Hugleiðingar yfirvofandi verkfalla í fimm framhaldsskólum Ingunn Eir Andrésdóttir skrifar 10. febrúar 2025 12:32 Nú hafa verkföll verið boðuð frá 21. febrúar nk. í fimm framhaldsskólum og veita þessar fréttir mér miklu hugarangri þar sem Menntaskólinn á Akureyri er einn þessara skóla. Munu verkfallsaðgerðir hafa bein áhrif á mína fjölskyldu í þetta sinn. Sonur minn stundar sitt framhaldsnám þar og voru ýmsar ástæður fyrir þessu skólavali og vó þar bekkjakerfi, námsbraut, gott orðspor og heimavist allnokkru. Ég ætla ekki að setja mat mitt á deilumál á milli aðila. Ég vil aðeins tjá hugleiðingar mínar varðandi yfirvofandi verkföll framhaldsskólanna sem foreldri og hvaða mögulegar afleiðingar þetta getur haft fyrir þessa nemendur. Framhaldsskólar á Íslandi eru rúmlega 35 talsins. Langflestir þeirra eru opinberir skólar í eigu íslenska ríkisins og eru verkföll boðuð í fimm þeirra þegar þetta er ritað. Framhaldsskólar tilheyra þriðja skólastiginu þar sem ekki ríkir skólaskylda og eru yfirvofandi verkfallsaðgerðir í aðeins fimm framhaldsskólum að mínu mati gífurleg mismunun. Það er nemandans að ákveða að stunda framhaldsnám í skóla að eigin vali, greiða þar skólagjöld ásamt ýmsum auka gjöldum eins og húsaleigu, matar- og ferðakostnaði. Ég lít svo á að yfirvofandi verkfallsaðgerðir framhaldsskólana sé óréttlátt miðað við hvaða framhaldsskóla einstaklingur hefur valið að stunda nám sitt í. Þá finnst mér líklegt að gæði náms sé að veði og óvissa með afleiðingar andlega og félagslega á nemendur þessara skóla. Ég sem móðir drengs í framhaldsskóla hef miklar áhyggjur af hvaða áhrif svona ótímabundið verkfall hefur á son minn. Eitt mesta brottfall drengja úr framhaldsskólum í Evrópu er á Íslandi (Stjórnarráðið, 2024). Þá er brottfall úr framhaldsskóla mun hærra meðal drengja og var nógu alvarleg staða meðal þeirra í menntakerfinu fyrir. Þetta verkfall verður ekki til þess að stuðla að bættri líðan, virkni, áhuga, skýrari tilgangi og betri námsárangri hjá nemendum þessara fimm skóla. Það getur verið ansi snúið fyrir foreldra á landsbyggðinni að hvetja börn sín til frekara náms og sýna þeim aðhald í framhaldsnámi sérstaklega þegar þessir nemendur þurfa að stunda nám fjarri foreldrum og heimahögum. Framhaldsskólarnir á Akureyri eru heimavistarskólar og er því talsvert fjárhagslegt tjón sem nemendur á heimavist hljóta ef af verkfalli verður. Fæðisgjald og húsaleigu þarf að greiða áfram þrátt fyrir að barnið fái ekki að stunda nám á meðan verkfalli stendur og finnst mér ekki boðlegt að hafa son minn aðgerðalausan rúmum 300 km í burtu um óákveðinn tíma. Þá hvílir andleg byrði á nemendum og foreldrum að vita ekki hversu lengi verkfall muni vara og erfitt er að gera aðrar ráðstafanir. Ekki er auðvelt að fá vinnu eða önnur verkefni við hæfi fyrir ungmenni tímabundið með slíkri óvissu sem yfirvofandi og ótímabundið verkfall er. Ég tel því óásættanlegt að framhaldsskólanemum þessara fimm framhaldsskóla verði mismunað á þennan hátt. Höfundur er foreldri framhaldsskólanema. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024-25 Framhaldsskólar Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Nú hafa verkföll verið boðuð frá 21. febrúar nk. í fimm framhaldsskólum og veita þessar fréttir mér miklu hugarangri þar sem Menntaskólinn á Akureyri er einn þessara skóla. Munu verkfallsaðgerðir hafa bein áhrif á mína fjölskyldu í þetta sinn. Sonur minn stundar sitt framhaldsnám þar og voru ýmsar ástæður fyrir þessu skólavali og vó þar bekkjakerfi, námsbraut, gott orðspor og heimavist allnokkru. Ég ætla ekki að setja mat mitt á deilumál á milli aðila. Ég vil aðeins tjá hugleiðingar mínar varðandi yfirvofandi verkföll framhaldsskólanna sem foreldri og hvaða mögulegar afleiðingar þetta getur haft fyrir þessa nemendur. Framhaldsskólar á Íslandi eru rúmlega 35 talsins. Langflestir þeirra eru opinberir skólar í eigu íslenska ríkisins og eru verkföll boðuð í fimm þeirra þegar þetta er ritað. Framhaldsskólar tilheyra þriðja skólastiginu þar sem ekki ríkir skólaskylda og eru yfirvofandi verkfallsaðgerðir í aðeins fimm framhaldsskólum að mínu mati gífurleg mismunun. Það er nemandans að ákveða að stunda framhaldsnám í skóla að eigin vali, greiða þar skólagjöld ásamt ýmsum auka gjöldum eins og húsaleigu, matar- og ferðakostnaði. Ég lít svo á að yfirvofandi verkfallsaðgerðir framhaldsskólana sé óréttlátt miðað við hvaða framhaldsskóla einstaklingur hefur valið að stunda nám sitt í. Þá finnst mér líklegt að gæði náms sé að veði og óvissa með afleiðingar andlega og félagslega á nemendur þessara skóla. Ég sem móðir drengs í framhaldsskóla hef miklar áhyggjur af hvaða áhrif svona ótímabundið verkfall hefur á son minn. Eitt mesta brottfall drengja úr framhaldsskólum í Evrópu er á Íslandi (Stjórnarráðið, 2024). Þá er brottfall úr framhaldsskóla mun hærra meðal drengja og var nógu alvarleg staða meðal þeirra í menntakerfinu fyrir. Þetta verkfall verður ekki til þess að stuðla að bættri líðan, virkni, áhuga, skýrari tilgangi og betri námsárangri hjá nemendum þessara fimm skóla. Það getur verið ansi snúið fyrir foreldra á landsbyggðinni að hvetja börn sín til frekara náms og sýna þeim aðhald í framhaldsnámi sérstaklega þegar þessir nemendur þurfa að stunda nám fjarri foreldrum og heimahögum. Framhaldsskólarnir á Akureyri eru heimavistarskólar og er því talsvert fjárhagslegt tjón sem nemendur á heimavist hljóta ef af verkfalli verður. Fæðisgjald og húsaleigu þarf að greiða áfram þrátt fyrir að barnið fái ekki að stunda nám á meðan verkfalli stendur og finnst mér ekki boðlegt að hafa son minn aðgerðalausan rúmum 300 km í burtu um óákveðinn tíma. Þá hvílir andleg byrði á nemendum og foreldrum að vita ekki hversu lengi verkfall muni vara og erfitt er að gera aðrar ráðstafanir. Ekki er auðvelt að fá vinnu eða önnur verkefni við hæfi fyrir ungmenni tímabundið með slíkri óvissu sem yfirvofandi og ótímabundið verkfall er. Ég tel því óásættanlegt að framhaldsskólanemum þessara fimm framhaldsskóla verði mismunað á þennan hátt. Höfundur er foreldri framhaldsskólanema.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun