Íslenskir öldungar röðuðu inn heims- og Íslandsmetum Aron Guðmundsson skrifar 10. febrúar 2025 09:31 Íslenskt kraftlyftingafólk náði frábærum árangri á Evrópumeistaramóti öldunga í klassískum kraftlyftingum MYND: Kraft Það má með sanni segja að íslenskt kraftlyftingafólk hafi verið áberandi á Evrópumeistaramóti öldunga í klassískum kraftlyftingum um nýliðna helgi. Dagmar Agnarsdóttir gerði sér lítið fyrir og sló heimsmet sex sinnum á mótinu. Mótið er haldið í Albi í Frakklandi þessa dagana og keppir Dagmar með íslenska liðinu M4 sem er skipað kraftlyftingafólki 70 ára og eldri í þyngdarflokki – 57 kg en Ísland er með lið í öllum flokkum mótsins. Dagmar, sem hefur stundað kraftlyftingar um árabil, varð önnur stigahæsta konan í sínum aldursflokki, yfir alla þyngdarflokka og er nú heimsmethafi í hnébeygju, réttstöðulyftu sem og samanlögðum árangri í kraftlyftingum í sínum flokki. Dagmar var í stuði í Albi og engin furða því það gekk vel hjá henniMynd: Kraft Hún sló heimsmetið í hnébeygju í sínum flokki þrisvar og tók seríuna 86,5 kg, 90 kg og 96 kg Samhliða því setti hún jafnframt Íslandsmet í hnébeygju í þremur aldursflokkum; M4, M3 og M2. Þá lyfti Dagmar 37,5 kg og 40 kg í bekkpressu sem er við hennar besta. Auk þess að slá heimsmetið í hnébeygju gerði Dagmar slíkt hið sama í síðustu lyftu sinni í réttstöðulyftu en einnig sló hún heimsmet í samanlögðum árangri (255 kg og 260,5 kg) sem er einnig Íslandsmet í tveimur flokkum. Sló tuttugu Íslandsmet Þá sló Jóhann Frímann Traustason samtals tuttugu Íslandsmet á sama móti. Hann keppti með íslenska liðinu í öldungaflokki M4, sem er skipað kraftlyftingafólki 70 ára og eldri og lenti í öðru sæti í sínum þyngdarflokki á mótinu. Með árangri sínum sló Jóhann Frímann, sem hóf styrktar þjálfun fyrir 18 mánuðum síðan, tólf Íslandsmet í sínum aldursflokki og samtímis átta met í aldursflokkunum M3 og M2, sem er annars vegar flokkur kraftlyftingafólks á aldrinum 50-69 ára og hins vegar flokkur kraftlyftingafólks á aldrinum 40-49 ára. Jóhann Frímann á palliMynd: Kraft Jóhann Frímann (Kraftlyftingafélagi Reykjavíkur - Kraftfélaginu) keppir með íslenska liðinu, í öldungaflokki M4 (70 ára og eldri) -66 kg. og lenti í öðru sæti í sínum þyngdarflokki á mótinu í dag. Í keppninni sló hann jafnframt tólf íslandsmet í aldursflokknum; í hnébeygju, bekkpressu, réttstöðulyftu og samanlögðum árangri og samtímis átta met í aldursflokkunum M3(50-69 ára) og M2(40-49 ára). Jóhann Frimann er þvi tólffaldur Íslandsmethafi í sínum þyngdarflokki í þremur aldursflokkum M4, M3 og M2 með 77,5 kg. hnébeygju, 55 kg, bekkpressu og 90 kg. réttstöðulyftu og samanlagðan árangur, 227,5 kg. Kraftlyftingar Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Fleiri fréttir Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sjá meira
Mótið er haldið í Albi í Frakklandi þessa dagana og keppir Dagmar með íslenska liðinu M4 sem er skipað kraftlyftingafólki 70 ára og eldri í þyngdarflokki – 57 kg en Ísland er með lið í öllum flokkum mótsins. Dagmar, sem hefur stundað kraftlyftingar um árabil, varð önnur stigahæsta konan í sínum aldursflokki, yfir alla þyngdarflokka og er nú heimsmethafi í hnébeygju, réttstöðulyftu sem og samanlögðum árangri í kraftlyftingum í sínum flokki. Dagmar var í stuði í Albi og engin furða því það gekk vel hjá henniMynd: Kraft Hún sló heimsmetið í hnébeygju í sínum flokki þrisvar og tók seríuna 86,5 kg, 90 kg og 96 kg Samhliða því setti hún jafnframt Íslandsmet í hnébeygju í þremur aldursflokkum; M4, M3 og M2. Þá lyfti Dagmar 37,5 kg og 40 kg í bekkpressu sem er við hennar besta. Auk þess að slá heimsmetið í hnébeygju gerði Dagmar slíkt hið sama í síðustu lyftu sinni í réttstöðulyftu en einnig sló hún heimsmet í samanlögðum árangri (255 kg og 260,5 kg) sem er einnig Íslandsmet í tveimur flokkum. Sló tuttugu Íslandsmet Þá sló Jóhann Frímann Traustason samtals tuttugu Íslandsmet á sama móti. Hann keppti með íslenska liðinu í öldungaflokki M4, sem er skipað kraftlyftingafólki 70 ára og eldri og lenti í öðru sæti í sínum þyngdarflokki á mótinu. Með árangri sínum sló Jóhann Frímann, sem hóf styrktar þjálfun fyrir 18 mánuðum síðan, tólf Íslandsmet í sínum aldursflokki og samtímis átta met í aldursflokkunum M3 og M2, sem er annars vegar flokkur kraftlyftingafólks á aldrinum 50-69 ára og hins vegar flokkur kraftlyftingafólks á aldrinum 40-49 ára. Jóhann Frímann á palliMynd: Kraft Jóhann Frímann (Kraftlyftingafélagi Reykjavíkur - Kraftfélaginu) keppir með íslenska liðinu, í öldungaflokki M4 (70 ára og eldri) -66 kg. og lenti í öðru sæti í sínum þyngdarflokki á mótinu í dag. Í keppninni sló hann jafnframt tólf íslandsmet í aldursflokknum; í hnébeygju, bekkpressu, réttstöðulyftu og samanlögðum árangri og samtímis átta met í aldursflokkunum M3(50-69 ára) og M2(40-49 ára). Jóhann Frimann er þvi tólffaldur Íslandsmethafi í sínum þyngdarflokki í þremur aldursflokkum M4, M3 og M2 með 77,5 kg. hnébeygju, 55 kg, bekkpressu og 90 kg. réttstöðulyftu og samanlagðan árangur, 227,5 kg.
Kraftlyftingar Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Fleiri fréttir Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sjá meira