Segja Viktor læra af þeim besta hjá Barcelona og greina frá næsta félaga hans Sindri Sverrisson skrifar 10. febrúar 2025 07:34 Viktor Gísli Hallgrímsson virðist vera á leið til sjálfra Evrópumeistara Barcelona í sumar. Vísir/Vilhelm Það virðist eitt verst geymda leyndarmál handboltans að Viktor Gísli Hallgrímsson gangi í raðir sjálfra Evrópumeistara Barcelona í sumar, og nú er ljóst með hverjum hann mun deila markvarðarstöðunni hjá spænska stórveldinu. Mögnuð frammistaða Viktors Gísla á nýafstöðnu HM er ekki það sem ræður því að íslenski landsliðsmarkvörðurinn skuli fara frá pólska félaginu Wisla Plock til Barcelona í sumar. Spænska blaðið Mundo Deportivo greindi frá því fyrir mörgum mánuðum að Barcelona hefði tryggt sér Viktor Gísla og gert við hann samning sem gildi frá 2025 til 2027. Blaðið hefur nú ítrekað þessa frétt og það að Viktor Gísli taki við af spænska landsliðsmarkverðinum Gonzalo Pérez de Vargas sem fer til Kiel í sumar. Á næstu leiktíð verða Viktor Gísli og besti markvörður heims, hinn danski Emil Nielsen, því samherjar. Nielsen átti flestar markvörslur og varði hlutfallslega flest skot á HM og varð heimsmeistari en næstur á eftir honum varð einmitt Viktor Gísli. Mundo Deportivo segir að Viktor Gísli, sem er 24 ára og því þremur árum yngri en Nielsen, fái eina leiktíð til þess að læra af Dananum en eftir hana fari Nielsen til Veszprém í Ungverjalandi. Spænska blaðið greinir svo frá því að sumarið 2026 komi Sergey Hernández til Börsunga, í stað Nielsen, og deili markvarðarstöðunni með Viktori að minnsta kosti tímabilið 2026-27. Hernández hefur leikið vel með Íslendingaliðinu Magdeburg í Þýskalandi og varði mark Spánar á HM í janúar ásamt De Vargas. Þeir vörðu nánast nákvæmlega jafnmörg skot á mótinu og þóttu standa sig ágætlega þó að spænska landsliðið ylli vonbrigðum. Spænski handboltinn Landslið karla í handbolta Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Íslenski boltinn Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn NFL stjarna lést í fangaklefa Sport Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Sjá meira
Mögnuð frammistaða Viktors Gísla á nýafstöðnu HM er ekki það sem ræður því að íslenski landsliðsmarkvörðurinn skuli fara frá pólska félaginu Wisla Plock til Barcelona í sumar. Spænska blaðið Mundo Deportivo greindi frá því fyrir mörgum mánuðum að Barcelona hefði tryggt sér Viktor Gísla og gert við hann samning sem gildi frá 2025 til 2027. Blaðið hefur nú ítrekað þessa frétt og það að Viktor Gísli taki við af spænska landsliðsmarkverðinum Gonzalo Pérez de Vargas sem fer til Kiel í sumar. Á næstu leiktíð verða Viktor Gísli og besti markvörður heims, hinn danski Emil Nielsen, því samherjar. Nielsen átti flestar markvörslur og varði hlutfallslega flest skot á HM og varð heimsmeistari en næstur á eftir honum varð einmitt Viktor Gísli. Mundo Deportivo segir að Viktor Gísli, sem er 24 ára og því þremur árum yngri en Nielsen, fái eina leiktíð til þess að læra af Dananum en eftir hana fari Nielsen til Veszprém í Ungverjalandi. Spænska blaðið greinir svo frá því að sumarið 2026 komi Sergey Hernández til Börsunga, í stað Nielsen, og deili markvarðarstöðunni með Viktori að minnsta kosti tímabilið 2026-27. Hernández hefur leikið vel með Íslendingaliðinu Magdeburg í Þýskalandi og varði mark Spánar á HM í janúar ásamt De Vargas. Þeir vörðu nánast nákvæmlega jafnmörg skot á mótinu og þóttu standa sig ágætlega þó að spænska landsliðið ylli vonbrigðum.
Spænski handboltinn Landslið karla í handbolta Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Íslenski boltinn Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn NFL stjarna lést í fangaklefa Sport Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Sjá meira