Uppselt á úrslitaleik næsta stórmóts Aron Guðmundsson skrifar 11. febrúar 2025 10:32 Gísli Þorgeir Kristjánsson, leikmaður íslenska landsliðsins hleypur inn á völlinn á síðasta stórmóti. Vísir/Vilhelm Uppselt er á úrslitaleik Evrópumóts landsliða karla í handbolta á næsta ári. Úrslitaleikurinn fer fram í Herning í Danmörku. Fjallað er um málið á vef TV 2 í Danmörku þar sem segir í inngangi: „Þú verður að vera fljótur, hluti af sérstökum félagsskap og smá heppinn ef þú ætlar að verða viðstaddur úrslitaleik EM 2026 í Boxen.“ Í fréttinni er rætt er við Jan Kampmann, starfandi formann danska handknattleikssambandsins sem segir frá eftirspurninni á miðum á úrslitaleik mótsins. „Miðasalan hófst á föstudaginn síðastliðinn og allir miðarnir ruku út áður en að helgin rann sitt skeið.“ Danir eiga eitt þeirra liða sem er á heimavelli á mótinu en spilað verður í fjórum löndum. Auk Danmerkur fara leikir á EM fram í Svíþjóð og Noregi. Íslenska landsliðið, þrátt fyrir að vera ekki búið að tryggja sér sæti á mótinu, veit fyrir víst að það mun leika F-riðli í Kristianstad í Svíþjóð. Danir, sem tryggðu sér sinn fjórða heimsmeistaratitil í röð á dögunum, léku á heimavelli í riðlakeppni og milliriðlum á nýafstöðnu heimsmeistaramóti en á næsta stórmóti munu allir leikir liðsins fara fram á þeirra heimavelli þar sem að undanúrslit og úrslitin verða spiluð í Boxen höllinni í Herning sem tekur um 14.500 manns í sæti á handboltaleikjum. Það ætti þó ekki að vera öll nótt úti enn fyrir stuðningsmenn annarra liða varðandi það að fá miða á úrslitaleikinn. Evrópska handknattleikssambandið fær alltaf einhvern hluta af þeim miðum sem eru í boði á leikina. En ljóst þykir að Danir hafi mikla trú á sínum mönnum fyrir næsta stórmót og það réttilega. Danska vélin, sem karlalandsliðið er, hefur verið óstöðvandi upp á síðkastið og önnur landslið eiga verk að vinna ætli þau að koma í veg fyrir annað danskt stórmótagull á næsta móti. Svo verður væntanlega eitthvað til af miðum ef Danir finna ekki rétta gírinn og falla úr leik áður en að úrslitaleiknum kemur. EM karla í handbolta 2026 Landslið karla í handbolta Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Enski boltinn Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Fleiri fréttir ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til Sjá meira
Fjallað er um málið á vef TV 2 í Danmörku þar sem segir í inngangi: „Þú verður að vera fljótur, hluti af sérstökum félagsskap og smá heppinn ef þú ætlar að verða viðstaddur úrslitaleik EM 2026 í Boxen.“ Í fréttinni er rætt er við Jan Kampmann, starfandi formann danska handknattleikssambandsins sem segir frá eftirspurninni á miðum á úrslitaleik mótsins. „Miðasalan hófst á föstudaginn síðastliðinn og allir miðarnir ruku út áður en að helgin rann sitt skeið.“ Danir eiga eitt þeirra liða sem er á heimavelli á mótinu en spilað verður í fjórum löndum. Auk Danmerkur fara leikir á EM fram í Svíþjóð og Noregi. Íslenska landsliðið, þrátt fyrir að vera ekki búið að tryggja sér sæti á mótinu, veit fyrir víst að það mun leika F-riðli í Kristianstad í Svíþjóð. Danir, sem tryggðu sér sinn fjórða heimsmeistaratitil í röð á dögunum, léku á heimavelli í riðlakeppni og milliriðlum á nýafstöðnu heimsmeistaramóti en á næsta stórmóti munu allir leikir liðsins fara fram á þeirra heimavelli þar sem að undanúrslit og úrslitin verða spiluð í Boxen höllinni í Herning sem tekur um 14.500 manns í sæti á handboltaleikjum. Það ætti þó ekki að vera öll nótt úti enn fyrir stuðningsmenn annarra liða varðandi það að fá miða á úrslitaleikinn. Evrópska handknattleikssambandið fær alltaf einhvern hluta af þeim miðum sem eru í boði á leikina. En ljóst þykir að Danir hafi mikla trú á sínum mönnum fyrir næsta stórmót og það réttilega. Danska vélin, sem karlalandsliðið er, hefur verið óstöðvandi upp á síðkastið og önnur landslið eiga verk að vinna ætli þau að koma í veg fyrir annað danskt stórmótagull á næsta móti. Svo verður væntanlega eitthvað til af miðum ef Danir finna ekki rétta gírinn og falla úr leik áður en að úrslitaleiknum kemur.
EM karla í handbolta 2026 Landslið karla í handbolta Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Enski boltinn Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Fleiri fréttir ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn