Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 8. febrúar 2025 14:39 Haukar eru afar ósáttir við vinnubrögð HSÍ í kringum leik liðsins gegn ÍBV í Powerade-bikarnum. vísir/Hulda Margrét Handknattleiksdeild Hauka hefur sent frá sér harðorða yfirlýsingu þar sem félagið gagnrýnir vinnubrögð HSÍ í kjölfar leiks liðsins gegn ÍBV í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins í handbolta. Haukar unnu sannfærandi átta marka sigur gegn ÍBV í átta liða úrslitum Powerade-bikarsins í nóvember á síðasta ári og ættu því að vera að leika um sæti í úrslitahelginni þessa helgina. Haukar töpuðu hins vegar í tvígang kæru vegna framkvæmdar leiksins. Fyrst fyrir dómstól HSÍ og svo fyrir áfrýjunardómstól. Eftir 37-29 sigur Hauka kærði ÍBV leikinn og kröfðust 10-0 sigurs vegna brots Hauka á nýrri reglu, sem fast hefur verið fylgt eftir, um að ekki megi breyta leikskýrslu innan við 60 mínútum fyrir leik. Ófagleg vinnubrögð HSÍ „Niðurstaða dómstóla HSÍ vegna bikarleiks Hauka og ÍBV 2024 voru Haukum mikil vonbrigði, bæði í ljósi þess að Haukar unnu sannfærandi sigur gegn ÍBV og vegna þess að vinnubrögð HSÍ þykja ófagleg,“ segir í upphafi yfirlýsingar Hauka, sem send er út sama dag og ÍBV tekur á móti FH í átta liða úrslitum bikarsins. „HSÍ tók enga ábyrgð á bilunum í kerfi sem félög þurfa að nota, enga ábyrgð á reglum sem ganga þvert á aðrar reglur, enga ábyrgð á því að eftirlitsmaður á þeirra vegum mætti seint á tæknifund og að hann sinnti ekki sínum skyldum fyrir leikinn.“ „Dómstólar HSÍ drógu málsmeðferð óhóflega og þykir Haukum miður að dómarar áfrýjunardómstóls hafi ekki séð ástæðu til þess að málið hafi verið flutt munnlega og vitnaleiðslur farið fram í jafn mikilvægu máli, en þess í stað notað hugleiðingar eins og “virtist” og “bera með sér” til að komast að niðurstöðu.“ Ýmis dæmi um ósamræmi Þá segja Haukar að það sé ýmislegt sem bendi til þess að lög, reglur og leiðbeiningar HSÍ hafi ekki verið yfirfarnar af lögfaglærðum einstaklingum. Ýmis dæmi séu um ósamræmi innan þeirra. „Lög, reglur og leiðbeiningar handknattleikssambandsins bera þess merki að vera ekki yfirfarnar af löglærðum þar sem ýmis dæmi eru um ósamræmi innan þeirra. Umræddur málarekstur ber merki um það, þar sem ein regla er látin gilda en aðrar hunsaðar.“ Haukar segja enn fremur að allar orsakir sem hafi valdið því að leikskýrsla hafi ekki verið tilbúin á réttum tíma hafi verið utan valdsviðs Hauka, þeir einu sem beri skaðann séu leikmenn Hauka og að eftirmálarnir séu skammarlegir. „Allar orsakir sem ollu því að leikskýrsla var ekki tilbúin fyrr en 50 mín fyrir leik voru fyrir utan valdsvið Hauka. Mæting annara eða það að forritið sem leikskýrslur er slegnar inn í visti ekki það sem slegið er inn (um það eru mýmörg önnur dæmi) ætti ekki að vera á ábyrgð Hauka.“ „Þeir einu sem bera skarðan hlut frá borði eru leikmenn Hauka sem unnu heiðarlegan og sannfærandi 8 marka sigur á ÍBV. Eftirmálarnir eru hins vegar skammarlegir og ekki í samræmi við tilgang reglna eða hvar leikir skulu vinnast.“ Haukar segja einnig að staðreyndirnar tali sínu máli og þylja svo upp ýmis atriði sem þeim þótti mega fara betur í aðdraganda leiksins og hafi valdið því að leikskýrslan skilaði sér ekki á tilsettum tíma. Yfirlýsinguna í heild sinni, og staðreyndir Hauka, má lesa á heimasíðu félagsins með því að smella hér. Haukar ÍBV Powerade-bikarinn Mest lesið Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Körfubolti Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Körfubolti Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Körfubolti Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Íslenski boltinn Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Sport Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Handbolti Ólympíufari lést í eldsvoða Sport Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Íslenski boltinn Fleiri fréttir Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Bjarki Már öflugur Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Aldís með níu mörk í naumum sigri Andrea og stöllur í góðri stöðu eftir fyrri leikinn Valskonur taka tveggja marka tap með sér heim á Hlíðarenda Uppgjör og viðtal: Haukar - Izvidac 30-27 | Haukar fara með naumt forskot til Bosníu Marta hetja Eyjakvenna Grótta vann gríðarmikilvægan sigur gegn Stjörnunni Gísli fór mikinn í fyrsta leiknum eftir meiðsli Fram tryggði annað sætið með sigri gegn ÍR Íslendingalið mætast í úrslitakeppninni Sjá meira
Haukar unnu sannfærandi átta marka sigur gegn ÍBV í átta liða úrslitum Powerade-bikarsins í nóvember á síðasta ári og ættu því að vera að leika um sæti í úrslitahelginni þessa helgina. Haukar töpuðu hins vegar í tvígang kæru vegna framkvæmdar leiksins. Fyrst fyrir dómstól HSÍ og svo fyrir áfrýjunardómstól. Eftir 37-29 sigur Hauka kærði ÍBV leikinn og kröfðust 10-0 sigurs vegna brots Hauka á nýrri reglu, sem fast hefur verið fylgt eftir, um að ekki megi breyta leikskýrslu innan við 60 mínútum fyrir leik. Ófagleg vinnubrögð HSÍ „Niðurstaða dómstóla HSÍ vegna bikarleiks Hauka og ÍBV 2024 voru Haukum mikil vonbrigði, bæði í ljósi þess að Haukar unnu sannfærandi sigur gegn ÍBV og vegna þess að vinnubrögð HSÍ þykja ófagleg,“ segir í upphafi yfirlýsingar Hauka, sem send er út sama dag og ÍBV tekur á móti FH í átta liða úrslitum bikarsins. „HSÍ tók enga ábyrgð á bilunum í kerfi sem félög þurfa að nota, enga ábyrgð á reglum sem ganga þvert á aðrar reglur, enga ábyrgð á því að eftirlitsmaður á þeirra vegum mætti seint á tæknifund og að hann sinnti ekki sínum skyldum fyrir leikinn.“ „Dómstólar HSÍ drógu málsmeðferð óhóflega og þykir Haukum miður að dómarar áfrýjunardómstóls hafi ekki séð ástæðu til þess að málið hafi verið flutt munnlega og vitnaleiðslur farið fram í jafn mikilvægu máli, en þess í stað notað hugleiðingar eins og “virtist” og “bera með sér” til að komast að niðurstöðu.“ Ýmis dæmi um ósamræmi Þá segja Haukar að það sé ýmislegt sem bendi til þess að lög, reglur og leiðbeiningar HSÍ hafi ekki verið yfirfarnar af lögfaglærðum einstaklingum. Ýmis dæmi séu um ósamræmi innan þeirra. „Lög, reglur og leiðbeiningar handknattleikssambandsins bera þess merki að vera ekki yfirfarnar af löglærðum þar sem ýmis dæmi eru um ósamræmi innan þeirra. Umræddur málarekstur ber merki um það, þar sem ein regla er látin gilda en aðrar hunsaðar.“ Haukar segja enn fremur að allar orsakir sem hafi valdið því að leikskýrsla hafi ekki verið tilbúin á réttum tíma hafi verið utan valdsviðs Hauka, þeir einu sem beri skaðann séu leikmenn Hauka og að eftirmálarnir séu skammarlegir. „Allar orsakir sem ollu því að leikskýrsla var ekki tilbúin fyrr en 50 mín fyrir leik voru fyrir utan valdsvið Hauka. Mæting annara eða það að forritið sem leikskýrslur er slegnar inn í visti ekki það sem slegið er inn (um það eru mýmörg önnur dæmi) ætti ekki að vera á ábyrgð Hauka.“ „Þeir einu sem bera skarðan hlut frá borði eru leikmenn Hauka sem unnu heiðarlegan og sannfærandi 8 marka sigur á ÍBV. Eftirmálarnir eru hins vegar skammarlegir og ekki í samræmi við tilgang reglna eða hvar leikir skulu vinnast.“ Haukar segja einnig að staðreyndirnar tali sínu máli og þylja svo upp ýmis atriði sem þeim þótti mega fara betur í aðdraganda leiksins og hafi valdið því að leikskýrslan skilaði sér ekki á tilsettum tíma. Yfirlýsinguna í heild sinni, og staðreyndir Hauka, má lesa á heimasíðu félagsins með því að smella hér.
Haukar ÍBV Powerade-bikarinn Mest lesið Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Körfubolti Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Körfubolti Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Körfubolti Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Íslenski boltinn Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Sport Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Handbolti Ólympíufari lést í eldsvoða Sport Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Íslenski boltinn Fleiri fréttir Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Bjarki Már öflugur Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Aldís með níu mörk í naumum sigri Andrea og stöllur í góðri stöðu eftir fyrri leikinn Valskonur taka tveggja marka tap með sér heim á Hlíðarenda Uppgjör og viðtal: Haukar - Izvidac 30-27 | Haukar fara með naumt forskot til Bosníu Marta hetja Eyjakvenna Grótta vann gríðarmikilvægan sigur gegn Stjörnunni Gísli fór mikinn í fyrsta leiknum eftir meiðsli Fram tryggði annað sætið með sigri gegn ÍR Íslendingalið mætast í úrslitakeppninni Sjá meira