka sigur gegn ÍBV í átta liða úrslitum Powerade-bikarsins í nóvember á síðasta ári og ættu því að vera að leika um sæti í úrslitahelginni þessa helgina. Haukar töpuðu hins vegar í tvígang kæru vegna framkvæmdar leiksins. Fyrst fyrir dómstól HSÍ og svo fyrir áfrýjunardómstól. Eftir 37-29 sigur Hauka kærði ÍBV leikinn og kröfðust 10-0 sigurs vegna brots Hauka á nýrri reglu, sem fast hefur verið fylgt eftir, um að ekki megi breyta leikskýrslu innan við 60 mínútum fyrir leik. Ófagleg vinnubrögð HSÍ „Niðurstaða dómstóla HSÍ vegna bikarleiks Hauka og ÍBV 2024 voru Haukum mikil vonbrigði, bæði í ljósi þess að Haukar unnu sannfærandi sigur gegn ÍBV og vegna þess að vinnubrögð HSÍ þykja ófagleg,“ segir í upphafi yfirlýsingar Hauka, sem send er út sama dag og ÍBV tekur á móti FH í átta liða úrslitum bikarsins. „HSÍ tók enga ábyrgð á bilunum í kerfi sem félög þurfa að nota, enga ábyrgð á reglum sem ganga þvert á aðrar reglur, enga ábyrgð á því að eftirlitsmaður á þeirra vegum mætti seint á tæknifund og að hann sinnti ekki sínum skyldum fyrir leikinn.“ „Dómstólar HSÍ drógu málsmeðferð óhóflega og þykir Haukum miður að dómarar áfrýjunardómstóls hafi ekki séð ástæðu til þess að málið hafi verið flutt munnlega og vitnaleiðslur farið fram í jafn mikilvægu máli, en þess í stað notað hugleiðingar eins og “virtist” og “bera með sér” til að komast að niðurstöðu.“ Ýmis dæmi um ósamræmi Þá segja Haukar að það sé ýmislegt sem bendi til þess að lög, reglur og leiðbeiningar HSÍ hafi ekki verið yfirfarnar af lögfaglærðum einstaklingum. Ýmis dæmi séu um ósamræmi innan þeirra. „Lög, reglur og leiðbeiningar handknattleikssambandsins bera þess merki að vera ekki yfirfarnar af löglærðum þar sem ýmis dæmi eru um ósamræmi innan þeirra. Umræddur málarekstur ber merki um það, þar sem ein regla er látin gilda en aðrar hunsaðar.“ Haukar segja enn fremur að allar orsakir sem hafi valdið því að leikskýrsla hafi ekki verið tilbúin á réttum tíma hafi verið utan valdsviðs Hauka, þeir einu sem beri skaðann séu leikmenn Hauka og að eftirmálarnir séu skammarlegir. „Allar orsakir sem ollu því að leikskýrsla var ekki tilbúin fyrr en 50 mín fyrir leik voru fyrir utan valdsvið Hauka. Mæting annara eða það að forritið sem leikskýrslur er slegnar inn í visti ekki það sem slegið er inn (um það eru mýmörg önnur dæmi) ætti ekki að vera á ábyrgð Hauka.“ „Þeir einu sem bera skarðan hlut frá borði eru leikmenn Hauka sem unnu heiðarlegan og sannfærandi 8 marka sigur á ÍBV. Eftirmálarnir eru hins vegar skammarlegir og ekki í samræmi við tilgang reglna eða hvar leikir skulu vinnast.“ Haukar segja einnig að staðreyndirnar tali sínu máli og þylja svo upp ýmis atriði sem þeim þótti mega fara betur í aðdraganda leiksins og hafi valdið því að leikskýrslan skilaði sér ekki á tilsettum tíma. Yfirlýsinguna í heild sinni, og staðreyndir Hauka, má lesa á heimasíðu félagsins með því að smella hér.
Haukar ÍBV Powerade-bikarinn Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf Í beinni: Afturelding - KA | Langt frá síðasta sigri Mosfellinga Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartímanum Enski boltinn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Fleiri fréttir Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Sjá meira