Uppselt á úrslitaleik næsta stórmóts Aron Guðmundsson skrifar 11. febrúar 2025 10:32 Gísli Þorgeir Kristjánsson, leikmaður íslenska landsliðsins hleypur inn á völlinn á síðasta stórmóti. Vísir/Vilhelm Uppselt er á úrslitaleik Evrópumóts landsliða karla í handbolta á næsta ári. Úrslitaleikurinn fer fram í Herning í Danmörku. Fjallað er um málið á vef TV 2 í Danmörku þar sem segir í inngangi: „Þú verður að vera fljótur, hluti af sérstökum félagsskap og smá heppinn ef þú ætlar að verða viðstaddur úrslitaleik EM 2026 í Boxen.“ Í fréttinni er rætt er við Jan Kampmann, starfandi formann danska handknattleikssambandsins sem segir frá eftirspurninni á miðum á úrslitaleik mótsins. „Miðasalan hófst á föstudaginn síðastliðinn og allir miðarnir ruku út áður en að helgin rann sitt skeið.“ Danir eiga eitt þeirra liða sem er á heimavelli á mótinu en spilað verður í fjórum löndum. Auk Danmerkur fara leikir á EM fram í Svíþjóð og Noregi. Íslenska landsliðið, þrátt fyrir að vera ekki búið að tryggja sér sæti á mótinu, veit fyrir víst að það mun leika F-riðli í Kristianstad í Svíþjóð. Danir, sem tryggðu sér sinn fjórða heimsmeistaratitil í röð á dögunum, léku á heimavelli í riðlakeppni og milliriðlum á nýafstöðnu heimsmeistaramóti en á næsta stórmóti munu allir leikir liðsins fara fram á þeirra heimavelli þar sem að undanúrslit og úrslitin verða spiluð í Boxen höllinni í Herning sem tekur um 14.500 manns í sæti á handboltaleikjum. Það ætti þó ekki að vera öll nótt úti enn fyrir stuðningsmenn annarra liða varðandi það að fá miða á úrslitaleikinn. Evrópska handknattleikssambandið fær alltaf einhvern hluta af þeim miðum sem eru í boði á leikina. En ljóst þykir að Danir hafi mikla trú á sínum mönnum fyrir næsta stórmót og það réttilega. Danska vélin, sem karlalandsliðið er, hefur verið óstöðvandi upp á síðkastið og önnur landslið eiga verk að vinna ætli þau að koma í veg fyrir annað danskt stórmótagull á næsta móti. Svo verður væntanlega eitthvað til af miðum ef Danir finna ekki rétta gírinn og falla úr leik áður en að úrslitaleiknum kemur. EM karla í handbolta 2026 Landslið karla í handbolta Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Sjá meira
Fjallað er um málið á vef TV 2 í Danmörku þar sem segir í inngangi: „Þú verður að vera fljótur, hluti af sérstökum félagsskap og smá heppinn ef þú ætlar að verða viðstaddur úrslitaleik EM 2026 í Boxen.“ Í fréttinni er rætt er við Jan Kampmann, starfandi formann danska handknattleikssambandsins sem segir frá eftirspurninni á miðum á úrslitaleik mótsins. „Miðasalan hófst á föstudaginn síðastliðinn og allir miðarnir ruku út áður en að helgin rann sitt skeið.“ Danir eiga eitt þeirra liða sem er á heimavelli á mótinu en spilað verður í fjórum löndum. Auk Danmerkur fara leikir á EM fram í Svíþjóð og Noregi. Íslenska landsliðið, þrátt fyrir að vera ekki búið að tryggja sér sæti á mótinu, veit fyrir víst að það mun leika F-riðli í Kristianstad í Svíþjóð. Danir, sem tryggðu sér sinn fjórða heimsmeistaratitil í röð á dögunum, léku á heimavelli í riðlakeppni og milliriðlum á nýafstöðnu heimsmeistaramóti en á næsta stórmóti munu allir leikir liðsins fara fram á þeirra heimavelli þar sem að undanúrslit og úrslitin verða spiluð í Boxen höllinni í Herning sem tekur um 14.500 manns í sæti á handboltaleikjum. Það ætti þó ekki að vera öll nótt úti enn fyrir stuðningsmenn annarra liða varðandi það að fá miða á úrslitaleikinn. Evrópska handknattleikssambandið fær alltaf einhvern hluta af þeim miðum sem eru í boði á leikina. En ljóst þykir að Danir hafi mikla trú á sínum mönnum fyrir næsta stórmót og það réttilega. Danska vélin, sem karlalandsliðið er, hefur verið óstöðvandi upp á síðkastið og önnur landslið eiga verk að vinna ætli þau að koma í veg fyrir annað danskt stórmótagull á næsta móti. Svo verður væntanlega eitthvað til af miðum ef Danir finna ekki rétta gírinn og falla úr leik áður en að úrslitaleiknum kemur.
EM karla í handbolta 2026 Landslið karla í handbolta Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Sjá meira